4.3.2009 | 14:22
Allt í snjó á króknum og 3 dagar í samkaupsmótið í keflavík
Hæ,hæ
Einhver bloggleti í mér en vonandi fer það að skána með vorinu..he,he
Síðasta helgi var bara geggjuð það byrjaði á föstudagskvöldið með skrúðgöngu frá íþróttahúsinu en við löbbuðum á móti og mættum þeim hjá kaupþing og Sindri var í kerrunni og við Sigrún fótgangandi ekki voru nú allir bæjarbúar ætlaði það hafi ekki verið um 50-80 manns og fór fólkið til kirkju og þar fór séra Sigríður með sálm. Sindri var nú ekki ánægður að fara inní kirkjuna í öllum skrúðanum sem ég var búin að dúða hann í. Við fórum sem sagt út úr kirkjunni með það sama og setti Sindra í kerruna og þar var hann sáttur. Ég horfði sem sagt frá gangastéttinni inní kirkjuna og hlustaði á söngva. Svo fóru allir út á kirkjutorgið og þar kveikt bál í tveim tunnum og hópaðist fólkið í kringum og svo var sungið rosalega gaman og krakkarnir skemmtu sér svo vel það var logn þetta kvöld.
Við vöknuðum svo snemma á laugardagsmorguninn kl. 8 og það var byrjað að smyrja nesti og græja liðið f/fjallið. Við buðum Hallgerði og Ingurósu með og var farið að græja bílinn, sumir nágrannar eins og hún Sirrý vissu nú ekki hvað á hvað stóð veðrið þegar Þorgerður, ég var að fylla bílinn af ýmsu og þessu dóti. Já það fylgir oft mikið dót með manni..eins og þið kannist örugglega við þegar börn eru hins vegar. bílinn var sem sagt pakk hlaðinn. Meiri segja þurftum við að koma sleðanum hennar Sigrúnar f/ í bílnum hjá Maríu Björk.
Uppí fjall var farið í blíðskapar veðri, fólk streymdi að og var rosalega gaman. Sigrún fór á skíði fram á hádegi og fór hún margar ferðir. Hallgerður fór í hóp og fór hún t.d í slöngu,báta og skreytti snjóinn með kóki. Og við Sindri rendum okkur á sleða og lékum okkur með skóflu og fötu. Svo kom að hádegi og alls staðar var fullt á borðum og stólum svo við fórum í pikk nikk hjá Maríu, hún breyddi út teppi við hliðina á bílnum og þar var fullt setið af okkur. Fólk sem fór fram hjá fannst þetta sniðugt og voru teknar myndir til heimildar. Eftir hádegi fór Sigrún og Hallgerður upp með sleða og rendu sér á sleða og slöngu og svo enduðum við kvöldið með að fara í reiðhöllina á kvöldvöku. Sigrún vann gjafabréf kók og pylsa hjá shell sport.
Á sunnudeginum fórum við í sund og buðum Hallgerði með og bakaði ég svo spelt vöfflur um kaffileitið.
Næstu helgi erum við að fara á samkaupsmót í körfubolta eða Sigrún að fara með liðinu sinu á sitt fyrsta mót og ætlum við að fara á föstudaginn suður eftir vinnu. Orri frændi var að hafa samband og sonur hans Ásgeir verður að spila með Breiðablik vonandi hittum við þá.
Jæja nú ætla ég með stelpuna til tannlæknis.
bæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2009 | 16:44
Vetrarleikar í Tindastól á Sauðárkróki um helgina!
Hæ, hæ
Já sjónhornið kom út í dag og rosalega flottir vetrarleikar sem verða haldnir hér á Sauðárkrók eða nánar í Tindastólnum okkar um helgina.
Ég var að setja inn myndir af Sigrúnu Þóru í hennar myndaalbúm á blogginu. Þetta eru myndir sem feykir tók.Digital myndavélin mín er ekki alveg að virka. En tók samt myndir og ætla ég að framkalla á gamlamátann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2009 | 15:44
Öskudagurinn 2009
Öskudagurinn 25.Feb 2009
Já það var vaknað á mínum bæ um 6:30 ég skellti mér fyrst fyrir framan spegilinn og gerði mig klára áður en ég vakti skvísuna mína. Það var sko mikil tilhlökkun hún dreif sig á fætur og fór í fötin sem við fundum í skápnum mínum fyrr um daginn. Hún varð pönkari, bleikar leggings,bleikar glimmer legghlífar, bol og silfurgrátt glimmer belti, og svartan bol innan undir, hún fékk svaka andlitmálingu í framan og svo vöfflur í hárið og spennur, Sindri vaknaði svo og var hann Siggi sæti úr Latabæ og fór hann í leikskolan í dag. Þau hittust svo um kl. 9 í skaffó allur fjöldin um 9 krakkar sem fóru um bæinn á tveim bílum og þakka ég Ingurósu og Maríu f/aksturinn svo var ball í íþróttahúsinu.
Það er búið að vera svakafjör í vinnunni og allir mættu með hatta, slæður og gerðu sig sæta til að taka þátt í deginum með krökkunum. Ég var með svaka flott ananas sól gleraugu sem slógu í gegn og hatt og gaf ég krökkum mola. Fannst sumir leggja mikið í sönginn og hinir rauluðu bara til að fá nammi. Það voru tvær mömmur sem sungu fyrir mig og fengu nammi fyrir... Dóra og Kristín takk fyrir sönginn. Það er mynd af mér hér inná mínu myndaalbúmi.
Ég skellti mér i gærkveldi í kaffistofuna hjá vörumiðlun í að læra að prjóna, Pabbi var heima og passaði...rosalega var gaman þarna voru konur bæði vanar og óvanar eins og ég og meiri segja konur vanar að prjóna en voru að vikta við hekl og fengu aðstoð...bara skemmtilegt og ætlar þessi hópur að mæta í hús frítímans á fimmtudagskvöldið hvet ykkur sem er hér á krók að skella ykkur.
jæja farin í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2009 | 12:13
Það var ekki þur blettur á mér í gær!!!!!!!
Já það var ekki þur blettur á mér í gær fór í spinning tíma díses hvað þetta var erfitt og gaman, leið svo vel á eftir fór svo í matarboð til Kristínar í fiskibollur og var nú gott að sleppa við eldamenskuna í þetta skiptið. Takk fyrir okkur. Hlakka til helgarinnar vona að ég finni mér pössun á laugardagskvöldið.
Jæja svo það er sprengidagur í dag og margir borða saltkjöt og baunir í tilefni dagsins. Pabbi ætlar að koma og elda er bara í því að láta aðra bjóða mér í mat. He,he.
Svo er öskudagurinn að renna uppá morgun og Sigrún Þóra er búin telja niður daganna og ætlar hún og Sindri Snær að vera sjóræningjar. Sigrún ætlar í bæinn með nokkrum vinum. Það er búið að birgja mig upp með miklu gotterý hér í afgreiðslunni í vinnunni svo mikil tilhlökkun að fá krakkana í heimsókn á morgun.
Það er búið að vera íþróttadagur í skólanum í dag. Allir mættu í stóra íþróttahúsið í morgun og það var ýmislegt á dagskrá. Sigrún er svo örugglega á labbinu til mín og ætlum við að fá okkur eitthvað í svanginn.
Jæja nú ætla ég að halda áfram
sjáumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 09:37
Bollur,bollur, bollur
Bolludagurinn 23. feb.2009
Jæja þá er helgin búin það gekk nú á ýmsu. Við fórum aðeins á rúntinn á laugardaginn og ekki frá sögu færandi þá var ég að keyra götuna hjá barnaskólanum þar sem þrenging er kemur smá hraðahindrun ég var svo blind og keyrði uppá og það sprakk á báðum dekkjum hægra megin. Það kom góður Frændi til bjargar sem bjargaði mér öðru auka dekki. Takk enn og aftur Halldór. Það var snjór og engin aðvörun, ég lét Lögregluna koma og kærði v/ engar merkingar nú fer ég í bæinn og krefst bóta og vona þeir setja upp merki.
Við erum búin að vera heima síðan á miðvikudaginn, Sindri var með háan hita og Sigrún ældi það kvöld og vorum við heima um helgina. Sigrún fékk nú að fara í sveitina á laugard með vinkonu sinni Önnu M og gisti hún þar. Þar var margt að sjá hænur, kýr,kisur,kindur og hestar og fékk hún að fara í bío á Bolt í gær. Við kíktum svo í smá afmæliskaffi til Dóru í gær. hún á afmæli í dag. Til hamingju.
Það á að skella sér í spinning í dag og svo í mat til Kristínar í fiskibollur.
Jæja læt þetta blaður mitt duga.
kveðja!
Þorgerður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2009 | 10:43
Hálf blind á vinstra auga!!!!!!!
Jæja hvað er að frétta!!!!!!!!!!!!!
Ég varð nú fyrir því óláni um helgina að fá fingur uppí vinstra auga, sindri og ég vorum að borða morgunmat á laugardagsmorguninn og hann ekki eitthvað sáttur við mömmu sína og rak fingurinn í augað bara alveg óvart. Ég eyddi sem sagt helginni í rúminu og for á læknavaktina í kópav til að láta kíkja og var frekar stór rispa fékk sýklalyf díses hvað þetta var vont. Þurfti nú aftur að hringja í lækninn vegna þess að ég var með mikla verki og hann lét mig hafa deyfidropa sem björguðu bara miklu. Enn þá ekki komin með fulla sjón, fór uppá heilsugæslu áðan og mér var sagt að gæti alveg tekið 2-3 vikur að jafna sig alveg. Já vorum í borginni. Sigrún Þóra fór til pabba síns á föstudagskvöldið og gisti þar eina nótt og skemmti hún sér vel. Ég og Sindri vorum hjá pabba og Margréti og fóru þau með hann út á laugardeginum meðan ég var í rúminu og hlustaði á útvarpið gat ekki neitt annað.
