Færsluflokkur: Bloggar
24.7.2008 | 10:15
Sólarhádegi á króknum í dag. Þjónustuverið verður lokað frá 11:30-13
Hæ hæ
Það verð aldeilis flott í hádeginu í dag. Það verður boðið uppá léttan hádegiverð úti í sólinni uppí litla skógi og verður þjónustuverið lokað í hádeginu en síminn væntanlega verður tekin i rvk á meðan.
Sigrún Þóra er að ljúka reiðnámskeiðinu í dag og fara þau í langa ferð í dag frá 13 -17 með nesti og nýja skó. Svo er hún að fara í nokkra daga til pabba síns. Fer núna á sunnudag og tilbaka á fimmtudag með fluginu. Henni hlakkar mikið til og þau voru að skipulegga hvað ætti að gera heyrðist mér í símanum í gær.
Við Sindri skellum á okkur hjálmana og hjóluðum í sól og blíðu, sindri vildi nú ekki fara af þegar var komið á Hólaveginn til dagmömmunnar sagði hjola meira. Langaði að segja ykkur þegar hann sér gröfu-bát- þá segir hann afi á svona mjög fyndið þegar hann segir þetta. Hann kallar mikið á ömmu sina gústu, ja hann á auðvitað fleiri afa og ömmur en þau eru nú eitthvað upptekin í öðru svona á sumrin.
Jæja hér bíður mín stór bunki í heimilsfangabreytingum
Sólarkveðjur frá króknum!
Þorgerður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 13:43
Bóngó blíða framm yfir helgi!!!
Já loksins kom sumarið þetta er nú búið að vera þoka og blautt sumar og kalt. Það er allaveganna góð spá í kortunum. Vonandi að veðurguðarnir standi sig. Kannski að skreppi í sólbað um helgina...
Allt gott að frétta:
Sigrún Þóra er að klára reiðnámskeiðið á föstudaginn og eru þau að vera í svaka reiðtúr á morgun eitthvað upp eftir sagði Ingimar mér áðan. Hún er búin að vera í tvær vikur og svo ætlar mín að skella sér í nokkra daga til pabba síns sem byr í hafnarfirði.
Sindri Snær er nú bara sprækur, það eru að koma fleiri og fleiri orð hjá honum. nýjasta er yes,hús,trré, og mörg fleiri orð að myndast.
Við skruppum yfir á hofsós í gær og þar var smá veisla í sólvík Davíð frændi var með konu sína og dóttir þau búa í noregi. það var matreitt lambahryggur,hesta kjöt(hrossakjot) saltað lambakjöt, og bauna súpa sem heitir nú saltkjöt og baunir . Dídí var nú svo elskuleg að töfra þennan mat og bauð. Og rosa flottur eftirréttur mmmmmmmmm.
Já já það er allt gott að frétta af mér. Ég er alveg farin að breyta mataræðinu og svo að finna sér meiri tíma í að hreyfa sig. Þetta kemur með kalta vatninu.
Jæja læt þetta duga í bili.
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2008 | 12:04
Mig langar að fara í Ikea að versla á útsölu!
Hæ, hæ
Aftur komin mánudagur og það er 21.júlí já sumarið líður fljótt. Við vorum í bústað um helgina og var ýsmislegt brallað. Ég gekk í gær uppá smá fjall með sindra í kerrunni og gerði æfingar á laugardagsmorguninn með sindra á mér. Og Farin að huga að matarræðinu takk fyrir sparkið sirrý mín og kristín. Nú verður hart barist með auka kílóin ekkert elsku mamma. Ég skal eins og hinar mömmurnar.
Á heimleið í gær þá gekk nú frekar brösulega að fá benzín ég ákvað að koma við í Víðihlíð en þá átti maðurinn ekkert inneignakort átti nú 956 kr svo ég dældi því á hann var um aðeins yfir strikinu 1/4 svo það var að keyra 40 km í blönduós og þar á N1 áttu þeir bara 10.000 kr inneign nei mín átti nú ekki svo háa fjárhæð svo ég keyrði á 1/4 á krókinn.
Já mig langar að fara í ikea að versla en það verður ekki leyft þetta sumarið, borga niður skuldir. En maður getur keypt Jólagjafir það er nú sparnaðar leið að vera á útsölum.
Þóra systir og co, Arndís með sinn mann og dóttir, Emma var nú ein skyldi mann og barn eftir heima meðan að hún naut sín í útilegu við skelltum okkur í bíltúr á Hvammstanga þar voru þetta fólk í útilegu og það var frekar kalt á þau á föstudagsnóttina fór í frostmark sagði einhver og þau skrifuðu á gluggana á bílunum mrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr..........en það var orðið steik 23 stig á laugardagsmorguninn við skelltum okkur í kaupfélagið á hvammstanga og margt keypt í svanginn. Svo var brugið sér á markaðinn og ég auðvitað gat eytt eða Þóra systir borgaði 100 kr fyrir mig. Það var lítil græn lukt með sprittkerti og eitthvað dót f/sindra bangsimon,tumi tígur og Gristlingur voða sniðugt. Við röltum svo á bryggjuna og þar sáum við margt flott í sjónum. Við vorum að stikna. Svo var farið á sela safnið og þaðan rölt í gallerý og safn uppá lofti. Rosalega flott . Þaðan var skellt sér í sund og þar var flatmagað í grunnri laug og þar naut sindri sýn í botn. Stóru krakkarnir fór í sundlaugina og er þetta með flottum sundlaugum sem ég hef farið í. Svo skruppum við uppá tjaldsvæði og drukkum nestið okkar og svo var brunað í bústaðinn og þar beið okkar vöfflur. Og svo var grillað um kvöldið . Það var spilað krikket og spilað sciuvens örugglega ekki skrifað rétt.
Davíð frændi frá Noregi er hér á landi með konu og barn það verður væntanlega hittingur yfir á hofsós annað kvöld. Hitti hann einmitt áðan.
Jæja ég ætla að láta þetta blaður mitt duga í bili og skella mér í mat í góða veðrið.
Þorgerður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.7.2008 | 15:27
Þarf að fá spark í rassinn
Hæ, hæ
Þessi sjálfsægi sem ég á að eiga til er eitthvað týndur, en ég er eitthvað búin að vera löt þessa daganna en byrjaði nú aftur með Ágústu Jhonsson spólunni í morgun. En það er greinileg að halda áfram annars gerist ekkert. Hún Dóra mín er nú að fá fjölþjálfan sinn úr viðgerð. Maður er of góður við sjálfan sig og finnur alltaf einhverja afsökun. Þarf sem sagt að fá spark í rassinn frá ykkur lesendur góðir.
Er að fara að setja upp gardínur í kvöld, og hann Orri ætlar að koma og skrúfa í vegginn til að ég geti hengt þetta upp. Mamma er snillingu við saumaskap, við keyptum einhverjar forljótar gardínur í rl.(rúmfatalagarnum.) Það verður bara að duga núna, annars er svo bjart. Og sindri og Sigrún halda að sé dagur alla nóttina.
Hér er ömurlegt veður rigning og aftur rigning Sigrún mín var að koma hér úr reiðnámskeiði og alveg hundvot. Hvar er eiginlega sumarið við erum búin að fá einn og einn dag þá fer hitinn uppúr öllu veldi.
Jæja ég ætla að fara að gefa sigrúnu heitt kakó og brauð meðan að ég snæði mér af ferskum ananas og ávexti sem er í boði hér i vinnunni.
kveð að sinni Þorgerður og Sigrún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.7.2008 | 13:39
Mánudagurinn 14.júlí
Hæ, hæ
Sigrún var að byrja á reiðnámskeiði í dag , hún var voða spennt. Þau ætluðu að fara smá hring í kringum hitaveituvatnið. Sæki hana svo aftur um 15 í dag.
Við vorum í bústað um helgina og það var ekta sumarbústaðar veður rigning þá gat maður verið inni að horfa á imbann,lesið og spilað og borðað.
Voða eitthvað andlaus í að blogga.
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 13:58
Púsldagurin í dag
Hæ, hæ
Komin föstudagur 11.júlí já þetta sumar flýgur í burtu. Ég var í fríi 9 og 10 júlí það var nú ýmislegt afrekað í gær sást nú til sólar svo það var drifið sig í að mála grunninn á húsinu í blíðskaparveðri. Við Sigga nágranna kona kom með málingu og við ekki lengi að mála. Nú er húsið allt annað, en það á eftir að mála gluggana og þakið. Við enduðum svo í grilli hjá múttu í gærkveldi.
Já það er púsldagur í dag hjá Sindra Snæ, dagmamman er í frí svo mamma var með hann frá 8-10 þá kom Jón Oddur bróðir og tók hann og þeir fóru í fjöruferð, sáu fugla og sáu ketti og hunda og meiri segja skeltu þeir sér á róló. Og svo kom ég og sótti hann og við fengum okkur að borða og Sindra skellt í kerruna og ég rölti með hann á skagfirðingabrautinni og hann ekki lengi að sofna, fyrirmyndarbarn. Mamma er nefnilega í klippingu hjá Ernu svo hann sefur f/framan og ég að vinna til 16 við ætlum svo að skella okkur í bústað um helgina til Kærastans.
Jæja góða helgi!
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 14:37
spilaði Golf alla helgina
Hæ hæ
Nú er mánudagur 7. júlí
og ég auðvitað í vinnunni. Helgin var í allastaði frábær spilaði golf alla helgina með mömmu. Sindri fór til pabba síns á laugardags morgununn og við skelltum okkur í golf í 22 stiga hita og sól þetta var eins og á spáni Sigrún mín rölti með okkur og var hún með vasadiskó með í för og ekki sýndist mér henni leiðast, hún söng og dansaði og fékk að pútta. Við skelltum okkur svo í sund seinnipartinn og maður meiri segja lá í sólbaði uppá bakkanum og þegar við löbbuðum heim fór sigrún úr að ofan, við vorum að stikna úr hita. Við fórum svo yfir á hofsós og grilluðum kl. 22 um kvöldið með Dísu og fjölskyldu. Við komum ekki heim fyrr en um miðnætti og tók helling af myndum af sólarlaginu. það var geggjað veður þennan dag. Ég hitti Hjört Jónsson bekkjar bróður minn í golfinu og hann spurði mig hvort ég væri ekki inná facebook.com . Ég var nú einu sinni búin að koma þarna inn en ekki skráði mig. Ég var greinilega ekki nógu forvitin þá. En ég skráði mig í morgun og þetta er nú bara skemmtilegur vefur. Við fórum svo aftur í golf á sunnudeginum og þá var svarta þoka en við létum nú það ekki á okkur fá og spiluðum í 2 1/2 tíma. Mér finnst þetta rosalega skemmtileg íþrótt nú vitum við hvað ég geri í ellinni.Hí hí
Alexsandra vinkona Sigrúnar gisti hjá okkur í nótt. Þær fóru svo í sumartím í morgun. Við ætlum svo að skella okkur í rabbara týnslu eftir vinnu. Sindra er væntanlegur heim til sín um 16 hann var hjá pabba sínum.
Jæja læt þetta duga í bili.
Þorgerður (golfari)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 09:40
Keypti handlóð og íþróttaskó í gær.
Góðan daginn!
Það var vaknað auðvitað eldsnemma í morgun og var það Sindri þar aftur á ferð. Hann er nú ekkert fyrir því að koma og kúra hjá mömmu sinni heldur en það bara fram úr rúminu mamma. Já já ég druslaðist framm úr og tók mig nú til og fór og setti upphitunarspólu í tækið og byrjaði í upphitun svo setti ég aðra í sem heitir með lóðum og fór í smá trimm. Þetta tekur vel á. Svo kom Sindri inn og prílaði uppí rúmið til systursinnar og vakti hana með hoppum og læti...........huggulegt eða þannig.
Við fórum svo öll og fengum okkur að borða ab súrmjólk með heimalöguðu múslí og sykurlausri sultu úti hjá mér en hinir fengu með ceriosi.
Tók jú eftir nokkrum bólum á Sindra. (er ganga víst hlaupabóla) Sigrún á líka eftir að fá.
Það er orðið nú huggulegt hjá henni Siggu og Sillu þarna í sundinu hjá okkur, það voru hellingur af fólki þegar ég kom heim í gær og var að þökuleggja. Ég ákvað nú að vera ekkert fyrir þeim og fór að slá garðinn minn. Hann frá ríp ætlar að koma eftir helgina og krafsa þarna hjá mér og við ætlum að þökuleggja þar sem snúrurnar eru. þá verður þetta huggulegt hjá okkur. Sindri var nú líka en hún Maríanna Margeirs var að líta eftir honum í gær, hún ætlar að passa aðeins fyrir mig í sumar til að ég geti nú komist í trimmið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2008 | 14:46
Á spáni !!!!!!!!!!!!!!!
Nei ég er ekki á spáni er í vinnunni. Það er geggjað veður úti. 21 gráða já 21 gráða alveg ótruglegt. Einhver hitabylgja yfir íslandi og verður fram yfir helgi.
Það eru framkvæmdir við skógargötuna í sundinu hún Sigríður Magnúsdóttir sem býr í grænahúsinu byrjaði og við smituðust ég og Silla nágranna konan mín. Við ætlum að hafa í einu horninu grill aðstöðu.... svaka kósý...svo ætlum við silla að mála gluggana og þakið verður líka málað. Og við fáum aðstoð Orra í þetta með okkur. Svo þarf ég að gera lika meira fínna hjá okkur hjá mér. Var einmitt að hringja í vinnuskólann og biðja þá um að slá garðinn sem bærinn á fyrir aftan húsið. Já ekkert mál sagði Stefán Ómarsson. Ég ætla sem sagt að slá garðinn minn í dag, gera sætt hjá mér.
Bloggar | Breytt 4.7.2008 kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 06:52
Golf í sólarlaginu í gærkveldi
Hæ,hæ hér er ég að skrifa eldsnemma að morgni dags klt:6 er alveg að sofa, en Sindri Snær er vaknaður , auðvitað var drifið sig fram úr. Sitjum og er að horfa á Lassí vegna þess að það sofa allir í húsinu. Við er i hofsós hjá pabba, gamli bauð okkur í ekta kjötsúpu í gærkveldi og borðum um 8.manns. Svo var drifið sig að svæfa yngsta meðliminn og ég skellti mér i golf ásamt 2 karlkyns þeir eru að vinna herna í næsta húsi. Vá það var geggjað gaman átti rosalega flott högg og stundum líka légleg. En æfingin skapar meistarann .fórum að Lónkoti sem er hér rétt hjá hofsósi þar er 9 holu völlur við vorum að spila til 23:30 og það var bara blanka logn og sól getur ekki hafa verið betra veður.
Við förum svo að klæða okkur og skella okkur yfir á krok, þarf að mæta í vinnu. Það er fimmtudagur svo það er morgunkaffi i vinnunni, ekki slæmt að byrja morgundaginn að mæta til vinnu og fá sér rúnstykki og fl meðlæti og kaffi,te,kakó mmmmmmmmmmmm hlakka bara til.
Jæja þið fáið öruggleg að heyra frá mér síðar í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)