Færsluflokkur: Bloggar

Þetta er svo skrítið að vera búin að afhenda lyklanna af skógargötunni.

Góða kvöldið!

Jæja þá er búið að afhenda lyklanna af húsinu mínu,vona bara að þau fari vel með húsið mitt.  Við krakkarnir búum hjá mömmu á meðan. Og höfum það næs. Sindri fer í bað á hverju kvöldi og er sofnaður um 20:00.  Sigrún Þóra litla skvísan mín er að verða 7.ára 18.júní og Ægir minn að verða 35ára munur að þau eiga sama afmælisdag.

 Ég sit hérna heima hjá mömmu og er að fá mér eitt glas af hvítvíni, held að kellan  hún mamma hafi skelt sér uppá golfsvæði það er svo gott veður. En samt  að koma einhver þokubakki svo týpist þegar maður er komin í helgarfrí og ætlar að njóta þess að liggja í sólbaði hér heima á frónni. En það er geggjað veður í danmörku ,hitinn fór uppí 30 gráður og Ægir minn var að stikna og svo eru einverjar flugur að pirra hann...he,he. og svo á að vera líka gott veður á morgun í danmörku 27 stig og heiðskýrt sá ég í veðurspánni í kvöld. Hann ætlar að skreppa til köge sem er við ströndina og reyna að fá einhvern físk. Þvottavélin biluð hjá þeim svo nú verður handþvottur á morgun bara alveg eins og í gamla,gamla daga..hí,hí.

Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili. Góða helgi

Kveðja Þorgerður

Sigrún er hjá afa sínum um helgina og þau ætla í húsbílaferðalag.


Loksins búin að þrífa húsið og afhending á föstudag 8.júní.

Hellú!!

 Jæja þá er búið að þrífa,skrúbba og bóna húsið mitt, fékk góða aðstoð frá vinkonu minni Arndísi við vorum til 00.00 á miðnætti í gær að ganga frá.

kveðja Þorgerður

skrifa meira í dag.


Það er komið sumar!

Hæ!

Það er loksins komið sumar manni langar helst að vera úti í svona góðu veðri, en maður verður innilokaður í vinnu til 16:30, kannski maður skreppi út í hádegismat. Ég og krakkarnir löbbuðum í morgun til skóla og dagmömmu og svo labbaði mín á Áka og náði í bílinn sem var í umskiptinum á nagladekkjum yfir á sumardekk .

Ég er enn að pakka niður en þetta fer nú að klárast svo á eftir að þrífa,skrúbba og bóna áður en leigjendur taka við á mánudaginn 4.júní.  Svo fer nú að styttast í útlandið. Á eftir að fara í myndatöku með börnin mín á sýsló og fá vegabréf. Það er svo margt sem þarf að gera í júní, að hann verður fljótt búinn.

Sigrún ætlar svo að halda upp á afmælið sitt einhverntíman við 18.júní og ætlar að fá að bjóða öllum krökkunum úr bekknum og nokkrum úr hinum bekknum  í veislu. Svo ætlar skvísan ég að halda uppá 30.ára afmæli og kveðjupartý í leiðinni.

 

Jæja ég ætla láta þetta duga í bili,

sumar kveðja Þorgerður


I baunalandi fast ekki godar grænar baunir :(

Sælir fronarbuar, thetta er Ægir sem skrifar nuna.

Lifid her gengur nu sinn vanagang, vakna kl.0400 ad morgni dags til ad vera mættur til vinnu kl. 0700.

Ferdin i morgun var ödruvisi ad thvi leyti til ad eg taldi 11 eldingar a leidinni sem tekur ruman klukkutima ad keyra. Assgoti gaman. hehehe Eg er ad setja saman eldhusinnrettingar og fataskapa og verd ad thvi næsta arid. Mikid er eg farinn ad sakna thorgerdar, gunnars, sigrunar, audar og sindra.  Eg byrjadi a thvi ad skoda myndir thegar eg fekk tolvuna og thad var geggjad, en mamma segir ad sindri se sami mommustrakurinn og alltaf hehehe.