Fór á fund hjá körfuboltanum í gær það er verið að stefna að fara á Samkaups mótið sem er haldið í keflavík 7-8.mars.
kveð að sinni.
Þorgerður. Sigrún Þóra og Sindri Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2009 | 09:27
Þriðjudagurinn 10.feb.2009
Hæ.
Bara komin þriðjudagur þetta er fljótt að líða og Sindri kemur heim í dag.
Við gerðum margt um helgina síðustu. Fórum á Ak á laugard margt var gert . Bónusferð, rúmfatalagerinn, hittum Sindra, Bíóferð Sigrún Þóra, Ásthildur og Ríkarður fóru á Skógarstríð. Ég og Jóhanna mamma ríkarðs fórum og fengum okkur kaffi og köku. Náðum í liðið og brunuðum um 18 úr bænum. Við borðuðum svo saman heima hjá mér um kvöldið. Svo fórum við á skíði á sunnudeginum með Maríu björk og Ásthildi og við vorum komin uppí fjall uppúr hádegi. Rosalega var gaman og fjölgaði fólkinu um daginn. Það var mjög gott veður og góð færð. Sigrún sagði við mig, mamma við ætlum að fara aftur uppí fjall. Ekki frásögu færandi gekk mér vel hef ekki farið á skíði um 10-15.ár þetta er bara eins og að hjóla...he,he datt bara einu sinni og það var nú bara smá klaufagangur datt í lyftunni eða á maður ekkert að segja frá svona.
Ég er byrjuð í ræktinni keypti mér mánaðakort og fór í body pumb í gær, rosalega gaman og ætla nú að stefna á því að fara í hád.
Sigrún Þóra fékk svona rosalegan hausverk/mígreni í gær. Hún svaf í um 20 tíma.
Jæja nú ætla ég að fara að halda áfram að vinna.
bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 13:09
Fimmtudagurinn 5.feb og -14 gráðu frost...mrr
Hæ,
Já það er kalt úti og verður það þannig næstu daga samkvæmt veður fréttum. Það er í lagi meðan er ekki vindur.
Allt gott að frétta af okkur á króknum, Sigrún mín er dugleg í sportinu í frostinu -13 var á sundæfingu í gær og ég spurði hvort hefði ekki verið kalt, nei það var bara þoka mamma (uppgufun).
Sindri Snær er bara frábær honum fer svo vel fram að tala og er algjör íþróttaálfur alltaf að gera æfingar. Ég fór á foreldrafund í síðustu viku og var Herdís fóstra ánægð með guttan. Hún sagði að hann væri með smitandi hlátur, oftast í góðu skapi, tekur þátt í öllu starfi finnst gaman að smakka mat. En ef hann væri í fílu þá væri það ekkert á milli mála.
Hann er að fara til pabba síns um helgina og ætlar Auður amma og Óli afi að taka hann með norður á morgun og kemur hann til baka á þriðjudag. Svo að verður löng helgi hjá okkur mæðgum við ætlum að fara norður á ak á laugardeginum skella okkur á skauta,bío eða eitthvað svo heim um kvöldið.
Jæja læt þetta duga í bili í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 15:22
Mánudagurinn 2.feb 2009
Sæl verið þið.
Það er svo fallegt gluggaveður úti sólin skín á Tindastól og -8 gráður þá er nú gott að vera inni. Það var nú ýmislegt gert um helgina. Sigrún Þóra var nú lasin fékk einhverja rest af ælupest og vorum við heima á föstudeginum og gerðum við vöfflur og buðum við Þóreyju hans Dadda heitins í kaffi. Fengum svo gesti á laugardagskvöldið og var kjúklíngaréttur með mangó og nýbakað Nanbrauð smakkaðist vel.
Ég skutlaði börnum í hofsós til pabba á sunnudeginum eftir hádegi og brunaði svo aftur á krók til að hjálpa Dóru og Hallgrími að flytja, þau voru að koma aftur á krók eftir útlegð....og fór ég svo aftur í gærkveldi og gistum við þar.
Finnst ég vera með bjúg verð að standa mig að drekka meira vatn og fara að hreyfa mig. Ætla að kaupa mér kort í ræktinni, spá hvort ég kaupi ekki 1.mán og ef ég stend mig að kaupa 3.mán.
Jæja bið að heilsa í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2009 | 16:38
vikan hálfnuð og helgi framundan..
Hæ,hæ
Já ég skrifa frekar seint, mikið að gera i vinnunni. Er að vinna til 16:45 og Sindri er hjá Sólveigu frænku á meðan. Það er nóg að gera hjá Sigrúnu þóru hún var á sundæfingu til 16 og þaðan fer hún í vinahóp til 17:30 og þá fer hún á uppskeruhátið á ólafshúsi v/sundsins.
Markmið hjá mér að kaupa aftur kort í ræktinni eftir spá leti pásu. En nú er Dóra vinkona að koma heim á laugardagskvöldið svo förum við og kaupum kort 2.feb og ætlum við að taka vel á í ræktinni.
kveð í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)