Færsluflokkur: Bloggar

Grillað um helgina!

Hellú.

Leiðist í vinnunni eiginlega ekkert að gera.  Það var verið að bjóða uppá vöfflur með ís og sultu.....mmmmmmmmmmm ekki slæmt.

Bara búin að vera að flakka inná netinu sem maður er nú eiginlega búin að fá nóg af, maður er hér við tölvunna í vinnunni alla virka daga og reynir maður að finna uppá einhverju skemmtilegu. leikjanet,femin,visir.mbl...og marga aðra vefi sem maður flækist inná. Ég er tildæmis búin að vera leita af uppskrift af skötusel og viti menn ég fann eina auðvitað inná google.  Beikonvafinn skötuselur á spjóti hljómar allaveganna vel, ætli ég þurfi ekki að bæta samt einhverju saman við. Ég er þannig breyti alltaf uppskrift.

Hráefni.

700.gr skötuselur skorin í u.þ.b 40g bita

1 -2 dl ólífuolía ríflega

1.tsk. oregano þurrkað

200.gr beikon í sneiðum(má sleppa það líkar ekki öllum beikon)

200.gr sveppir

2 stk tómata sem ég skar niður í báta

8. stk ferskar döðlur

1.stk rauðlaukur (notaði hvítlauk í staðinn)

smá sítronusafa

worccstersósa 1.tsk (ætli ég hafi ekki notað 3-4 tsk)

balsamiedik 1. tsk (það fór aðeins meira 2-3 tsk)

smá salt og pipar stráð yfir.

(setti rósmarinlaufin útí marineringuna

og saxaði niður hvítlauk og setti útí.

Rósmaringreinar/grill pinna setja þá í vatn áður í heitt vatn til að þeir brenna ekki á grillinu )til að stinga fisknum uppá ásamt grænmetinu.

Undirbúningur: blandið saman olíunum-edik og wprccster smá sítrónusafa og oregano. Hrærið vel saman við. Leggið skötuselsbitana í og látið marinerast í 1.klukkutíma í kæli. Afhýðið og skerið rauðlaukinn/hvítlaukinn í báta og takið stilkinn úr sveppunum, skera tómatana í báta.

Matreiðsla: Vefjið 1 beikonsneið utan um hvern skötuslesbita.eða sleppið, setti beikonið ekki uppá alla bitana.  Þræðið upp á grillpinnana til skiptis beikonvafða fiskbitana,sveppina og laukinn. 4 fiskbitar ættu að vera á hverjum pinna. Penslið með marineringunni og stráið salti og pipar. Gillið á útigrilli í 3 min á hvorri hlið. Penslið með marineringunni af og til.

Framreiðsla: Berið fram með kryddhrísgrjónum, salati og kaldri hvítlaukssósu.

Hlakka voða til að prufa læt ykkur prufa.

Góða helgi!

Þorgerður

 


Labbað í vinnuna í morgun.

Góðan daginn!

Það er hér fínasta veður og við löbbuðum og hjóluðum í vinnuna. Það er pabbahelgi hjá Sindra þessa helgina. Svo við Sigrún bröllum eitthvað saman, förum kannski í sveitina og vonandi sjáum við sauðburð eða að merin kasti það verður að koma í ljós.

Ég hef svo sem ekkert mikið að segja í bili.

kveðja Þorgerður


Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff koma í opinbera heimsókn í Skagafjörð 14. og 15. apríl

Hæ, hæ

Ekki frásögu færandi þá vorum við á leið úr rvk í gærkveldi, þá brunar ekki forsetabíllinn fram úr okkur og Sigrún var svo spennt og hissa að forseta bíllinn hafi farið fram úr afa sínum. Hún sagði að hann hefði ekki mátt keyra svona hratt. Hí, hí forsetinn og Dorrit komu svo í morgun með fluginu. Svo þegar við brunuðum upp brekkuna heima þá voru bílnunum langt yfir allt bílastæðið á hótel tindastól. Greinilega að þetta verður forsetabústaðurinn meðan þau stoppa hér.

