Færsluflokkur: Bloggar
26.4.2007 | 12:08
Sól fer hækkandi og sumar komið í danmörku!
Ég er greinilega ekki að standa mig á að halda utan um þetta blogg. Það er eitthvað svo mikið að gera heldur maður eða tíminn líður apríl að verða búin. Og ekki byrjuð að setja ofan í neinn kassa
Þetta er allt að gerast og mikil tilhlökkun að fara til danaveldis í sól og hita, veðrið þar er búið að vera um 16-20 stig ekki slæmt og fer hækkandi. Brottför 29.júní morgunflug þetta verður bara geggjað að prufa að búa í nýju landi.
Stefnan er að Sigrún Þóra og við förum suður helgina 4mai-6mai og hún fái að gista hjá pabba sínum eina nótt. Ég er búin að hringja í kalla pabba hennar og þetta er svona 999999 líkur að þetta verði af. Það verður bara gaman. Sindri stækkar og stækkar skríður um allt og farinn að láta heyra vel í sér í tóner. Það er eitthvað farið að sjást í tvær tennur og hann er eitthvað pirraður þessa daganna og næturnar. Það er bekkjarkvöld í skólanum hjá sigrúnu og það eiga allir að mæta í náttfötum ekki lýst mér nú á, þetta verður eitthvað skrautlegt. Hjúkk var að hringja í kennarann og það eru bara börnin sem mæta í náttfötum.
Jæja ég er í vinnunni og ætla að fara að skella mér í mat heyrumst síðar
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 23:41
Unnin voru skemmdarverk á 5 bílnum á skógargötunni,
Hæ,hæ
Það voru unnin hér skemmdarverk á 5 bílum hér í kvöld þar á meðal minn bíll sem ég ætlaði að fara að selja, önnur hliðin sem sagt farþega megin var öll tekin og rispuð.. Lögreglan kom hér á svæðið og tók myndir. Nágranna konan mín kom hérna og bankaði hjá mér og sagði mér frá þessu ég var niðri í kjallara ásamt tengdó og klára að þrífa og henda niðri í kjallara en það er nóg enn að taka og fara í gegnum dótið og svo á eftir að sortera föt nóg að gera hjá kellu...
Jæja ég ætla að fara að sofa
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 12:22
Sindri er farinn að skríða um allt og segja mamma
Hæ langt síðan síðast að ég hef bloggað.
Þið verið nú bara að afsaka, tíminn líður eitthvað svo fljótt. Ég verð að fara að skipuleggja mig með að pakkan niður í kassa, ég er sem sagt búin að fá leigjendur og búin að selja tjaldvagninn svo það er nú ekki mikið eftir að gera í þeim málum nema að selja 7.manna glæsikerruna. Ef þið hafið einhvern kaupanda endilega látið mig vita.
Við erum búin að fá íslenska nágranna frétti ég í gengum minn danska kærasta hann Ægi, hann er að fara að hjálpa þeim að taka út úr gámnum í mai. Þau eru með tvö börn eina sem 7ára og svo 4ára. Þetta verður bara gaman, farin að hlakka mikið til. Búin að panta flugið og að verður farið út þann 29.júní morgunflug.
>Nú er ég byrjuð í heilsuátaki með herbalife, svo þið fáið einhverjar fréttir frá mér hvernig gengur.
kveð að sinni þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 13:30
skilaboð frá dananum mínum. 18.stiga hiti og heiðskýrt í köben
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 09:43
Senn líður að páskum
Hæ, hæ.
Voða líður þetta fljótt þessi vika ,það er komin miðvikudagur og styttist í helgina, bara alltaf helgi......
Í gærdag var Sigrún Þóra ásamt bekkjarsystkynum sínum að lá í gegn, þau voru sýna leikrit um ávaxtakörfuna þetta var bara flott hjá þeim. Sindri fékk að vera hjá ömmu Auði og Óla á meðan mamma og amma fóru á sýnunguna. Sigrún Þóra gisti hjá ömmu sinni í nótt og við Sindri heima hjá okkur og við vöknuðum eitthvað í seinni kantinum en þetta hófst allt saman og við komust til dagmömmu og vinnu á næstum réttum tíma. Það gengur eitthvað erfitt að ná í Ægi nú er tveggja tíma mismunur ég er alltaf svo sein að hringja í hann, þá er hann sofnaður vaknar snemma á morgnanna farin að sakna hans.
Farin að kaupa páskaskraut f/vinnuna.
Læt heyra í mér sem allra allra fyrst. Kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 10:57
komin helgi!
hæ,hæ langt síðan að ég hef bloggað!
Ein önnur helgin, það er alltaf helgi eða það finnst mér!
Jæja það er allt gott að frétta af dananum mínum honum Ægi. Þeir eru 3 íslendingarnir sem ætla að eyða helginni saman,þeir grilluðu svín í gærkveldi. Voru svo að fara á einhvern markað í dag. Kíka á húsgögn í nýja húsið okkar sem verður í Ringsted það er 31.000 manna bær, þið getið kíkt inná ringsted.dk heimasíðuna í þessum bæ sem við ætlum að búa. Vá ...........hvað ég er farin að hlakka til. Lífið hér á skógargötunni er fínt, við söknum Ægis. En við tölum við hann í gengum msn og auðvitað líka síma svona annað slagið. Við erum búin að bjóða Guðnýju vinkonu og börnunum hennar í mat í kvöld, ætlum að elda einhverja kjúlla. Og fara á trúnó.....he,he. Hvernig væri nú að fara að gera eitthvað í þessu húsi, vaska upp, búa um og margt fleira.
Nú er Sigrún dagmamma búin að flytja svo það verður farið á hólavegin á mánudaginn, þá verður þetta allt í leiðinni fyrir mig, Sigrún Þóra fer fyrst út, þá í skólann svo Sindri til Sigrúnar dagmömmu og ég í vinnuna, allt í leiðinni. hvernig skildi krökkunum líka við nýja húsið. Vonandi bara vel.
Ekki vera feimin og skrifa í gestabókina !
bið að heilsa í bili,
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 21:20
byrjaði að vinna í dag!
Dagurinn í dag gekk nú bara vel. Það var farið snemma á fætur á skógargötunni Sindri vaknaði kl.6 svo það var ekkert annað en að skella sér fram ekki þoldi hann að liggja lengur. Við fórum og gerðum okkur klár og svo hringdi síminn um 7 og þá var það Ægir að hringja frá danaveldi og allt gott að frétta af honum. Hann býr í íbúð sem Halldór smiður á og þar leigir annar íslendingur hann á tvo hunda minnir mig að hann hafi sagt, og hann fór út að viðra þá í dag. Það er margt að sjá í sveitinni sagði hann, froska,broddkelti,bamba og mikið af ávaxta trjám.......nammmmmmmmmmmi þetta er eitthvað fyrir okkur. Þegar klukkunni var að verða 7:45 þá hentumst við i bílinn og ég skutlaði Sigrúnu í skólann og svo keyrði ég lengst upp í hverfi með Sindra til dagmömmu og svo fór ég í vinnuna og það var vel tekið á mótí mér, dagurinn leið fljótt og það var komið vonsku veður. Sigrún fór á fótbolta æfingu kl 16:00. Við borðum svo hja múttu og svo ætluðum við Sindri að fara heim á skógargötuna en þá var nú komið mikið flóð á götuna, vonandi kemur ekkert fyrir í kjallaranum, svo ég stökk yfir og náði í föt á okkur Sindra og flúði heim til múttu.
Jæja nú ætla ég að láta þetta duga í bili, góða nótt
kveðja Þorgerður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 21:40
Ægir er farinn af landibrott og lenti heill og höldnu í Danaveldi í dag.
Vildi svona láta ykkur vita.
Kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 13:31
Nú er þetta allt að ske, Ægir er að fara í flug frá Akureyri og út á mánudagsmorun til danmerkur.
Góðan daginn.
Það var farið snemma á fætur á skógargötunni, yngsti snáðinn vaknaði upp úr 6:30 og þá var ekki aftur snúið nema að skella sér framm. Svo tíndist fjölskyldan framm, Sigrún og svo Auður og Ægir var náttúrlega síðastur til að opna augun. Þá fóru allir að græja sig, og það var farið út úr húsinu um 9. Og við skutluðum Sigrúnu til vinkonu sinnar niður í reiðhöll þar sem Kristín vinkona hennar var á námskeiði, og svo ætluðu þær að fara í afmæli til bekkjarsystur sinnar og nennti ekki með inná akureyri. Við vorum að stíga upp frá kveðjukaffi hjá Árna og Rakelar....fengum þessar fínu lagtertur og margt fl. Svo skutlum við Ægi á flugvöllinn á eftir ...það verður langt þangað til næst við við sjáum hann, það eru um 3 1/2 mánuður. En kannski fer ég eina helgina út til þess að skoða aðstæður en það verður bara að koma í ljós með hækkandi sól.
Jæja ég læt þetta duga í bili þangað til næst
Kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2007 | 19:57
við erum að flytja til Danmerkur í sumar!
Góða kvöldið.
Okkur langaði að leyfa ykkur að vita af því að þessi fjölskylda ætlar að flytja til Danmerkur í ár. Ægir fer á undan okkur og við hittum hann ekki fyrr en eftir 3 mán.
Bið að heilsa í bili!
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)