Jæja eg ætla ad lata thetta duga nuna thid heyrid meira i mer i vikunni. 


Loksins kom sumarið.

Hæ.

Loksins kom sumarið , horfði á veðurspánna í gærkveldi og það á að vera rosalega gott framm yfir næstu helgi, 19 stig á laugardaginn inn til sveita. Maður verður sem sagt að skreppa þá í einhverja sveit,,,he,,he.

Helgin gekk vel, mamma átti afmæli á sunnudaginn og var með kaffi þetta gamla góða pönnukökur,heitan brauðrétt og auðvitað marengsköku með rjóma á milli.  Auður Katrín fósturdóttir mín kom um helgina og Sigrún og hún léku sér svo vel saman, ekkert mál að hafa hana var líka dugleg að passa Sindra bróðir sinn. Sigrún fór í afmæli til vinkonu sinnar Ásthildar. Skvísurnar okkar eru sem sagt 7 ára þetta er sko fljótt að líða.

 

Læt þetta duga í bili

kveðja Þorgerður

 


25.stiga hiti í baunalandi. Kveðja frá Ægi

bara geggjað stundum of heitt.


Skítaveður á frónni, hvar er sumarið!!!

Hæ.

 Ekki í lagi hjá þessum veðurguðum á norðurlandi eða íslandi, tindastóll er orðin hvítur og skítaveður,  eins gott að maður sé að flýja til baunalandsins þar i dag á að vera 19 stig og sól samkvæmt veðurspánni í gærkveldi.  Ætli Ægir minn sé orðinn brúnn eða bara rauður.

Svo á laugardaginn núna sem er að koma ætlar Ægir að hitta mömmu sína og Óla þau eru að koma á land í Hansholm i danmerku á húsbílnum og keyra svo niður eftir til Silkiborgar og hitta Ægi, þar ætlar hann að troðfylla bílinn af dóti sem ég var búin að láta tengdó hafa, ég held að ég hafi sett of mikið....úbs það verður bara að koma í ljós hvort hann bindur eitthvað á þakið..hí,hí og svo ætlar hann að gista eina nótt hjá þeim, það verður bara stuð hjá þeim.

Og ég sit hér heima í skítakulda ég hef þá góða ástæðu að klára sem er eftir heima fyrir. Auður Katrín fósturdóttir mín ætlar nú að fá að vera um helgina, ef veður leyfir. Hef það verður nú ekki fljúgandi hálka og snjór á heiðinni við erum svo miklar skræfur ég og Gestheiður sem er mamma hennar Auðar að keyra í hálku.

Allt gott að frétta af börnunum mínum, Sindri er frakkur að standa upp allsstaðar sem hann getur vill nú helst ekki sitja og stundum er bara erfitt að láta hann á gólfið. Það er farið að sjást i eina tönn í neðri góm.

Af Sigrúnu Þóru er allt gott að frétta hún gisti hjá ömmu sinni í nótt,  er að klára skólann og stefnan er nú að fara í sveitaferð á morgun en aldrei að vita hvort það verði aflýst vegna veðurs. Hún er á fullu í fótbolta sem er einu sinni í viku og svo er að byrja sumar Tím  sem er tómstundir,íþróttir og menning.

 

Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili

kveðja Þorgerður baunafari

 


Stelpan ég er að verða þrítug í ágúst, trúið þið því!!!!!

Hæ.