Kannski að maður skelli sér í kvöld á hátíðina með Ólafi og frú Dorrit.

Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili það bíður mín stór bunki.

kveðja Þorgerður

 


Árshátið í kvöld.

Hæ, hæ.

 Þá er komið af því að skella sér suður um 13 í dag og árshátiðin í kvöld í turninum (smáralindinni) það er búið að finna samkvæmisdressið svo þetta verður örugglega gaman að skella sér í stærstu byggingu og skemmta sér.

Börnin verða hjá afa sínum í rvk og gista þar eina nótt.

Ég hef svo sem ekki mikið að segja. Bið að heilsa ykkur og óska ykkur´góðrar helgar og farið varlega í umferðinni.

Kveðja Þorgerður,Sigrún og Sindri


Mig dreymdi draum!

Góðan daginn!

Mig dreymdi skrítin draum. Ég var að koma frá útlöndum og stoppaði í fríhöfninni og þar voru slagsmál sem ég komst nú reyndar framhjá en svo ætlaði ég að kaupa tvær beljur og 4 stóla og eitthvað glingur. Ég var heillengi þarna inni en fór nú að hugsa um hvað fólkið mitt myndi nú segja ef ég skildi nú birtast með beljur heim á hlað. Er einhver þarna úti sem getur þýtt þennan draum fyrir mig???

Ég var að lesa mig til inná einhverju bloggi sem ég sá í morgun og rakst þar á grein, það var gömul kona sem lét draum sinn rætast og fór í skóla til að taka stúdentinn, hún var 87.ára og varð vinsælasti nemandi í skólanum, fólk bar virðingu fyrir henni. Hún hafði flutt lokaræðu til nemenda:

 Við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur.
 Það eru aðeins fjögur leyndarmál til að halda sér ungum, vera ánægður og ná árangri.
 Þú verður að hlæja alla daga og sjá spaugilegar hliðar á öllum hlutum.
 Þú verður að eiga þér draum. Ef þú átt þér ekki draum þá áttu ekkert líf. Það eru svo margir lifandi dauðu lífi en fatta það ekki.
 Það er engin gleði, enginn draumur.
 Engin tilbreyting. Það er mikill munur á því að eldast og vitkast eða bara að eldast og verða gamall.
 Ef þú ert 19 ára,liggur í rúminu, gerir ekkert af viti í heilt ár, þá verðurðu auðvitað tvítugur ári seinna.
 Og ef ég er 87 ára og ligg í rúminu í heilt ár, þá verð ég auðvitað 88 ára, einu ári seinna.
 Allir geta elst. Það þarf enga hæfileika til þess eða hæfni.

Best er þó að eldast með því að finna hvernig tíminn sem líður er tækifæri til breytinga.
 Þá er hreyfing á lífi þínu en ekki stöðnun.
 Lifðu þannig að þú gerir alltaf þitt besta, aldrei að sjá eftir neinu.

Þegar eldra fólk lítur tilbaka sér það sjaldnast eftir því sem það gerði í lífinu heldur því sem það gerði ekki.

Þeir sem óttast dauðann eru yfirleitt þeir sem láta ekki drauma sína rætast, þeir lifðu ekki til fulls.

 
Í lok ræðunnar söng Rósa og hvatti nemendur til að vanda hvern dag sem þeir lifðu.

 
Lifa 100% lífi, eins og sá dagur væri sá síðasti.

Viku eftir útskrift lést Rósa í svefni, hún sofnaði mjúklega inn í himnaríki.
 Yfir 2000 nemendur fylgdu henni til grafar og sýndu orðum hennar virðingu;

Framfylgja draumnum sínum

Kveðja draumkonan (þorgerður)



komin heimasíða á Sælukoti sem Sindri er í pössun

Hæ, hæ það er komin heimasíða hjá Sælukoti sem Sindri Snær er í pössun á daginn.  lykilorðið er holavegur17 ef þið viljið kíkja.

 

Góðan daginn.

Það var vaknað á slaginu 06.45 við vekjarklukkunni og liðið vaknaði. Eftir sundferðina í gærkveldi var sofnað á værum blundi þegar heim var komið. Það var um 6 stiga hiti í gærkveldi og ekki lengi verið að hugsa sig um og skellt sér í sund.

Sigrún Þóra er að fara sýna í Bifröst í dag eftir margar æfingar í skólanum og verður hún tröllabarn í leikritinu og hlakkar mig auðvitað til að sjá í dag.

Af Sindra er allt gott að frétta við komum heim seinnipartinn í gær heim á skógargötuna og við reyndum að fara á róló en við komumst ekki þanngað ....sindri fann lítinn poll...og viti mann hann varð nú ekki hreinn á eftir...það endaði allt í þvottavélinni.

Við erum að fara suður um helgina og krakkarnir fara í pössun til pabba á föstud.kvöldið ég er nefnilega að fara á árshátið með Íbúðalánasj og borðum við í nýja turninum í kópavogi. Og svo verður eitthvað gert skemmtilegt á laugard.

Það sem verður á dagskrá um kvöldið á árshátiðinni.

Veislustjóri Gísli Einarsson (sjónvarpsstjarna)

Dinner band ásamt Bergsveini Arelíussyni

Töframaðurinn og skemmtikrafturinn Jón Víðis

hljómsveitin Sóldögg leikur f/dansi fram á nótt.

 

Jæja ég ætla að halda áfram að vinna

Kveðja Þorgerður

kveðja Þorgerður


gamlar vidjó myndir af Sigrúnu sýndar í kvöld

Góða kvöldið!

Loks komst ég í tölvu að kvöldi til, fór yfir til pabba sem býr í hofsós. Hér er verið að horfa á gamlar vídjó myndir af Sigrúnu og það er mikið hlegið. Roslalega skemmtilegt að sjá þessar upptökur maður er fljótur að gleyma.

Jæja þá er komin háttatími, nú er öll sæla búin hjá Sigrúnu hun er búin að fa að sofa út og hafa það gott. Afi hennar gaf henni skó á hjólum, ég ber þetta örugglega ekki rétt framm. Og það er búið að vera að æfa sig mikið.

Sindri Snær vill nú ekki láta mikið taka sig nema af mömmu sinni, gefur annars illt auga til þeirra sem nálgast hann. En aftur á móti  þegar við fórum í búðina eða eitthvað annað þá segir hann hæ við flesta.,

Jæja nú er komin háttatími og við ætlum að gista eina nótt hjá pabba og keyrum yfir á krók í fyrrmáli.

 

Kveðja frá hofsós

Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær


Páskar-aðlögun inná á Akureyri

Sælt verið þið gott fólk.

Við erum hér inná Akureyri, Sindri Snær er í aðlögun hjá pabba sínum og fékk allt vel í gær. Við komum um 13 og fórum um 17:30 það var ýmislegt gert, farið á róló og mikið sullað í pollum eins gott að maður var klæddur í pollagalla annars hefði hann orðið blautur. Svo bauð Ægir(pabbi sindra) okkur inná kaffihús og það var heitt kakó á línuna svo var farið og sjá stóra snjókarlinn sem var búið að gera á torginu og haldið heim á leið. Við stoppuðum í smá stund heima hjá Ægi og svo kvöddum við og fórum til Rögnu og Kobba þar gistum við.

Í morgun var vaknað um 7 og ekki lengi verið að liggja og hafa það kosý, Sindri hershöfðinginn skellti sér fram og ég á eftir og krabbi(er gulur bangsi sem sindri dröslar mikið með) við fórum og fengum okkur að borða og svo vaknaði Amanda yngsta dóttirn Rögnu og Kobba og það var skellt sér inní stofu og hlustað á barnalög...mikið fjör. Svo fóru hinir að tínast framm. Sigrún og Blædís skelltu sér að horfa á barnatímann. Ég og Sindri fórum  um kl.10 til pabba sindra og hittum þar Gunnar og Auði og var Sindra tekið vel. Ég stoppaði um stund og fór um leið og þau fóru útí búð og sindri greip gula krappa og frétti áðan að hann hafi lent í pollum svo hann er á leið í þvottavélina. Svo Sindri kyssti mömmu sína og fór með pabba sínum í búðina. Særún,Gústi og krakkarnir ætla að kíkja í heimsókn til Ægis í dag og þar fær sindri að hitta Þorstein frænda sinn og Selmu og Þórdísi, verður örugglega voða gaman. Svo kemur Sindri heim á morgun á krókinn .

Jæja við skutlurnar ætlum að skella okkur í skautahöllina á skauta. Og svo verður örugglega brunað heim á leiði í skagafj.

 

kveð að sinni

Þorgerður, Sigrún og Sindri.


Páskar- og frí framundan

Hæ,hæ

Hér er allt ágætt að frétta ég er í vinnunni og nóg sem sagt að gera en samt smá tími f/blogg á milli símtala. 

Ég fór sem sagt inná Akureyri að ganga frá ákveðnu máli, og skrapp aðeins í nýja rúmó og leiðst vel á gat aðeins eytt smá peningum og skrapp aðeins í bónus sem ég hefði nú átt að sleppa, vá hvað var mikið af fólki og biðröðin sem myndaðist við kassana eins gott að ég var bara með litla körfu og mér var hleypt fram hjá af elskulegum manni sem var með troð fulla körfu sjálfur auðvitað þakkaði ég honum fyrir.

Sigrún Þóra var  hjá henni Ásthildi vinkonu sinni og Maríu Björku og var farið í fjallið á skíði sem sigrún hefur nú ekki verið neitt á í tvö ár og gekk mjög vel og svo var farið í sund og stelpan kom ekki heim fyrr en um 21 og var hún dauðþreytt og ekki lengi að sofna og fékk að sofa út í morgun og skrapp svo til hennar Heru sem býr hérna í götunni hjá okkur. Ekki veit ég hvar við værum hef við hefðum ekki þessa frábæru fjölskyldu. Þau Sirrý og Ásbrjörn takk fyrir að nenna að hafa Sigrúnu hjá ykkur, takk ,takk. Met þetta mikils að Sigrún getur hoppað þarna til ykkar meðan að ég er í vinnunni.

Allt gott að frétta af Sindra Snæ, hann var hjá mömmu eftir dagmömmuna í gær og beið í glugganum þegar ég kom á hlaðið og svo var hlaupið í fangið og sagt mamma svo notaleg tilfinning.  Sindri fer svo í aðlögun hjá pabba sínum um páskana föstud og laugard og við förum saman og hann fær að gista eina nótt og kemur á sunnudaginn heim aftur. Við ætlum að gista hjá vinkonu og gera eitthvað saman, skreppa kannski á skauta og í sund kemur allt í ljós.

Svo verður kannski farið í bústað á laugard og heim aftur á Sunnud, fer eftir því hvað verður eftir af bensínunu og hvort ég nenni.

Jæja nú kveð ég og óska ykkur gleðilegra páska og vona að þið hafið það sem allra best.

Kveðja Þorgerður.

 


Kína

Hæ, hæ nú verður aldeilis töfrað framm kínverkan mat í kvöld sem ég hef nú aldrei gert áður þetta verður spennandi útkoma.  Vonandi verða matargestir mínir ánægðir.  Ég ætla nú að reyna að gera þetta eftir minni bestu getu.  Það verður á boðstólnum pottréttur með miklu gúmmilaði t.d svínakjöt,sojya, sherrý, sveppir, gulrætur og fl. hrísgrjón,grjónakökur,salat,núðlur og ekta súkkulaðikaka í deser með rjóma.......hmmmmmmmmmmmmmmm veit nú ekki hvort það er eitthvað kínverskt.

 

Hlakka til að fara að undirbúa. Mamma ætlar að vera svo indæl og taka krakkana á meðan að ég undir bý matseldina og tiltektina.

####////####

kveðja Þorgerður

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband