5.5.2009 | 20:50
Komin 5.mai og sumarið að koma!!!!!!! eða hvað???
Hæ,hæ
Já já langt síðan að var bloggað mikið að gera eins og þið kannast væntanlega við og marga vantar auka tíma. En hvað með það maður verður þá að skipuleggja sig betur.
Fór með starfsfélögum og vin á skemmtun í íþróttahúsið á föstudagskvöldið eftir mikla veislu hjá einni í starfsmannafélaginu sem helt matarboð fyrr um kvöldið. Þær voru þrjár í starfsm.félaginu sem héldu þessa veislu ásamt Jóa sem stóð og grillaði ofan í liðið. Þetta var flottur matur og gaman að koma til ykkar Hrönn og Jói í glæsulegu veðri sem lék um okkur þetta kvöld. Það var sæluviku skemmtun og sálin lék fyrir dansi um kvöldið, Ég hefði viljað bara hafa okkar heima hljómsveit t.d Von þeir hituðu upp og eru fullt af fólki sammála mér , heldur en að kosta svona stóra hljómsveit sem var í pásum mest allan tímann og spilað ömurleg tónlist þess á milli.
Langahelgin afstaðið og mikið var nú gert. Sindri fór á fimmtud með Auði og Óla afa á húsbílnum til Ak til pabba síns og kom til baka með þeim á sunnud. Sigrún var í sveitinni í sauðburði og margt var fróðlegt og fræðandi. Það þurfti að bjarga einu lambi og mikið var gert, náð í heitt vatn í bala og lambið var sett í baðið til að hlýja því, talið að var með lungabólgu sett í ullarteppi og reynt að þurrka, en svo kom hárblásari og því leið betur, en kom svo upp að væri flogaveikt en fékk að lifa. Þetta var á laugardeginum, Ásthildur vinkona Sigrúnar fékk að koma og sá allt þetta. Þær verða örugglega góðar seinna meir. Draumurinn hennar Sigrúnar er allavegann að búa í sveit og vera bóndakona.
Við fórum svo og ætluðum að hjálpa pabba með bátinn en karlinn var búin að gera það sem þurfti og Skrúður var settur á flot og bauð hann okkur um borð. Ég náð svo í Sindra í millitíðinni við afleggjarann hjá Blönduhlíðinni. Við fórum aðeins fram á sjó og veiddum nokkra þorska sem voru svo flakaðir og steikir á pönnunni um kvöldið. Ásthildur fékk að taka flök með sér heim. Það var svo gott veður þennan dag og gott til sjós. Sindri kom með og fannst honum þetta ekki leiðinlegt heldur hló hann og skríkti þegar við vorum að draga fiskanna upp.
Sigrún Þóra stóð sig rosalega vel á sundmótinu um daginn og allir krakkarnir líka. Það er hægt að finna myndir inná tindastoll.is og stigatöfluna undir úrslit, hún var í fyrsta sæti í tveim greinum og öðru sæti ef það hefði verið veitt verðlaun. En afþví að hún er yngri en 10.ára fá allir verðlaunapening til að kvetja þessa ungu og efnilegu krakka áfram.
Sigrún fór í sveitina í dag eftir skóla um hádegi og kom afi Þórhallur og sótti hana, hann er svo duglegur að taka og bjóða henni til sín. Henni þykir svo gaman að vera á Þrastastöðum og taka þátt í sveitalífinu hjá Dagmari, Dúa og lang-ömmu og afa og fleira fólki.
jæja læt þetta blaður mitt duga ég er nú að fá í mig einhverja pest vonandi ekki þessa svínaflensu sem geisar yfir heiminn.
kveðja!
það er hér litill snáðí sem biður um nudd í sófanum, best að fara að sinna honum
Þorgerður og Sindri Snær
Bloggar | Breytt 6.5.2009 kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 09:49
Sundmót á morgun á króknum
Hæ,hæ
Rétt að blogga smá.
Sigrún Þóra er að fara að keppa á sundmóti á morgun sem verður haldið á króknum. Hún keppir í skrið-bringu og bak í skriði og hafa þau verið að æfa mikið. Það var farið síðasta föstudag í smá skemmtiferð með krakkana sem hafa æft í vetur. Við fórum nokkrar mömmur með, gistum í þelamörk sem er frábær staður. Flott sundlaug og leiktæki og fengu krakkarnir að fara inná Ak. út að borða á Greifanum og svo í Keilu. Allir ánægðir held ég.
Við erum búin að vera í sveitinni i tvær nætur og höfum við keyrt á milli. Það er farið að bera uppá Þrastastöðum hjá afa og ömmu. Sigrún finnst rosa gaman. Sindri komst í drullu og var næstum því límdur við drulluna en þá kom systirin til bjargar og þurfti að skola stígvélin til að sindri kæmist í bílinn.
Sigrún er búin að vera að æfa körfubolta í vetur hjá Hrafnhildi Sonju og ætlar hún að bjóða krökknum heim til sín í pizzu í dag eftir æfingu. Hún er frábær og áhugasöm þrátt kannski fyrir slæma mætingu hjá krökknum í vetur hefur hún staðið sig vel sem þjálfari.
kveð að sinni.
þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2009 | 23:34
Sumardagurinn fyrsti er framundan...meiri segja frídagur
Hæ.hæ
Já það er langt síðan að ég bloggaði á ég ekki að hafa þá afsökun mikið að gera og sólarhringurinn ekki nógu langur.
Við fórum til Vestmannaeyja um páskanna til mömmu og áttum þar yndislega daga. Við gerðum margt á þessum dögum.Mjög gaman að koma og sjá þessa fegurð, ég skora sem flesta að koma þangað. Fórum í sund nokkrum sinnum í innilaugina og þar var hún heit og syndi Sindri mikið. Sigrún fannst rosalega gaman hún var mikið á stökkpallinum. Mikið af dóti. Skoðuðum flest allt: Stórhöfða, götuna sem fór undir eldgosið verið er að grafa upp,, keyrðum nokkra hringi um bæinn, sáum gæsir og endur í garði og gáfum brauð, löbbuðum í bænum, sáum sprangið, eyjarnar, Herjólfsdalinn, golfvöllinn, og margt fl. held ég það sem hægt er að skoða í eyjum svona ekta túristi, mamma stóð sig vel. Við flugum og tók hver ferð um 20 mín og voru krakkarnir til fyrirmyndar eins og alltaf.
Við erum nokkar mömmur með börnin okkar sem hafa verið að hittast á íþróttavellinum okkar og ætlum við að halda því áfram. Þetta er gott svæði fyrir krakkana að leika sér og svo skokkum við mömmurnar nokkra hringi og förum í leiki. Hittumst nú fyrst á laugardaginn var kl.. 10 og gerðum ýmsar æfingar, teygðum á og gerðum styrktaræfingar og hittumst svo í dag í rigningunni.
Það á að stefna á að fara skemmtidag hjá sunddeildinni hjá Sæhestunum til Akureyrar núna á föstudaginn gista eina nótt. Vonandi fáum við gistingu v/þess að það er andrésar andarleikarnir eru þessa helgi. Það verður mikið af sundmótum í sumar og meira segja skorað á foreldra að keppa einu sinni, eins gott að fara að æfa sig..
Sindri er að hætta á bleyju og erum við í átaki, leikskólinn, Ægir og ég og gengur nú bara vel.
jæja hvernig væri nú að fara að sofa, vinnudagur á morgun.
Góða nótt
Þorgerður
Og börnin mín sem eru löngu sofnuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2009 | 09:54
Grjónavöfflur í sunnudagskaffinu í gær.!!!!!
Já mér dettur ýmislegt í hug átti rest af grjónagraut og bjó til vöffludeig og það smakkaðist rosa vel af sögn krakkana sem voru í kaffinu hjá mér. Fórum við svo í körfubolta eftir kaffið í leik sem heitir Asni og var Sindri í pollunum á meðan.
Ég bauð Jón Oddi bróði í sunnudagssteikina í hádeginu og það var lambalæri með brúnuðum kartöflum og brún sósa en gleymdist víst að hugsa fyrir eftirrétti. Amma heitin væri ekki ánægð með mig ef hún hafði komið í mat..he,he það var alltaf eftirréttur á hennar borðum.
Það var verið að taka til og þrífa um helgina og ég var að þvo niður fjallið sem var komin í þvottahúsið. Við erum að fara til eyja um páskanna. Leggjum í hann á morgun eftir vinnu til Rvk og fljúgum við út á miðvikudagsmorguninn brottför 08:15
kveð að þessu sinni.
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2009 | 16:00
Páskar-Eyjar framundan!
Hæ,hæ
Ein önnur helgin og ekki margir vinnudagar sem þarf að vinna í næstu viku. Við förum suður eftir vinnu á þriðjudaginn 7.apríl og fljúgum út 8. apríl alla leið til Vestmannaeyjar. Mamma er þar og ætlum við að vera hjá henni þessa daga aldrei að vita hvort verða slegnar nokkrar kúlur á golfvellinum en það fer jú eftir veðri og vindi.
Um helgina átti Sindri Snær að fara til pabba síns en verður hjá okkur Sigrúnu þóru. Við þurfum að þvo þvott og pakka niður á sunnudaginn. Við ætlum að reyna að hafa að huggó um helgina, kannski að skreppa í heimsóknir, í sveitina bara svo sem okkur dettur í hug.
Kannski verður eitthvað föndrað , páskaungar, páskaliljur úr ull eða málað.
Jæja nú ætla ég að fara að sækja Sindra á leikskólan og Sigrún er að klára sundæfingu og þaðan fer hún á körfuboltaæfingu já nóg að gera hjá þessari elsku.
kveð að þessu sinni góða helgi!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 21:07
Allt í snjó, hvar er vorið!!!!!!!!!!!!!
Hæ, hæ
Við buðum Þóreyju hans Dadda heitins í mat í gærkveldi og spiluðum við ólsen ólsen og svo skilaði ég henni heim í vonda veðrinu. Það var voða gaman að fá hana.
Það byrjaði nú ekki vel í morgun, það var búið að snjóa mikið í gærkveldi og nótt. Ég tók mér skóflu í hendi og mokaði okkur út og var mikil ófræð í skógargötunni eins og alltaf þegar kemur vont veður en við komumst þetta á léttan leik en sátu nú samt nokkrir bílar fastir.
Sigrún þóra og Ég fórum og sáum Emil í kattholti sem 10.bekkingar eru að sýna þessa daganna við skemmtun okkur rosalega vel og mega þau vera ánægð. Sindri var hjá Auði ömmu í pössun og þegar við komun var verið að skylmast með pönnuköku spöðum, sindri er alltaf að leika sjóræning kann næstum alla taktana rosalega gaman að fylgjast með honum.
Við heyrðum í rosalega miklum flugeldasprengjum og það nú frekar óvenjulegt rétt áðan.????
Jæja best er fara að koma börnunum í háttinn og taka af borðinu og klára skattaskýrluna og svo er ég að fara að æfa mig í nuddi. Er að fara að nudda í vinnunni í vikunni. og má hvert nudd taka 10-15 mín.
kveð að þessu sinni.
Skógargata 3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2009 | 11:36
Stórt knús og margir kossar í gær!!!!!!!!!!!
Hæ, hæ
Það var vel tekið á móti mér í gærmorgun frá Sigrúnu Þóru hún svaf heima með afa sínum knúsaði og kyssti mig sagði við mig ég elska þig og gott að fá þig heim. Sindri Snær kom í gær morgun með pabba sínum og fékk að vera hjá ömmu Auði og Óla afa til 15 í gær, þegar ég kom hljóp Sindri í fangið mitt og sagði mamma er komin, það ljómaði svo á honum og hann talaði svo mikið, var að segja mér eitthvað merkilegt og kyssti mig.
Þegar við fórum í leikskólan hópuðust allir krakkarnir í gluggann og sögðu sindri er að koma..ekki slæmt að koma í þennan leikskóla og vel tekið á móti honum þegar inná deildina kom.
Það er að koma helgi og ætlum við að taka til heima fyrir og hafa það bara huggó.
Góða helgi!
Þorgerður , Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2009 | 10:21
Þurfti að hringja í 112 á þveráfjalli seint í gærkveldi
Já góðan og blessaðan daginn.
Ég lenti nú ekki í skemmtulegu ferðalagi í gærkveldi/nótt var að koma úr rvk og gekk allt vel nema á þveráfjalli. Þurfti að hringja neyðarhringingu í 112 og þeir höfðu samband við lögregluna á blönduósi og þeir höfðu samband við björgunarsveitina á Blönduósi. Það gerði brjálað veður og sá ekki milli stika hraðin var um 20 -30 km og svo keyrði áfram og þar lenti í ég í kófi og sá bara ekki neitt, fannst stundum að bílinn væri að fara afturábak en það var nú bara einhver ímyndun í mér svo byrjaði ég að keyra upp fjallið og gaf greinilega ekki nógu mikið upp brekkuna hjá þverá og sat þar föst í hálku og snjó og sá ekki neitt með hasarljósin og engin bíll á ferli í þessar 40 mín sem ég beið. Ég var búin að vera í sambandi við pabba á svona hálftima fresti og við komumst að niðurstöðu að hringja í 112. Þeir voru tveir frá björgunarsveitinni á blönduósi á stórum jeppa og ég fór uppí hann og annar þeirra keyrði bílinn minn og fylgdu þeir mig úr vonda veðrinu skildu mig eftir hjá skaga afleggjara og þar tok ég við ég þakka þeim kærlega fyrir aðstoðina, það er gott að eiga björgunarsveitir að. Pabbi trúði mér nú varla þegar ég sagði honum að ég sæti föst og sæi ekki á milli stika, vegna þess að það var ekkert á veðri á króknum.
Ég ristaði hnetur,fræ, rúsinur, og fór með í vinnuna og blandaði döðlum í skálar og fólki finnst þetta gott, uppskriftin er hér fyrir neðan í einhverju bloggi mínu heitir Hollustu nammi .
Fékk stórt knús og kossa frá dóttir minni í morgun þegar hún vaknaði og sagði að hún hefði farið að sakna mín. Sindri kemur vonandi heim í dag og hlakkar okkur mikið til að knúsa og kyssa hann.
kveð að þessu sinni.
Þorgerður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 11:10
Sushi í gærkveldi
hæ, hæ
Ég fór á nudd námskeiðið í gærkveldi rosa gaman kem alveg endurnærð, hlakka til að bjóða vinum og kunningjum í kjallarann.
Endaði á því að fara með Þóru systir út að borða í gærkveldi. Fórum á sushí viðkenni nú að það var örðuvísi...eitthvað sem mér myndi nú ekki detta í hug að fara á. Við sestum á langt borð með barstólum og þar sat fólk með prjóna og fullt af diskum í allskonar litum búin að raða tómum diskum í raðir, og var að tína af færibandi..svolítið furulegt. En við fórum að tína af færibandinu og tókum við eitt disk og þar var eitthvað með krabbakjöti og það var ekki að virka á mig..fékk þungan andadrátt það er nú víst eitthvað ofnæmisviðbrögð svo smakkaði ég aðra rétti og þeir voru nú bara góðir. Gaman að hafa smakkað öðruvísi. Takk Þóra mín sem er öruggleg komin til kanarý með hvítvínsglas í hendi og komin við sundlaugina hún að vera í viku með single konum, en hún er nú víst ekki lengur single.
Ég fer vonandi norður í kvöld eftir nuddnámskeiðið en fer auðvitað eftir spánni. Auðvitað fer ég varlega og ekki að ana úti neitt. Er nú búin að hafa það rosalega gott hjá Ástu vinkonu, Takk fyrir að vera þú og taka mér inná heimilið þitt þessa daganna. Það verður örugglega tómlegt hjá þér fyrstu daganna.
Gerði svo hollustu nammi heima í gærkveldi hjá ástu vinkonu og fór með í borgartúnið í morgun og sló þetta nammi í gegn. jæja kveð að þessu sinni hafðið það sem allra best.
kveðja! Þorgerður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 09:58
hollt nammi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)