Færsluflokkur: Bloggar
28.5.2008 | 16:03
Sumar, sumar og sól hljómaði ekki eitthvað lag þannig!
Hæ, hæ
Hér er maður innilokaður í vinnunni og úti er sól og gott veður. Það er komin miðvikudagur og helgin framundan. Það er orðið skógivaxið af fíflum í garðinum svo maður er tilneyddur að fara að slá og verður helgin væntanlega notuð í það. Eins og flestir vita þá er garðurinn minn ekki stór. Það er líka eitthvað hreinsunar átak hjá Sveitarfélaginu svo það verður öllu hent út á götu og þeir hirða.
Sigrún var í bekkjarferð í dag með skólanum, þetta er með síðustu dögunum í skólanum. Það verður skólaslit á föstudaginn og svo er hún komin í sumarfrí. Hún mun vera í Sumartím sem er boðið hér uppá í okkar sveitarfélagi. Reiðnámskeið,fótbolti,skartgripagerð,veiða,öðruvísiíþróttir og margt fleira. En hún er nú að fara til Danmerkur í viku með Afa sínum og Margréti og fjölskyldu hennar. Hún er nú að fara frá mér 6.júni og flýgur út 7.júní hún er löngu farin að telja niður á dagatalinu.
Sindri Snær er búin að fá inná leikskóla í ágúst og byrjar hann 18.ágúst í aðlögun. Það gengur vel hjá dagmömmunni, rosagaman alltaf hjá þeim. Ótruglegt að hann sé að verða 2.ára
klukkan orðin 16 og tími til að fara að sækja börnin.
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2008 | 12:07
Áfram Ísland (Euróvison) á laugardagskvöld.
Sælt verið fólkið.
Nú er pabbahelgi hjá Sindra og er hann að fara á eftir með Ömmu Auði og Óla í húsbílnum og verður það örugglega gaman fyrir litla prinsinn. Við Sigrún ætlum að skella okkur í bústað um helgina ásamt fólki sem við þekkjum. Það verður kíkt á sauðburð sem er örugglega langt komin það er um 800 kindur þar á bæ held ég. Svo verður bara afslöppun, spilað, borðað og eitthvað meira.
Sindri Snær tókst nú að skemma gleraugun mín einn morguninn, kom alveg skælbrosandi til mömmu sinnar með gleraugun bogin, eitthvað tóskt mér að rétta þau aðeins en ég gat nú lítið notað þau og hringdi í gleraugnabúðina í rvk og sendi þau suður í pósti. Vona að geta notað þau aðeins meira venga þess að ég á nú ekki marga peninga þessa daganna.
Svo verður væntanlega horft á Eurovison á laugardagskvöldið í bústaðnum.(það er sjónvarp)
Kveðja Þorgerður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2008 | 09:06
Þriðjudagurinn 13. mai
Hæ,hæ nú er þessari helgi lokið.
Við fengum gesti um helgina og voru þau Ragna og Jakob ásamt dætrum þeirra hjá okkur í tvær nætur. Ég dröslaði þeim í gönguferðir og svo voru þau í fermingaveislu á skagaströnd á laugardaginn.
Við skeltum okkur í sveitina eftir hádegi í gær og komum við hjá Dídí sem var að þrífa bílinn, hún skreppur aðeins inn og nær í fyrirbura lamb sem fæddist um helgina. Eg ef aldrei séð svona lítið lamb og stelpurnar, sigrún fékk að bjóða vinkonu sinni með henni Birnu þær fengu að á lambinu það fór nú ekki af þeim brosið. Svo komum við til pabba og við skruppum á sjó og veiddum nokkra fiska voða gaman. Sindri fékk líka að koma með og ekki fannst honum þetta neitt leiðinlegt. Við komum svo í land og fórum í sveitina til afa og ömmu(langafa og langömmu) það var skoðað bæði hesta,folaldið og lömbin.
Bið að heilsa í bili.
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2008 | 11:17
16 stiga hiti á króknum í dag, geggjað
Hæ,hæ vildi bara deila þessu með ykkur það er geggjað veður 16.stiga hiti. en engin sól.
Sigrún Þóra er að fara í sveitina með frænkum sínum sem er í heimsókn á íslandi búa í stryn(noregi). sagði einmitt við ömmu sína´í gær að hún ætlaði að kenna Önnu íslensku.
Af Sindra er allt gott að frétta, við vöknuðum nú aðeins of seint en við ´hjóluðum á milljón til að verða ekki alltof sein. Sindra finnst alltaf jafn skemmtilegt að fá að sitja á hjólinu. segi já þegar ég segi eigum við að hjóla.
Við erum að fá gesti um helgina.
Ég fékk lánaðann nuddbekk sem ég er nú búin að setja upp til bráðabirgða í herberginu hennar Sigrúnar en hann verður fluttur í kjallarann það er betri aðstaða þar meira pláss, svo ef þið hafið áhuga að vera tilraunadýr þá hafið þið samband. Ég var sem sagt á nuddnámskeiði um síðustu helgi. Byrjaði að nudda í gærkveldi.
bless í bili.
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 08:15
SVARTA ÞOKA Á KRÓKNUM
HÆ,HÆ
HÉR ER ÁGÆTIS VEÐUR EN SVARTA ÞOKA SEM HEFUR LÆÐST YFIR BÆINN. VIÐ LÉTUM ÞETTA EKKERT Á OKKUR FÁ LITLA FJÖLSKYLDAN Á SKÓGARGÖTU 3. UM HÁLF ÁTTA VORUM VIÐ KOMIN ÚT AÐ HJÓLA FYRST HJÓLUM VIÐ Í ÁRSKÓLA OG ÞAR FER SIGRÚN, HÚN VAR NÚ FYRST Á SKÓLALÓÐINA OG SVO HÖLDUM VIÐ ÁFRAM FERÐ OKKAR UM HÓLAVEGINN OG ÞÁ ER ANNAÐ STOPP OG ÞAR FER SINDRI AF OG FÖRUM TIL DAGMÖMMUNNAR OG SVO HELD ÉG ÁFRAM Á MÍNU FRÚARHJÓLI ÉG KOM TIL VINNU 7:57 . ÞETTA ER SVO HRESSANDI AÐ FARA HJÓLANDI Í VINNUNNA SVO VERÐUR HJÓLAÐ HEIM Í DAG.
JÆJA ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ VINNA SVO ERUM VIÐ AÐ FARA Á NÁMSKEIÐ KL.9
BÆ,BÆ
ÞORGERÐUR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 09:08
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!!
Hæ,hæ
Sigrún mín er lasin og líka lasin í gær á sumardaginn fyrsta, nú er hún hjá ömmu sinni í dag. Við fórum nú aðeins á rútninn í gær og ætluðum að sjá skrúðgönguna en það var nú ekki margt fólk að sjá, hélt að við bjuggum í stærri bæjarfélagi þetta var eins og í draugabæ það hefur verið 15-30 manns í göngunni fyrir utan skátana og reiðfólki. Við fórum svo í grill til mömmu í gær...mmmmmm hvað grillmatur er alltaf góður.
Í morgun var vaknað kl:06 og Sindri ekki lengi fram og ég rölti á eftir. Við fórum að fá okkur að borða og klæða okkur. Svo var frúarhjólið tekið og Sindri settur í sætið sem við fengum lánað hjá Kjartani og Sigurlaugu þau komu á skógargötuna og settu stólinn á hjólið, ekkert smá almennileg takk,takk Sindra fannst þetta nú ekki slæmt, sagði bara já og kinkaði kolli við þurftum að fara á shell og pumpa í dekkið en þá var ekki til f/hjól svo við máttum hjóla á hálf linum dekkjum. Svo þetta varð svona frekar þungt að hjóla en ég skrepp yfir á N1 til að athuga hvort þeir eigi pumpu f/hjól.
Jæja ég ætla að hætta þessu og halda áfram að vinna.
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 15:17
Ætla á námskeið 3-4mai í nuddi.
Hæ,hæ aldrei þessu vant var ég inná netinu og fann þar síðu um nuddnámskeið, mín var ekki lengi að hringja og skráði sig. Þetta er haldið í rvk og ég fæ námskeiðsstyrk.
Sigrún er nú að fara að spila á sínu fyrsta móti á ak á laugard en við hljótum að redda því. Sindri er einmitt að fara til pabba síns þessa helgi. Mér er búið að langa lengi á nuddnámskeið svo ég ætla að láta slag standa. Það er meiri segja búið að panta í nudd hjá mér þegar ég hef lokið námskeiðinu.
jæja ég ætla að halda áfram að vinna.
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 22:22
Frúar hjólið fundið!
Sælt verið fólkið!
´>Eg var svo heppin að hafa fundið svart hjól, þarf aðeins að pússa riðið hjá dekkinum, pumpa í dekkin og setja stól f/Sindra að aftan. Og meiri segja bast karfa á hjólinu svo nú er hægt að fara í innkaupaferðir á danska hjólinu. <Kannski að ég setji blóm á körfuna þá verð ég ekta dönsk kona. he,he sakna svolítið Ringsted, bærinn sem ég bjó i dk. Ég er eins og krakkarnir tilhlökkun að fara að hjóla með börnunum mínum.
Við gistum hjá múttu i nótt.
Góða nótt!
kveðja Þorgerður hjólaeigandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 13:25
ÓSKA EFTIR NOTUÐU HJÓLI FYRIR MIG.
ÓSKA SEM SAGT EFTIR HJÓLI FYRIR EINA MÖMMU ÞAÐ ER ÉG. NÚ ER BENSÍNIÐ ORÐIÐ SVO DÝRT, EF EINHVER Á EÐA VILL FÁ FYRIR LÍTINN PENING LÁTTU MIG ÞÁ VITA. GSM 8561812.
Hæ, hæ leiðist í vinnunni. búin að skoða allar netslóðir sem ég veit um. Og er að vinna til 16:30 svo mér verður ekkert slept út strax. Ég er sem sagt farin að labba í vinnuna sem er mikill sparnaður í bensínk svo er þetta frábær hreyfing. Það ættu fleiri króksarar að taka sig til og hjóla og labba meira, við búum ekki í svo stórum bæ og stutt í alla þjónustu. Er ekki verið að tala um að minnka mengun í heiminum.
Kveðja Þorgerður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2008 | 08:52
Mikið gert um helgina
Hæ, hæ
Já ég prufaði að elda skötuselinn og ég auðvitað breytti og bætti uppskriftina. Ég setti í sviga á fyrri bloggsíðu minni því sem ég mætti inní.mmmmmmmmmmm þetta var mjög gott.
Sindri Snær var hjá pabba sínum hér á Sauðárkrók og gistu þeir feðgar ásamt dóttir Ægis hjá ömmu Auði og Óla.
Við mæðgur og vinkonu Sigrúnar fékk að koma með okkur í sveitina(hofsós) kalla það nú hálfgerða sveit.
Og var ýmislegt brallað það var geggjað veður um helgina. Þær fengu að fara með afa Þórhalli í vatn og sækja einhvern fisk og hittu þau hvolpinn á bænum. Meðan fór ég á bílablanið og þreif bílinn, auðvitað beið mín brúsi af sápu, svo bíllinnn glansaði vel á eftir. Svo var brunað í höfuðstaðinn hofsós og farið labbandi niður að flotbryggju þar sem afi þórhallur beið með björgunarvesti handa dömunum og stukku þær stöllur um borð. Þetta var nú svona lítill blast bátur með mótor, sem ekki má standa mikið í. Ég auðvitað lét mig ekki vanta og kom með við sigldum eitthvað fram og svo var mikið fiskað og aðalega kom þorskur og ein ýsa. Stelpurnar skemmtu sér alveg konunglega, mikið hlegið og hjálpsemin vantaði ekki hjá þeim. Þær hjálpuðust að draga inn og oft var þungt á stönginni svo við hjálpuðum til ég og pabbi. Pabbi fór svo að blóðga fiskinn og tók innyflin úr og þær fengu að gefa fuglunum.........voða gaman.
Svo var haldið af stað í land og gegið frá fisknum. Þær náðu einhvern vegin að veiða krossfisk sem þórhallur afi veiddi og ætla þær að sýna í skólanum í dag. Þær fóru svo í fjöruferð og fundu þar ýmislegt, krabbafætur,skeljar, steina og margt fl. Þær fóru svo að telja flöskur og sortera. Það var sko mikið gert. Svo var farið að huga að kvöldmat og þær fengu að búa sér til sitt eigið saltat og borðuðu með bestu lyst ásamt ýsunni og þorsknum sem var grillað með smá aromati í álpappir. Pabbi spilaði nokkur lög á harmanikkuna mikið fjör. Við borðum skötuselinn mmmm mjög góður og svo var grísasneiðar í aðalrétt ásamt ýmsu meðlæti.
Daginn eftir sem sagt sunnudagurinn var vaknað um 8:30 það er nú fyrir mér að sofa út. Ekkert sjó veður en þá var farið í Þrastastaði til ömmu og afa. Hittum þar Dídí sem var í fjárhúsunum og hestana, kindurnar og hrútana.
Svo var brunað heim um hádegisbil og Sindri sóttur. Við auðvitað skelltum okkur í sund og var sundlauginn troðfull af fjölskyldufólki það var geggjað veður, en það er nú bara 20.apríl vonandi fer vorið að koma og sumarið.
Jæja ég ætla að láta þetta duga í dag.
kveðja Þorgerður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)