23.3.2009 | 09:12
Mánudagurinn í borginni!!!!!!!!
Góðan daginn.
Eruð þið ekki bara hress??
Alltaf líður þessi helgi.
Vaknaði nú ekki fyrr en um 7 eitthvað þreytt og meiri segja setti á snozzer..mmm hvað skildi ég hafa verið að gera í gærkveldi. Ég fór til Guðbjargar vinkonu með nuddbekkinn og fékk hún góða slökun og nudd.
Við Ásta grilluðum Lax ...mmmmm hann var bara góður. Setti hann í álpappír, smurði svo mangó sultu(chutney) og skar mikið grænmeti,blaðlaukur,hvítlauk,rauðlauk,sveppi,tómata,papprikku og setti með laxinum grillaði þetta þangað til að hann var bleikur í gegn. Jú kryddaði með smá timjan og hvítlaukssalti. Fengum við okkur sætar og venjulegar kartölfur í ofni með rósmarin kryddi og salti.
Á laugardaginn fórum við Ásta vinkona í slökun, fórum í gömlu sundhöllina í Hafnarfirði. Það eru einmitt um 10 ár síðan að ég fór þar síðast. Við skelltum okkur í sána svona ekta. Þoli ekki vatnsgufur. Þessi var þannig að eru heitir steinar og þú notar ausu til að setja vatn vorum með bursta með okkur og vatn og svitnuðum þangað til við vorum orðnar vel heitir. var bara æði. Fórum svo í pottinn og ég synti nokkrar ferðir í sundlauginni. Seinna um daginn skelltum við okkur í krepputorgið stóra og sáum við nokkuð furðulegt unga konu með pylsu í hendi í rauðri kápu og háum skóm, hlaupandi þetta var bara fyndið. Okkur fannst þetta fyndið og litum báðar á hvora aðra og hlógum..Kíktum á Merkja Outlet fatamarkað og svo í office one og þar náði ég að eyða smá í bækur. Þæfing og svo 1001 aðferð til að slaka á. Fórum við í Pier í smáralindinni og missti mín aðeins ætla að fegra umhverfið í kjallaranum með kertum,og punterý fór svo í matarboð til Sigríðar og Hannesar um kvöldið og þar fékk ég rosalega góðan mat. Fékk meiri segja uppskrift af hollu nammi...ætla ég að prufa þegar heim er komið.. Takk fyrir mig..
Á föstudeginum eftir vinnu fórum við Ásta vinkona í kringluna þar sáum við einn mann sem var frekar hall ó. Hann hefur ætla að vera rosa töffari en skyrtan sem hann var í var bara of lítið og tölurnar..þið getið eflaust ímyndað ykkur restina, við vorum nú ekki lengi að líta hvora og aðra og við auðvitað sprungum úr hlátri...Við grilluðum svínahnakka og fengum okkur rauðvín..höfuðum það mjög næs.
kveðja! Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 10:23
Kæri skoðandi sem er að kíkja á bloggið mitt
Kæra fólk.
Það er svo gaman að sjá hverjir kíkja við á bloggið væri gaman að fá kvitt í gestabók eða í athugasemdir.
Ég keypti mér þýskan nuddbekk á góðu krónu gengi í gærkveldi, fann auglýsingu á barnalandi og þar er hægt að gera góð kaup . Ég væri nú örugglega enn villt ef ég hafði ekki gps tækið frá pabba í bílnum.
Skrapp seint í gærkveldi til Guðbjargar og Halla sem eru eldri hjón fékk smá kvöldkaffi i eldhúsinu eins og gamla daga þegar maður var í heimsókn hjá ömmu og afa., Halli er bróðir afa í sveitinni og þau eru alltaf svo elskuleg og sögðu að væri alltaf opið hús og skiptir ekki máli hvenær maður kæmi. Halli frændi var svo góður og lánaði mér gamla peysu, það er ljótupeysu dagur og allir verða svo fínir frá 14-16 og verða veitt verðlaun fyrir ljótapeysu...gaman af því...ég er nú frekar þreytt þessa vikuna seint að sofa og vöknuð fyrir allar aldir. Var vöknuð hálf sex..í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2009 | 14:25
Ljótupeysudagurinn í vinnunni á morgun 20.mars
Hæ,hæ
Það er svaka dagur á morgun í vinnunni, ljótupeysudagur og fólk í vandræðum að finna ljotar peysur....he,he svakalegt að ljótarpeysur verða uppseldar í rauðakrossinum og í antikbúðum. fólk á þetta til heima hjá sér,..eða þá að leita í eldri kynslóðum ég ætla í fataskápinn hjá Ástu vinkonu. Þetta verður flottur dagur gaman að breyta aðeins uppá lúkkið.
kveð að sinni.
þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 10:50
Vorveður í borginni...
hæ,hæ
Ég var vöknuð eldsnemma k.5:40(er það ekki full snemmt) auðvitað fór ég á fætur heldur en að snúa mér á hina hliðina. Ég var sem sagt að gæta tveggja barna og þurfti að vekja þau. Móðirin skrapp á deit og auðvitað var ég notuð til að vera heima og passa í gærkveldi/nótt...Ég hafði það svo sem ekkert slæmt þegar ég kom af nuddnámskeiðinu. Fékk að hlamma mér í svefnsófann í stofunni, kom mér þægilega fyrir með tölvu í kjöltu mér og undir sæng , sjónvarpið var kveikt og ég var eitthvað að reyna að horfa á beðmál í borginni á stöð 2 + hafði um 40 stöðvar að velja...maður fær nú bara valkvíða... Ég hef nú 3 stöðvar heima og hef það nú bara fínt heima á krok.
Ég var á flakki á barnalandi í gær og rakst þar á notaðan Ferðanuddbekk sem ég ætla að fara að skoða í kvöld lítið sem ekkert notaður sett á hann 35.000-kr maður getur alveg fengið nuddbekk nýjan frá 50.000 og uppí 100.000. Þetta er alveg frábært námskeið, á tvö kvöld eftir í næstu viku. Það sem ég er núna búin með er alveg nytt, það er farið dýpra í vöðvana og allt öðruvísi..
Við Ásta vinkona ætlum að skreppa í sána í kvöld og ég verð að passa aftur í kvöld, gott að eiga góða að..ásta mín. Það er nú bara frá 20-22 þá ætla ég að skella mér að skoða nuddbekkinn....
Jæja læt þetta duga í bili.
Þorgerður
p.s sakna barnanna minna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 09:55
Borgin!!!!!!!!!!
Hæ,hæ
Heitasta umræðan í vinnunni er með nýja þáttinn á skjá 1. Nýtt útlit eða hvað hann heitir. Ég missti af honum og sá ekki þennan flotta tannlækni.......sáuð þið hann???
Ég fór á nuddnámskeiðið í gær eftir vinnu. Og vorum við 4 konur og fáum við bara að nýta leiðbeiningar Gunnars meira. Yfirleitt eru 6-8 manns. Ég fer aftur í dag..
Sindri Snær er hjá pabba sínum á Akureyri þessa daganna og sakna ég hans mikið. Pabbi hans ætlaði með hann í strætó og bókasafn og eitthvað fl...
Sigrún Þóra er hjá afa sínum og er hún búsett í hofsós á meðan, Pabbi keyrir hana í skólann og sækir hana á daginn.. Hún fer í fjárhúsin með Dídi og líkar henni það vel. Og það er alltaf eitthvað um að vera ...hja´þeim og leiðist henni nú ekki.
Kveð í bili.
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 08:53
Þá er það suðurferð í dag.
Hæ,hæ
Já það er búið að vera að gera sig klára fyrir suðurferðina í dag. Sindri Snær fór til pabba síns í gær. Sigrún verður hjá afa sínum og verður hún líka í skólanum. Það er búið að þvo mikið og gera klárt. Helgin leið eins og alltaf....þaut eiginlega fram hjá mér.
Ég kom heim til mín í gærkveldi þá hafði mín gleymt að loka nokkrum gluggum í húsinu og var nú frekar kalt, eins og i frystiklefa svo mín var í flíspeysu og dúnvesti í nokkrar mín...mrrrrrrr
læt þetta duga í bili.
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 08:58
Spinning eldsnemma í morgun...Guð hvað þetta var hressandi!!!!
Hæ,hæ
Ég nýtti mér tækifærið og fór í spinning tíma kl.6:40 (Sindri er hjá pabba sínum) ætlaði nú ekki að nenna en hugsaði nú með mér að ég væri nú búin að hafa það á mig að komast á listann svo auðvitað dreif ég mig og sá ekki eftir því, það var ekki þur dropi eftir. Ég dreif mig heim í sturtu og vakti prinsessuna mína við út á nón tíma. Fór líka í body pumb í gær og mat til Maríu og Ómar. María var að lita föt f/leikritið sem bekkurinn er að fara að sýna á fimmtudaginn. Þær voru að sauma um helgina nokkrar mömmu og þakka ég kærlega fyrir. Þú stóðst þig svo vel María mín að sauma f/okkur sigrúnu. Takk.
