Færsluflokkur: Bloggar
Hæ, hæ langt síðan að ég hef bloggað.
Ég hef nú ekki verið í neinu stuði þessa mánuði.
Ég tók mig nú til í gærkveldi og tók hillusamstæðuna sem er inní stofunni í sundur og byrjaði að pússa og mála fyrstu umferð í gær. Langar í einhverja tilbreytingu. Hún verður hvítmöttuð á litinn. Ætla að kaupa aðrar höldur inná Akureyri á fimmtudaginn þegar ég fer í vikunni. Svo þarf ég að losna við þetta stóra eldhúsborð og fá mér minna af því að húsið mitt er ekki stórt svo verður kjallarinn tekinn í gegn um helgina eða um páskanna. Held að Þóra systir ætli að koma svo aldrei að vita hvort væri hægt að þræla henni eitthvað út....
Af Sigrúnu Þóru er allt gott að frétta hún er í fótbolta 2 sinnum í viku og finnst rosalega gaman. Hún ætlar að fá að labba ein heim í dag og er með lykil þetta er nú bara klukkutími þangað til að ég kem. Þau eru að æfa leikritið draumurinn í skólanum sem verður sýndur eftir páskana eða í byrjun apríl.
Af Sindra Snæ er allt gott að frétta hann er hjá Maríu dagmömmu á daginn og þar er fjör á hóli þar eru Arndís, Emilía, Gabríel og Sindri alltaf voða gaman. Strákarnir í hópnum þeir Sindri og Gabríel eru oft miklir prakkarar og mikið hlegið. Þau eru mikið úti. Eftir að ég kem og sæki hann þá hef ég tekið eftir því að hann vill bara fara heim ekkert að fara í heimsóknir með mömmu sinni bara strax heim gott að vera heima.
Jæja það bíður mín stór bunki af heimilsfangabreytingum
Kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 14:53
Reykjavík um helgina.
Hæ, hæ frekar lítið að gera í vinnunni svo ég datt óvart hér inn og ætla að reyna að blogga eitthvað.
Ég ætla sem sagt að skreppa í borgina um helgina og skilja Sindra eftir hjá pabba sínum og systur sinni Auði þau ætla að skreppa hér yfir á krókinn og eyða helginni hjá Auði og Óla. Sigrún Þóra ætlar að koma með suður og gista eina nótt hjá pabba sínum og ásu. Ég fer eitthvað á flæking og hitti vinkonur og skreppi kannski á útsölur.
Fólk er í óðaönn að taka niður jólaskraut eftir jólin. Ég ætlaði nú að vera svo dugleg í gærkveldi en sofnaði með Sindra kl.21 og vaknaði að fögrum blund kl eitt í nótt. Sigrún svaf nefnilega hjá ömmu sinni.
jæja ég hef ekkert að segja bið að heilsa í bili
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2008 | 14:00
Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu
Hæ,hæ
Jólin voru nú bara nokkuð góð. Það var nú ekki mikið sofið út en aftur á móti gerði Sigrún það. Sindri var svo sprækur að hann vaknaði á nýársmorgun 5:30 og hina dagana um 6:30. En svo týpist þegar fólk fer í vinnu þá getur hann sofið til 7. (svindl) ................. Við vorum oft komin út um 9 og fórum útí snjóinn, og renndum okkur niður götuna á sleðanum og mikið borðað af snjónum eða það var sindri sem fannst hann svo góður...en svo þurfti snjórinn að fara frá okkur....mikill söknuður. Og meiri segja komst frostið uppí -14 gráður einn daginn og Sindri svaf úti í vagni í 3 tíma, meiri segja labbaði í apótekið.
Það verður ekkert um nein áramótaheit vegna þess að þegar ég hef verið að lofa sjálfri mér þá hefur ekkert gerst.
Læt þetta duga í bili, þarf að fara að vinna
Heyrumst þangað til næst
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2007 | 10:54
Engin Jólakort send út í ár/jólakveðja frá blogginu......hó,hó
hó,hó.hó
Þetta árið verður ekki send út nein jólakort, árið í ár er búið að taka sér stakkaskiptum og fækkað í fjölskyldunni. Um síðustu jól voru um 300 pakkar undir jólatréinu en í ár verða færri þau eru tvö börn á heimilnu í ár en í fyrra voru þau 4. Svo þetta verða rógleg jól. Við fluttum til danmerkur í lok júní og þetta mætti kannski kalla það langt sumarfrí vegna þess að ég flutti hingað á klakann aftur í september með börnin tvö. Eins og flestir vita hættum við Ægir saman. Litla fjölskyldan fluttum inná hótel mömmu í nokkrar vikur og gekk sú sambúð vel. Og svo erum við flutt í húsið okkar á skógargötunni. Mamma stóð sig nú alveg frábærlega en nú er konan að fara til sólarlanda yfir jól og áramót ásamt þóru systir. Í fríi frá okkur.........he.he
Mig langar að þakka pabba fyrir alla hjálpina og Mömmu og Þóru systir, Arndísi vinkonu og vinum , takk fyrir að hafa verið til staðar.
Mig langar til að senda vinum og ættingjum GLEÐILEG JÓL OG FÆRSÆLT KOMANDI ÁR OG VONANDI VERÐA FLEIRI BLOGG FÆRSLUR OG FLEIR MYNDIR INNÁ BARNALANDI Á NÆSTA ÁRI.
JÓLAKNÚS !
ÞORGERÐUR , SIGRÚN ÞÓRA OG SINDRI SNÆR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2007 | 15:58
Ekki í bloggstuði þessa daganna.
Hæ,hæ það verður ekkert bloggað í bili.
Kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2007 | 09:21
Beggi blindi kom í gærkveldi
Hæ,hæ
Við erum búin að vera heima ég og Sindri síðustu tvo daga, dagmamman er bún að vera lasin svo við erum búin að vera að þrífa og hengja upp jóladót og gera fínt hjá okkur. Pabbi kom í gær og setti hurðina aftur á herbergið hennar Sigrúnar. Þá kemst sindri ekki lengur inn og skemma fyrir systur sinni.. Pabbi passaði fyrir mig í gærkvöldi ég fór að vinna í félagsmiðstöðinni, en ég var send út á flugvöll og sótti þar Begga blinda. Beggi var með uppstand í félagsmiðstöðinni í gærkveldi og svo í dag er hann með fyrirlestra í skólnum í dag á króknum. Beggi missti sjónina f/6árum þegar hann var 16.ára og er með staf sér í hönd, hann er alveg blindur sér svona 1-2% þá er það ljósbirta. Ég sótti hann svo í morgun á gistiheimilið og keyrði honum upp í Árskóla um 8 og þar var vel tekið á móti honum. Hann hefur húmor í lagi.
Sigrún spáði mikið í þessu.
Jæja ég ætla að halda áfram að vinna , það er stór bunki af heimilsfangabreytinum sem bíður eftri mér.
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 11:01
vökuðum kl.7:30
Hæ hæ.
Það var aldeils flýtt sér fram úr þegar klukkan var 7:30 vöknuðum aðeins of seint margt þarf að gera áður en farið er til vinnu,skóla og dagmömmu, Sindri hefur nú alltaf verið góð vekjaraklukka en nú verður maður að fara að stilla gsm ekki hægt að treysta á litla kút . Við komum aðeins of seint í skóla og vinnu það munaði nú ekki miklu.
Það er nú bara orðið vorveður úti,eða mætti halda það á útimæli voru 7 gráður en það eru nú bara rúmur mánuður til jóla.
Það gengur vel á danska ótruglegt hvað má borða mikið og sérstaklega af grænfóðrinu og líður bara vel.
Ég hef svo ekkert mikið að segja læt þetta duga
Kveðja Þorgerður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2007 | 19:25
Nýja þvottavélin
Hæ,hæ
Það var vaknað eldsnemma í morgun á slaginu 7:10 og það var drifið sig fram og Sindri Snær vildi sína súrmjólk með hafrakoddum, svo var aðeins verið að mála á borðið og klínt í hárið með súrmjólk mmmmmmmmmmm . Svo var horft á söngvaborg með Masa og félögum.
