Færsluflokkur: Bloggar
12.9.2007 | 10:56
Sigrúnu gengur vel í skólanum og Sindri segir ís
HÆ,hæ það er langt síðan ég hef bloggað ég ætla nú ekki að hafa þetta langt í dag. Ég er ekki í bloggstuði þessa daga en vonandi kemst ég aftur í þann gír.
Kveðja Þorgerður og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 10:49
Sigrúnu gengur vel í skólanum og Sindri segir ís
Hæ hæ
Jæja það er langt síðan að ég hef bloggað. Sigrún er byrjuð í skóla sem heitir Dagmarsskoli og er hún í bekk sem er móttökubekkur fyrir útlendinga, þau eru 3 já bara 3 í bekk. Hún er bara eina stelpan hinir sem eru i bekknum með henni eru frá póllandi og írak. Svo fær hún að heimsækja sinn jafnaldra bekk í vetur.
< ÞIð VERÐIÐ NÚ BARA AÐ AFSAKA AÐ ÉG ER EKKI Í NEINU BLOGGSTUÐI ÞESSA DAGANNA
KVEÐ AÐ SINNI
<ÞORGERÐUR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 09:13
Sindri kann að blístra ..............og farinn að rölta um allt
Brrrrrrrrrrrr það er búið að vera kalt síðustu daga hér í Ringsted og smá rigning í dag. Greinilega að það sé að koma haust.
Takk fyrir að skrifa í gestabókina, takk fyrir allar kveðjurnar, endilega að halda því áfram.
Hæ,hæ
Jæja nú eru Arndís vinkona farin og Mamma líka svo þetta er að komast í eðlilegt form aftur. Þær versluðu alveg þónokkuð og ég líka fyrir afmælispeningana takk fyrir mig. Það var æðislegt að fá þær og mikið var rölt um bæinn á hverjum degi . Sigrún Þóra er að fara á morgun í skólann og þar hittum við kennarann og svo fáum við líka íslenskan túlk með okkur. Það verður örugglega mjög fínt, maður en nú ekki komin inn í dönskuna. Það fer svo að byrja dönskukennsla sem við förum á.
Sindri Snær blístrar hér alveg á fullu rosalega flott að sjá hann .....hann sagði amma í gær þegar amma sín fór með lestinni. Hann er aðeins farinn að horfa á Söngvaborg og finnst það nú ekki leiðinlegt þegar krakkarnir eru að syngja og dillir sér bara með. Hann er á biðlista að komast inn á vöggustofu svo það á að athuga hvort hann kemst inn hjá dagmömmu.
Sigrún Þóra fékk rosalega flotta gjöf frá ömmu sinni í fyrradag það var hafmeyjuhöll og hafmeyja svo ég er búin að vera að púsla saman í tvo daga. Svo var ég að setja á hana gervineglur sem tolla nú ekki lengi á, en hún liggur hér í sofanum í einhverjum leik, þorir ekki að hreyfa sig.
Hmmmmmmm ég er nú ekki neinu bloggstuði svo ég ætla nú bara að kveðja í bili
kveðja Þorgerður, Sigrún ,Sindri og Brútus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.8.2007 | 06:57
Köben í dag!!
Hæ,hæ
Eins og þið kannski vitið þá er mamma og Arndís vinkona í heimsókn og það er búið að vera að versla og skoðað bæinn í Ringsted. Í dag ætlum við að taka lestina inná köben og kíkja á strikið og svo verður farið í tívolí seinni partinn.
Læt þetta duga í bili hæ,hæ eins og danir segja
Kveðja fjölskyldan í Ringsted
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2007 | 07:21
Hinn mikli miðvikudagur
hæ,hæ hélduð þið að ég væri búin að yfirgefa bloggið, nei nei ég er búin að vera að sækja um vinnur og búa til atvinnuumsókn voða voða gaman.
Erum að fá mömmu og Arnísi vinkonu mína í kvöld það verður gaman að fá þær, Sigrún er orðin voða spennt að fá ömmu sína í heimsókn og spyr oft hvort að amma sín er að koma. Sigrún er alltaf hjálpleg með sindra og brútus. Sindri situr hérna í fagnginu á mér og er að kjafta í gsm símann minn......rosagaman og svo hlær hann he,he,he . Sindri er orðin rosalega klár með að labba út um allt en dettur aðeins. Nú komst hann í feitt hann náði símaskránni sem það er best að lána honum eitthvað annað....Það eru fjölgun á tönnum hjá honum bara rosa flottur strákur. Við erum með svala hurðina opna og Sindri fer út til skiptis í að drullu malla það finnst honum gaman. Brútus er hér á harðahlaupum út í grasinu og leika þeir stundum bræðurnir. Ég ætla svo að fara að þrífa og gera fínt áður en þær koma. Svo ætla ég að sækja þær í kvöld, það verður skemmtilegt að vita hvort mér tekst að rata út á flugvöll.
Jæja ég ætla sem sagt að fara að þrífa og taka til við bara heyrumst síðar.
kveðja frá baunalandi
Þorgerður, Ægir og börn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 13:24
fór í fallturninn í tívolí í gær..................................og kallaði mamma
Hæ, hæ ég var nú ekki í neinu bloggstuði í morgun en held að ég sé öll að koma til. Ég er allaveganna búin að bæta myndum inná heimasíðu barnanna og bætti Brútusi hundinum okkar við. Hér er verið að horfa á söngvaborg, Sindri situr hérna hjá pabba sínum og systur sinni alveg stórgáttaður, hlær og stendur upp svona til skiptis og horfir svona einstaka sinnum í kringum sig...he,he..
Á föstudeginum átti ég sem sagt afmæli og ekkert smá afmæli heldur stór afmæli það var nú engin þannig veisla við buðum Daníel vini okkar í mat kvöldið, við kokkuðum Önd með púrtvínssósu og svaka flottum kartöflum sem Ægir skar út og kryddaði og steikti þetta þótti voða gott. Ægir kom mér á óvart um hádegið gaf mér flottan hádegisverð sem hann gerði sjálfur, steikt egg, beikon, hráskinka og einhver fleiri skinkur sem ég kann nú ekki að nefna og svo var vínarbrauðssnúðakaka með 30 kertum svo blés á og óskaði mér...sem enginn veit enn í dag...he,he . Við ætluðum svo að fara um kvöldið að fara í tívolí inní köben en það var orðið svo kalt um kvöldið að við bara fórum ekki svo fór svona einn og einn að týnast í háttinn. Vöknuðum eldspræk á laugardagsmorgun og fórum að gera okkur klár að fara í tívolí og tókum við lestina inn til köben eins og kannski flestir vita þá er lestarstöðin á móti tívolínu svo ekki langt að fara. Það var mjög gott veður hlýtt og ekki mikil sól við tókum með einn strák sem er vinur hennar sigrúnar. Strákarnir fóru í flest tækin en við Sigrún fórum í nokkur og Sindri fékk að fara í eitt þeirra. Það var farið í rússibana, fallturn, klessubíla, hringekju og margt fl. Við komum heim seint í gærkveldi. Ég eldaði í hádeginu í dag það er nú ekki margir sem gera það í dag held ég. Ég man eftir því þegar amma og afi lifðu þá var maður oft boðin í hádegismat á freyjugötu 44 og það var búið að leggja á borð með fínustu borðbúnaði og borðað inní stofu og alltaf var þar eftirréttur á eftir.
Jæja ég ætla að fara að sinna fjölskyldunni við bara heyrumst síðar ..já mamma og Arndís vinkona eru að koma í heimsókn á miðvikudaginn.........gaman....gaman það verður mikið gert og þið fáið örugglega eitthvað að heyra frá því.
bæ,bæ
Þorgerður, Ægir, Sigrún Þóra, Sindri Snær og Brútus
Bloggar | Breytt 20.8.2007 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 08:19
Takk,takk fyrir allar afmæliskveðjurnar !
Góðan og blessaðan daginn.
Hér fékk maður nú aðeins að sofa út á sunnudagsmorgun og við vorum komin niður um 7:30 og Sindri fékk sinn graut.
Ég er ekki í bloggstuði svo ég ætla að bara að fara að hlaða inn myndum á barnaland og kem kannski bara aftur á eftir.
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 09:06
Ég á afmæli í dag orðin 30.ára ...vá maður er komin á fertugsaldurinn
Hæ, hæ
Já ég á afmæli í dag, nú er ég og Þóra systir ekki jafn gamlar lengur hún á nefnilega afmæli 13.ágúst. Mér finnst samt ég eiga ekki afmæli í dag, þessi tilfinnig sem maður hafði sem barn er löngu horfin..þessi tilhlökkun. Það kemur kannski í kvöld þegar við ætlum í tívoli.
Það var vaknað snemma á mínu heimili í dag held meiri segja að klukkan hafi verið 6:30 þegar Sindri vaknaði augun og vildi komast niður og fá sinn graut. Við vorum með gesti í gærkveldi þau Ómar og Hrund sem búa hérna í nágrenninu við okkur það var reynt að spila draumaeyjuna en það var bara kjaftað og hlegið af ýmsum bröndurum.
Við Sigrún og Sindri tókum strætó í bæinn í gær og fórum í rauðakrossinn það er svona frekar eins og antikbúð með ýmsum húsgögnum og fötum. Úti glugga var útstilling barnarimlarúm rosalega flott og ég ekki lengi að taka það frá og borgaði 375 kr dk. Svo keypti ég skenk á 250 kr dk sem er rosalega flottur og lét senda þetta heim, búin að fylla húsið..he,he gerði svakakaup fyrir engan pening.
er að hlaða inn myndum inn á barnalandi svo við heyrumst bara síðar í dag.
kveðja afmælisbarnið
Þorgerður og hinir fjölskyldumeðlimirnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.8.2007 | 21:53
10 mín í afmælisdaginn minn seint að hætta við að verða þrítug.
Við erum hér fjögur að spila draumaeyjuna mikið fjör og mikið helgið af einhverjum aulabröndurum.
Ég ætla að halda áfram..heyrumst síðar.
kveðja afmælisbarnið
Þorgerður Eva Þórhallsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 20:46
svaka afmælisveisla í dag í danmörku
Hæ hæ
Við buðum hér til veislu í dag hér í Ringsted það komu fullt af fólki sem við erum búin að kynnast það voru auðvitað nágranarnir og krakkarnir þeirra. Sindri fékk sér kökusneið og var allur úti í súkkulaði ......he.he.
Hér er verið að horfa á einhvern fótboltaleik sem er sýndur í sjónvarpinu og stendur hann til 23:30 Óli, Ómar, Eiki komu til að horfa þeir eru íslendingar og búa hérna rétt hjá okkur, og verið að sötra öl með.
Jæja ég hef nú voða lítið að segja í kvöld, þreytt eftir daginn.
Kveð að sinni Þorgerður og Ægir börnin eru farin að sofa.
p.s búin að opna heimasíðurnar inná barnalandi en ég er búin að læsa síðunum svo þið hafið bara samband og ég skal opna.
það fara að koma inn nýjar myndir reynið að vera þolinmóð við mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)