Nú þarf ég að fá mér skóflu til að moka frá kjallara hurðinni svo það verður hörkupúl, svo ef það er einhver sem vill hjálpa þá verð ég fegin. Er að fá fólk í nudd í kvöld.
Í næstu viku þá fer í suður á nuddnámskeið og hlakka ég mikið til. Vinn líka í borginni á meðan. Er svona alveg næstum þvi búin að planta börnunum á meðan.
kveð að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2009 | 15:46
Snjóþungt í bænum.
Hæ,hæ
Já það er snjóþungt í bænum. Við vorum að koma í bæinn fyrst áðan um 14 og skellti mér strax til vinnu. Þegar við komum í skógargötuna var nú ekki búið að moka mikið og þurftum við að fá lánaða skóflu hjá nágranna konu til að við gætum mokað okkur að húsinu og inn. Svona er að búa á norðurslóðum..he,he. Ég ætla nú að skella mér í rækina í body pump og kannski spinning í fyrramáli svo dugleg. Ég meiri segja synti í flottu sundlauginni í keflavík hún var ekki 25 metra heldur 50 m held að ferðirnar hafi verið um 15. er svo dugleg finnst ykkur það ekki.
Ætla svo í skaffó og fá mér nettenginu við flottu tölvuna sem Ásta vinkona gaf/lánaði mér, takk fyrir að vera þú og haltu því áfram. Takk líka fyrir sigrúnu í gærkveldi.
kveð að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 16:31
Fékk tölvu bara sí svona, fæ netið í vikunni.
Hæ.
Langaði bara að segja ykkur góðar fréttir. Besta vinkona mín Ásta lánar mér eldri tölvuna sína svo núna verður bara gaman hjá mér. Svo núna fáið þið kannski meira blogg.
Jæja við erum veðurtepptar í rvk v/veðurs. Leggjum í hann í fyrramáli.
Það er búið að vera geggjað gaman í keflavík á körfuboltamótinu... það voru 830 krakkar að spila um helgina. Við vorum með góða dagskrá og þau spilðu 3 leiki í gærmorgun og léku sér eftir hádegi í gær, það var farið í vatnveröldina í tvo tíma, held að skagfirðingar ættu nú að fara taka sig á...með sundlaug. Farið i bío og sumir sátu á gólfinu og svo var matur og kvöldvaka og allir fengu svo súkkuköku og mjólk áður en var farið í háttinn. Við sigrún sváfum í rúmi eins og prinssessan á bauninni svaf á í bókinni...he,he við fengum lánaða vindsæng sem er sett í samband og blæs upp sjálf rosa sniðugt. Hópurinn okkar stóðu sig svo vel og voru alveg til fyrirmyndar og léku þau tvo leiki í morgun og svo fengu allir verðlaunapeninga, páskaegg og fríssafríska svala. Það á að koma myndir inná tindastólssíðunni.
Þetta var bara smá innlegg.
kveð að þessu sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2009 | 15:51
Körfuboltamótið er um helgina, suður á eftir
Hæ,hæ
Smá blogg.
Er að klára vinnudaginn og svo leggjum við í hann í borgina miklu. Gistum hjá pabba og Margréti í kvöld og svo verður vaknað snemma í fyrramáli til að halda inní Keflavík. Tindastóll á sinn fyrsta leik kl. 9:30 við ætlum að gista í Heiðarskóla á laugardaginn. Er búin að prenta út kort af ja.is og vonandi rötum við eins og ávalt kannski fæ ég garmínu lánaða hjá pabba og þá komust við á leiðarenda. Þetta verður svakalega skemmtilegt. Það er nóg fyrir krakkana. Jæja hafið það allra best um helgina.
kveðja! Þorgerður og Sigrún Þóra (sindri er farinn til pabba síns)
Við eigum 3 leiki á laugardag fyrsti leikur er kl 09:30 við KR 8 og annar leikur er strax á eftir eða kl 10:00 við Njarðvík 11, þriðji leikurinn er svo við Keflavík 16 kl 11:30.
Við eigum svo Bíóferð kl 16:00 á laugardag. síðan er kvöldmatur og svo kvöldvaka.
Á sunnudag eru svo 2 leikir og við byrjum við kl 10:00 á móti Grindavík 4 og svo er seinni leikurinn kl 12:30 við Fjölni 8
Við spilum alla leikina í Heiðarskóla.
Verðlaunaafhending og mótsslit eru kl 14:00 á sunnudag.
Ég vill benda aftur á mótssíðuna http://samkaupsmot.blog.is/blog/samkaupsmot/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)