Færsluflokkur: Bloggar
hæ,hæ
Ég er einhverju stuði þessa mínutuna í vinnunni, það er nú nóg að gera en datt nú samt í hug að hrósa þér sem kemur hér inn.
Það gleymist að hrósa fólki í dag. Ég fékk nefnilega hrós um daginn frá viðskipavini sem kemur hér framm aðeins neðar ef þú vilt lesa.. Maður verður svo glaður að fá að heyra og þá kemur meiri kraftur í mann.
bara ekki gleyma þér í öllum hraðanum í dag. Maður verður að hafa góða sjálfsmynd af sjálfum sér þá gengur manni vel. Hugsaði frekar um jákvætt en neikvætt. Segðu oft við sjálfan þig um að þú er frábær og flott(flottur.
gott sjálfstraust er ekki endilega fólgið í því að vera með allt á hreinu varðandi sjálfan sig heldur frekar það að þora að sýna sig eins og maður er, líka þegar maður upplifir viðkvæmni og og feimni.
Þú ert frábær ekki gleyma því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 09:03
Loksins komið sumar.
Hæ,hæ
Loksins komið sumar á frónni. Ég var að skoða vedur.is í gærkveldi og sá nú bara flottar tölur á veðurkortinu 15-20 gráður og verður að líka alla helgina og fram á mánudag. Vonandi helst það veður. Í morgun skutlaði ég liðinu mínu í sumartím og dagmömmu þá var 13.stig og kl: 8 eins gott að ég bar á þau sólarvörn.
Jæja annars er allt gott að frétta. Við gistum hjá mömmu í nótt og þau skeði nú bara smávegis í gær, Sindri og Sigrún fóru í bað og þau fengu svo að stripla uppí rúminu hjá ömmu sinni. Við auðvitað ekki staddar inní herberginu þegar Sigrún kallaði....................mamma..........mammma......Sindri skeit í rúmið. Auðvitað hljóp ég inn og þar var kúkur í rúminu bara örðu megin svo Sindri var drifin í baðkarið. Svo það mátti vippa sængurfatnaðinum af sængunum og skelt í þvottavélina. Sindri var nú alveg miður sín og sagði alltaf kúkur í sturtunni og grét smávegis. Það var svo sem engin að skamma hann. Þetta getur komið fyrir þegar bleijan er ekki sett á strax.
Var að setja inn nýjar myndir á bloggið þið þurfið bara velja og skoða það myndaalbúm. Sindri er flottastur með flottustu gleraugu í heimi..he,he
Sigrún Þóra er í sumartími og henni finnst rosalega gaman. Þessa vikuna er hún í körfubolta,útum mela og móa það finnst henni rosalega skemmtilegt það er farið í litlaskóg séð pöddur, tínd blóm og skoðað ýmislegt. Eftir hádegi fer hún í örðuvísi íþróttir og frjálsar það er bara vel staðið af þessu.
Um mig þá er ég byrjuð í átaki. Farin að hreyfa mig og er að lesa bókina Líkamin fyrir konur(lífið) hún er rosalega góð . Ég er búin að fá spólur lánaðar um Ágústu Johnsson æfingar um maga rass og læri,með lóðum svo nú er mín að setja saman prógramm og byrjuð, við vorum nú byrjaðar ég og Dóra vinkona heima hjá henni, en fjölþjálfin sem hún keypti í gegnum vörutorg hrundi svo nú verðum við að gera annað á meðan,...þess vegna fór ég á stúfanna og fékk spólur til þess að hreyfa sig.
Jæja vinnan kallar.
Verið nú duglega að kvitta. Takk fyrir allar hamingju óskirnar þetta peppir mann upp hvað maður er mikilvægur og maður á ekki að gleyma því. Þið eru líka frábær ekki gleyma því.
kveðja!
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2008 | 10:47
fékk hrós frá viðskiptavini.
Hæ,hæ
Alltaf gaman að fá hrós það heldur manni gangandi og gaman að vera í vinnunni.
Er sem sagt í vinnunni og var að fá sendan tölvupóst frá framkvæmdastjóranum um hrós frá viðskiptavini sem ég var að aðstoða við í morgun.
Þakklætið.
Rétt áðan hafði ég samband við þjónustuverið hjá ykkur og þar varð fyrir svörum stúlka að nafni Þorgerður. Þjónustan og þjónustulundin sem þessi stúlka veitti var ekki bara sú langbesta sem ég hef nokkurn tímann fengið hjá opinberum aðila heldur einhver sú besta sem ég man eftir almennt séð og vil ég hér með koma framfæri þakklæti fyrir þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.6.2008 | 00:27
Nýtt , nýtt inná blogginu. Myndaalbúm.
HÆ, gott verð fólkið ég hef sitið hér heillengi við tölvuna í kvöld, er hjá múttu og setti fullt af myndum inn og þetta er úr símanum mínum.
Munið þið bara eftir gestabókinni, alltaf gaman að sjá hver kemur hér inn og skoðar og þótt þú sért ókunnug/ókunnugur endilega skrifið nokkrar línur.
Afmælisveislan tókst svona líka rosalega vel, það vantaði 2 svo það voru 10 stykki sem voru hér frá 17-19 og sumir fengu að vera lengur. Ásthildur vinkona Sigrúnar fékk að vera lengur hun er að fara erlendis í 27.daga og svo komu Ómar og María og fengu sér köku og brauðrétt...mmmmmmmmmmm jú frænkan hans Ægis kom líka í heimsókn, hun var hjá ömmu sinni hér á krok og var Sindri settur þangað í pössun til að Sigrún gæti haft það huggó með vinkonunum og einum strák.
Jæja nú er klukkan að ganga 01 að nóttu til og best að fara að sofa.
Góða nótt.
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2008 | 08:51
til hamingju Sigrún Þóra með 8.ára afmælið í dag.
Hæ,hæ
Sigrún Þóra er 8.ára í dag og var hún vakin með smá afmælissöng og hún fékk smá pakka frá mömmu sinni og Sindra. En ég ætla að bjóða henni á nýjustu myndina sem er verið að frumsýna í höllum bíóum í dag Narnía. Hún fær kannski að bjóða vinkonu sinni með. Það verður svaka afmælisveisla haldin í Gilstúni 20 frá 17-19 í dag. Við vorum að skreyta í gær kökur.
Jæjaj ég ætla að fara að vinna.
bæ,bæ
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2008 | 19:05
17. júní . Gleðilegan þjóðhátíðardag.
Hæ.,hæ
17.júní í dag og var drifið sig í skrúðgöngu í hávaða roki og sól margt fólk lét sér nú ekki vanta og var gengið frá kaupfélaginu og að sundlaug og gengið inná íþróttavöllin, manni fannst nú vera svolítið eins og kóngafólki þegar maður gekk inn með skrúðgöngunni í gegnum völlinn. Hátíðarræðan flutt og fjallkonan flutti ræðu og var hún Steinunn fjallkonan. Gunni og Felex skemmtu og mikið hlegið og krakkarnir voru drifnir út á völl í leik. Sveitastjórnin voru með svuntur og grilluðu hjá bókasafninu og mynduðust miklar biðraðir eftir kjöti og pylsum. Skátarnir voru með tívolí og skemmtu börnin sér vel í rokinu. Við hittum auðvitað mikið af fólki, Dóra og fjölskyldu, Kristínu og fjölskyldu og Ragnheiði og börnin, og marga fleiri. Við fórum svo til mömmu í pönnukökur þar voru Lilla og Jón og Þórey ská frænka. Svo verður matur í kvöld hjá hótel múttu. Svo förum við að skreyta kökur og undirbúa daginn á morgun. Sigrún Þóra verður 8.ára og verður boðið til veislu í Gilstúnið.
Jæja læt þetta duga í bili
Kveðja!
Þorgerður,Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 14:38
Hlusta á börnin sín...
Neituðu að trúa dóttur sinni
Foreldrar 9 ára stúlka á Blönduósi sem var fyrst til þess að sjá ísbjörninn sem veginn var á Þverárfjalli í liðinni viku trúðu henni ekki og töldu um fjörugt ímyndunarafl barns væri að ræða. Þetta kemur fram í héraðsblaðinu Feyki og er gefið út í Skagafirði.
Karen Sól Káradóttir var í bíl með foreldrum sínum þegar hún sá ísbjörninn. ,,Við vorum stödd akkúrat á þessum gatnamótum þar sem björninn var daginn eftir og hún segir aftur í bílnum að hún hafi séð ísbjörn. Við hins vegar héldum að barnið hefði séð hvítan hest og gerðum ekkert frekar í málinu," segir Kári Kárason faðir Karenar Sólar. ,,Þetta kennir okkur foreldrum kannski að hlusta betur á börnin okkar," bætti hann við í samtali við Feyki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2008 | 14:21
Bon Bonland í danmörku
Hæ,hæ
Svanhildur yfirmaður kom hérna og gaf okkur öllum í vinnunni rauða rós. Ég held, held að þetta er besta fyrirtæki sem ég hef starfað hjá sem hugsar vel um sýna starfsmenn. Við starfsmenn erum að fara í útilegu um helgina að hólum í Hjaltadal og ætlum við að gista í tjaldi ég og Sindri og komum heim svo á laugard.
Allt gott að frétta af stelpunni minni hún er í skemmtiferð í dk með afa sínum á samt fleirum. Þau eru nú stödd í stórum skemmtigarði sem nefnist bon bonland og þar er rússibani og fl tæki sem fær í magan af. Þau eru á stað sem heitir Sol og strand og er það sumarbústaðir rosaflottur staður.
Sigrún verður svo 8.ára 18.júní og ætlum við að halda veislu í Gilstún 20 og koma boðsmiðar til krakkana sem hún bíður, vonandi verða einhverjir heima.
Læt þetta duga í bili.
Sumarkveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 12:56
20 stiga hiti og sól.
Hæ ,hæ það er geggjað veður úti um 20 stig og sól. Og ég að vinna inni. Sá nú spánna í gær, um helgina verður frábært veður á norðurlandinu og ég að fara í rigningu í rvk. Ég ætla að skella mér í borginna um helgina og fljúga frá Akureyri. Sindri fer til pabba síns um helgina og Sigrún er að fara i viku ferð til danmerkur . Það verður örugglega gaman.
Góða helgi.
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2008 | 15:38
Skólaslitin voru í dag.
Hæ,hæ
Jæja nú vorum við á skólaslitunum í árskóla og gekk það vel. Það er komið sumar og krakkarnir komnir í frí frá lærdóm. Sigrún min ætlar að æfa sig í sumar að lesa og auka þann forða. Þau eru nú hjá afa sínum í hofsós ég er að vinna lengur í dag til 17 svo fer ég yfir á eftir.
Jæja ég ætla nú að hafa þetta stutt og óska ykkur góða helgi.
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)