Húsfreyjan á bænum fór að taka upp úr kössum, og niður í kjallara til að þvo í nýju þvottavélinni sem ég fékk á útsölu í skaffó. Ég hélt nú að það væri nú bara hægt að stinga henni í samband, jú maður þurfti að þvo einu sinni án fatnaðar. Mín sem sagt setti föt í vélina og stillti á 40 gráður....dísess þegar hún byrjaði að vinda þá fór allt á ferð og þvottavélinn hrisstist ekkert smá mikið...hélt á tímabili að hún ætlaði að taka sig til flugs. Hringdi neyðarhringingu til pabba sem veit nú ýmislegt, þá sagði hann að ég ætti eftir að taka einhverja öryggistappa úr vélinni. Mín fór að lesa sig til á dönska bæklingnum sem fylgdi vélinni byrjaði að skrúfa 4 skrúfur úr vélinni og setti fjóra plasttappa og gat nú þvegið. Maður á nú að fá svona upplýsingar´í búðinni að það þurfi að taka þessa tappa úr vélinni áður en maður byrjar að þvo, ekki vissi ég þettta kannski er ég bara svona mikil ljóska.
Sunnudagurinn að enda og við vorum í matarboði hjá mömmu og fengum lambahrygg ásamt öðru meðlæti..það fór sem sagt engin sósa á diskinn heldur soðið grænmeti og ein litið kartafla og auðvitað kjötið.
Jæja læt þetta duga í bili.
Kveðja húsfreyjan og brjálaða þvottavélin.he,he
Bloggar | Breytt 19.11.2007 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2007 | 08:43
Aftur að blogga.
Hæ, hæ já það er langt síðan að ég settist og bloggaði.
Það er margt búið að breytast síðan að ég var hér og bloggaði, eins og kannski flestir vita þá hætti ég með Ægi og flutti heima aftur á klakann. Ég er búin að búa hjá mömmu,eða hótel mömmu réttara sagt. Mamma flúði svo okkur og skrapp til útlanda í sólina, þvílíkur lúxus hjá henni en er nú að koma heim um helgina.
Er flutt í húsið mitt á Skógargötuna eftir smá litlar breytingar, fengum okkur nýja sturtu vegna þess að hin virkaði ekki nema nuddstútarnir ekki gerir nú mikið bara með þeim. Fengum gefins notaða eldavél og strákarnir hjá tengli ætla að koma á eftir og setja innstungu í vegginn. Hin innstungan var nú ekki innstunga, heldur einhver kassi með vírum og frekar brunninn eins gott að það kveiknaði ekki bara í eldavélinni meðan að ég er búin að búa í húsinu, held að sé komin um 6.ár.
maður fer svo nú bara að hengja upp jólaskrautið í leiðinni....................hí,hí það eru að koma jól.
Jæja nú er ég komin í heilsuátak með danska kúrnum og ætla að setja mér það markmið fram á 8.des þá er jólahlaðborð með íbúðalánasjóð svo verður annað ákveðið. Byrja með lítið markmið, hef verið að lesa mig til um. Svo þið fáið að vita um mig hvernig mér gengur.
Byrjaði sem sagt á þriðjudag og keypti mér tölvuvigt til að ég geti nú ekkert svindlað með að vigta allt í gr. Og þvílíkar uppskriftir sem eru til mmmmmmmmmmmmmmmm fær nú bara vatn í munnin að lesa allt sem er til.
Allt gott að frétta af krökkunum.
Sigrún Þóra er í 2.A.G og við vorum í foreldraviðtali núna á miðvikudaginn og gekk það nú ljómandi vel, hún er með stuðning í lestri hjá henni Sibbu. Hún er að fara í vinahóp til Heru í dag. Hún tók sér til í gærkveldi og þreif nýju notuðu eldavélina sem við fengum og var hún glansandi fín, og vaskaði upp eftir matin í gær. Rosa dugleg stelpa sem ég á. Ég fór að vinna í féló frá 20-22 og pabbi passaði og kom öllum í rúmið.
Sindri Snær er alveg frábær, frekar stríðin og á það nú samt til að liggja í gólfinu þegar hann fer í fýlu. Hann er komin með fullt af tönnum og einn jaxl. Hann er hjá dagmömmu frá 7:45-16:15 hún heitir María og er alveg yndisleg, honum líður svo vel hjá þeim. Hún á sem sagt einn strák sem er á sama aldursári og Sindri og þeir brasa mikið saman og eru flottir.
Jæja þetta er bara orðin heil ritgerð
Kveðja Þorgerður , Sigrún Þóra og Sindri Snær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2007 | 21:48
flutt aftur á kalda klakann
Hæ, hæ ég ætla að taka hér pásu í að blogga. Þið kannski vitið ástæðuna.
Kveðja Þorgerður , Sigrún og Sindri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)