Færsluflokkur: Bloggar
22.8.2008 | 10:37
ÁFRAM ÍSLAND,ÁFRAM ÍSLAND HVETJUM OKKAR MENN!
ÞAÐ MÁ NÚ ENGIN MISSA AF HANDBOLTANUM SEM VERÐUR SÝNDUR Í HÁDEGINU. HÉR Í VINNUNNI ER BÚIÐ AÐ VERA SETJA UM GRÆJUR UPP Í KAFFISTOFUNNI OKKAR TIL AÐ VIÐ GETUM STUTT OKKAR MENN. ÞAU ÁSI OG HRÖNN ER BÚIN AÐ VERA UPPÁ ÞAKI MEÐ LOFTNET TIL AÐ VIÐ GETUM SÉÐ. SVO VERÐUR BOÐIÐ UPPÁ PIZZUR OG KÓK EKKI AMALEGT AÐ VINNA Á SVONA VINNUSTAÐ.
Skólinn byrjaði strax í morgun kl.08:10 og var farið snemma að sofa í gærkveldi. Við vorum í gærkveldi að merkja og setja í skólatöskuna. Sigrún var voða spennt.
Sindri Snær fór á leikskólann í kl:08.00 og það var vel tekið á móti honum. Skoppa og Skrítla cd diskurinn hljómaði um deildina og fannst Sindra það mjög skemmtilegt. Hann valhoppaði þegar hann var að setjast að borðinu og að átti að fara að borða hafragraut,lýsi og meðlæti. Hann á að vera til 15 í dag og ætlum við að skreppa til Maríu Dagmömmu og kveðja þau.
Jæja nú ætla ég að halda áfram í vinnunni.
Áfram Ísland!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 12:05
Miðvikudagurinn 20.ágúst
Hæ,hæ
Það gengur allt vel í aðlögunni með Sindra Snæ á Leikskólanum. Við mættum í morgun kl.08 og Sindri fékk að vera þjónn ásamt einni stelpu í viðbót og röltum við inní eldhús og náðum í morgunverðavagninn .Þau leiddu svo vagninn ásamt Gauju inná deild., það var ristað brauð og ostur ásamt jarðaberjasultu og kakó í morgunmat. Þau voru nokkur sem gátu ekki meðið og fengu sér smá ostbita. Sindri fékk sér eina sneið og svo var hann rokinn í dótið. Hann ætlaði að baka kaka og fékk fullt af dóti og voða gaman. Við foreldrarnir fóru svo inná kaffistofu meðan krakkarnir voru í leik og starfi. Það voru tvær mömmur í viðbót og var mikið spjallað. Svo fór minn maður aftur til Maríu dagmömmu og verður til 16.
Sigrún Þóra skrapp með afa sínum sem kom í heimsókn og fóru þau yfir í gærkveldi á hofsós. Og ætla að á sjóinn að veiða, Sigrúnu finnst það æði og á hún eigin stöng sem afi hennar keypti.
Svo ég er mætt aftur til vinnu og það er nóg að gera.
kveðja í bili!
Þorgerður, Sindri Snær og Sigrún þóra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 15:26
Mánudagurinn 18.ágúst
Hæ, hæ
Það gekk allt vel hjá Sindra Snæ í alögun í morgun, það voru allir úti þegar við komum. Sindra fannst þetta nú ekki leiðinlegt ég tók nokkrar myndir og vona að þær birtist mjög fljótlega.
Sigrún er hjá Ásthildi vinkonu sinni og ég heyrði í henni áðan og mátti hún nennti nú ekkert að tala mikið við móður sína.
kveðja !
Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 21:22
17.ágúst 2008 og ég orðin 31.árs
Sælt verið fólkið.
Ég átti yndislega helgi og dagurinn dag var bara flottur.
kveðja!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2008 | 09:24
Þá er þetta síðasti alvöru dagurinn hjá Dagmömmunni.
Hæ,hæ
Í gær eftir vinnu þá hófst mín við að búa til eitthvað gotterí fyrir afmælisveisluna, setti í fat marengs og smá beylis yfir til að bleyta og britjaði þetta í fatið. Svo setti ég ný týnd ber og jarðaber og þeyttan rjóma og smá kókosbollur yfir og skreytti með bláberjum. Hitt fatið reif ég niður brauð , var búin að blanda í skál, rækjum,blaðlauk sem ég skar niður, vinberjum í tvennt, paprikku í smá bita, sýrðurrjómi og smá létt majones og skvettu að aramati, þessu spurði ég á brauðið og skreyti með vinberjum og tómatum og ný týndu steinselju úr glugganum. Dögg og Sveinbjörn Luckas 4.mán komu með pakka í gær og ég hitaði gamla góða brauðréttinn frá mömmu. Við fórum yfir á hofsós í gærkveldi með kökufat og kaldan brauðrétt. Afi og amma(langafi og langamma krakkana)Helgi hennar Völu kom, Rúnar hennar Valdísar, og Dúi komu í kvöldkaffi og svo koma Valdís í smá kaffi rétt síðar. Frétti svo að Dídi hafi rekið inn nefið seint í gærkveldi. Þau voru að hjálpa Völu og Helga að flytja í Varmahlíð.
Takk fyrir sindra.
Svo er þetta síðasti alvöru dagurinn hjá Maríu Dagmömmu. Í næstu viku byrjar hann á Leikskólanum Glaðheima. Og byrjar aðlögun strax á mánudaginn og fer hann svo til Maríu fyrir og eftir aðlögun. Ég fæ bara að skreppa úr vinnunni.
Sigrún Þóra mín er svo að fara á skólasettingu á fimmtudaginn 21.ágúst já skólarnir eru að byrja. Hún var að leika við Ríkarð bekkjarbróður sinn í gær og fóru þau í sund með frænku Ríkarðs. Rosa mikið fjör hjá þeim. Sigrún er núna hjá afa sínum og ég í vinnunni.
kveð að sinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 11:35
Til hamingju með afmælið 2.ára afmælið Sindri Snær
Hæ, hæ
Nú er 14.ágúst og Sindri Snær 2.ára í dag. Hann fékk vetrarúlpu og dót frá okkur Sigrúnu í morgun, svo fékk hann líka að opna pakka frá Auði ömmu og Óla afa það var Mu bók sem var skoðuð fram og til baka og rosalega flott bænir í ramma sem við munum hengja í herberginu. takk fyrir guttan Auður og Óli.
Sindri vaknaði eldsprækur í morgun sagði við mömmu sína þegar hann knúsaði mig daginn og halló. Þetta er nú voða notalegt. Svo vildi hann komst strax úr rúminu og fram. Við náðum í pakkana og það var hafist handa að taka upp. Sigrún hjálpaði bróðir sínum.
Við fórum svo með stórann pakka af ís til Maríu dagmömmu og Sindri var alltaf að segja égáattta vildi nú ekki missa af því að fá ekki ís. Hann hélt fast um pakkann í bílnum og vildi nú ekki láta Maríu fá pakkann um stund en svo röltu þá með ísinn í frystirnn vegna þess að það átti eftir að borða morgunmatinn. María ætlar svo að baka vöfflur í dag að tilefni afmælisins og við ætlum að skella okkur í Hofsós í dag til pabba.
Mamma hringdi í morgun og var hún auðvitað vöknuð snemma til að fylgjast með handboltanum en ísland tapaði með einu stigi. Hún talaði við Sindra og talaði hann heil mikið,daginn, hæ og bæ . he,he
Jæja læt þetta blaður mitt duga í bili.
kveðja!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.8.2008 | 13:53
Sindri Snær 2.ára á morgun 14.ágúst
Hæ,hæ
Til hamingju Þóra mín með 30.árin hringi í þig i kvöld.
Jæja þá er 2.ára afmælið hans Sindra að skella á. 14.ágúst. María dagmamma ætlar að baka köku og við ætlum að koma með ís. Sindri er svo að fara að byrja i aðlögun í leikskólanum eftir helgina. Var á fundi í morgun ásamt fl. foreldrum og leikskólastj ,deildarstj.. Það var farið yfir reglur og fengum sent með heim blöð sem við eigum að fylla út og skila. Þetta verður rosalegaskemmtilegt og breyting fyrir Sindra. Hann er nú búin að hafa að rosalega gott hjá Maríu dagmömmu við eigum nú eftir að sakna þeirra. En það koma flestir krakkarnir á leikskólann sem hafa verið á Sælukoti. ´Ég ætla nú að skella í eina margengs og brauðrétt til að eiga á morgun. Ef þið hafið áhuga að kíkja í afmæliskaffi.
Sigrún Þóra er í kveðjupartýi hjá Alexsöndru í Tröð. Hún er að flytja til Keflavíkur.
Jæja kveð að sinni!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 15:26
kíkið endilega inná hammer.bloggar.is
Þetta er minn fyrrverandi að ausa yfir mig. Þið getið alveg sagt ykkar skoðun á þessu máli. Það var þannig að ég neitaði honum eina helgina um drenginn og það var nú góð ástæða. Ægir sem sagt komin á næturvaktir og kemur hingað ósofinn að sækja drenginn. Hann býr á Akureyri (faðir Sindra). Ekki búin að hvíla sig í 13-16 tíma. Ég vil ekki að hann sé að koma hingað ósofinn að sækja drenginn . Þetta er hagsmuni Sindra í húfi. Ef þið hafið einhver komment endilega skrifið.
kveðja Þorgerður
Bloggar | Breytt 12.8.2008 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.8.2008 | 09:56
Dóra vinkona flutt til ísafjarðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2008 | 08:13
Er ekki í blogg stuði þessa daganna.
Hæ er ekki í blogg stuði þessa daganna.
kveðja Þorgerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)