Rosalega líður tíminn hratt ég er að verða þrítug í 17.ágúst komin með tvö börn og mann sem er fluttur til danaveldis og mín að fara á eftir honum eins og allir vita.  Það er núna mánuður í dag að ég hætti í vinnunni þetta er alveg ótruglegt fljótt að líða. Var að setja síðustu kassana til tengdó og húsbíllinn er troðfullur af kössum,he,he vona að Ægir geti komið þessu fyrir í bílinn þau ætla að hittast einhversstaðar á miðri leið. Við erum svo að fá lyklana afhenta fljótlega  í nýja húsinu okkar úti . Vá hvað ég er orðin spennt........svo á eftir að ganga frá restinni niður í kjallara og þrífa og afhenda lyklanna af skógargötunni. Það eru nokkri búnir að bjóðst til að hjálpa svo það aldrei að vita hvort ég nýðist á þeim að hjálpa mér að þrifa og pakka. Svo verður slegið upp smá kveðjupartý og þrítugsafmæli áður er skvísan fer úr landi. Og auðvitað líka fyrir Sigrúnu Þóru hún verður 7 ára 18.júni og karlinn minn 35 sama dag.

 

Ég er ekki lengur með tölvu heima Frown en fer nú að flytja  á hótel mömmu þanngað til að við förum út. 

 

Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili

kv! Þorgerður


Fer að styttast í útlandið!!!!!

Hæ, takk fyrir síðast já það er alltof langt  síðan að það var bloggað.

 Ég er búin að vera týnd í kössunum heima og það gengur vel að pakka, fór með fyrstu kassana til tengdó þau eru að fara austur á morgun, þriðjudag. Þetta er allt að styttast að fara til danmerku í sól og hita. Vá hvað ég er farin að hlakka til að hitta karlinn minn, og hann saknar okkur rosalega mikið.

Það er allt gott að frétta af Sindra hann er farinn að nýta hverrar mínutur að standa upp við allt sem hann finnur, svo áðan var ég a setja hann til dagmömmunnar þá fór hann að veifa og svo eru að koma tvær tennur i neðri góm. Ætli hann labbi ekki bara til pabba síns á flugvellinum úti,,he,he aldrei að vita.

Hjá Sigrúnu Þóru er allt gott að frétta hún fór í útlegð frá mömmu sinni í tvær nætur, gisti nú hinum megin í götunni hjá Heru vinkonu sinni. Það gekk svona líka rosalega vel, svo kom Ásthildur og gisti hjá okkur næstu nótt og þær gistu í stofunni. Þær voru nú stundum þrjár, Hera bættist við en hún vildi ekki gista. Sigrún mætti í Árskóla niðri hjá félagsmiðstöðinni og þar ætla 10.bekkingar að leika við þau til 9:30 og þau halda svo í skólann. Nú fer skólaslitin að nálgast og litila stelpan mín að verða 7ára það verður stór veisla haldin í ömmu húsi.

 

Jæja læt þetta duga í bili kveðja Þorgerður

p.s það er ekki hægt að komast inná heimasíðunar hjá krökkunum eins og er, á eftir að borga áskriftina.


Þetta verður helgin sem verður byrjað að setja ofan í kassa!

Hæ.Cool

Í gærkveldi fór ég í heilsuklúbb og við ætlum að hittast núna einu sinni í viku í 6 vikur. Kom heim um 23:30 sagði við pabba að ég ætlaði ekkert að vera lengi. ..Viti menn var nú allof lengi, En hann var nú búin að búast við því. Nú verður tekið á þyngdinni og spikinu til þess að líta vel út i danaveldi og nektarnílendunum...he,he, bara djók. Ég var full af orku þegar ég kom heim byrjaði að setja ofan í tvo kassa og taka til, setja í þvottavélina og svoleiðis húsverk og fór nú ekki að sofa fyrr en um 2 þá vaknaði sindri..svo það var nú ekki mikið sofið í nótt.

Sigrún er að fara í afmæli til Birnu Maríu bekkjarsystur á morgun, mamma kemur norður á morgun hún er búin að vera í golfi á spáni í nokkradaga í sól og hita. Ekki slæmt...

 

Jæja ég ætla að hætta þessu bulli og halda áfram að vinna. Góða helgi! Þorgerður(danmerku fari)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband