fyrsta blogg eftir langt hlé

Hæ.hæ

Ég sit hér á laugardagsmorgni og kl er 9.28 með heitt sólberjasaft og er að bíða eftir brauðsneiðnni í ristavélinni.

það er margt búið að gera frá því síðan var bloggað ég ætla nú ekkert að tína það upp en við áttum yndislegt sumar og það leið fljótt eins og önnur sumur.

Ég hef verið að taka kjallarann i gegn, reif niður vegg og nú stend ég og mála veggina og loft er að fara yfir umferð 2 þetta verður flott auka herbergi fyrir áhugamálið mitt sem ég held áfram að læra um og er búin að skrá mig á námskeið í vetur. Ég er búin að breyta nú er sjónvarpsófinn græni kominn inn þar sem borðstofan var ásamt sjónvarpinu og eldhúsborðið og stóri skápur inn í hitt herbergið kemur miklu betur út.

Sigrún Þóra orðin 9.ára og komin í 4.bekk fékk sama kennarann ásamt fleirum sem koma að hennar kennslu. 

Sindri Snær orðin 3.ára guttinn og hann er í leikskólanum Glaðheimum og líkar vel. Nú er hann hjá pabba sínum og Ástu konu hans.

Brandur er kötturinn okkar og er hann búin að fara að heiman nokkrum sinnum en nú hefur hann ekki komið heim síðan í gær og búið að vera skítakuldi og mikil rigning vina sé í lagi með hann og hann skili sér heim.

Jæja best að koma sér í kjallarnn og gera eitthvað af viti heyri í ykkur síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að fylgjast með áhugamálinu þróast þú ert ekkert smá dugleg.....

bestu kveðjur héðan frá Sönderborg

Ragna Valdís (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:16

2 Smámynd: Linda litla

Brandur skilar sér alveg örugglega heim og honum er ekki kalt eins og þér ;o)

Hvað er nýja áhugamálið sem að þú ætlar að hafa í kjallaranum ? Ertu búin að koma upp nuddaðstöðu þar ??

Þú ert reyndar svo heppin með það að þú kannt að finna þér áhugamál, þú ert þessi týpa sem lætur þér ekki leiðast. Þú finnur þér alltaf eitthvað.

Bestu kveðjur til þín og krakkana, hafið það gott.

Linda litla, 31.8.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband