Mánudagurinn í borginni!!!!!!!!

Góðan daginn.

Eruð þið ekki bara hress??

Alltaf líður þessi helgi. 

  Vaknaði nú ekki fyrr en um 7 eitthvað þreytt og meiri segja setti á snozzer..mmm hvað skildi ég hafa verið að gera í gærkveldi. Ég fór til Guðbjargar vinkonu með nuddbekkinn og fékk hún góða slökun og nudd.

Við Ásta grilluðum Lax ...mmmmm hann var bara góður. Setti hann í álpappír, smurði svo mangó sultu(chutney) og skar mikið grænmeti,blaðlaukur,hvítlauk,rauðlauk,sveppi,tómata,papprikku og setti með laxinum grillaði þetta þangað til að hann var bleikur í gegn. Jú kryddaði með smá timjan og hvítlaukssalti. Fengum við okkur sætar og venjulegar kartölfur í ofni með rósmarin kryddi og salti.

Á laugardaginn fórum við Ásta vinkona í slökun, fórum í gömlu sundhöllina í Hafnarfirði. Það eru einmitt um 10 ár síðan að ég fór þar síðast. Við skelltum okkur í sána svona ekta. Þoli ekki vatnsgufur. Þessi var þannig að eru heitir steinar og þú notar ausu til að setja vatn vorum með bursta með okkur og vatn og svitnuðum þangað til við vorum orðnar vel heitir.  var bara æði.  Fórum svo í pottinn og ég synti nokkrar ferðir í sundlauginni. Seinna um daginn skelltum við okkur í krepputorgið stóra og sáum við nokkuð furðulegt unga konu með pylsu í hendi í rauðri kápu og háum skóm, hlaupandi þetta var bara fyndið. Okkur fannst þetta fyndið og litum báðar á hvora aðra og hlógum..Kíktum á Merkja Outlet fatamarkað og svo í office one og þar náði ég að eyða smá í bækur. Þæfing og svo 1001 aðferð til að slaka á. Fórum við í Pier í smáralindinni og missti mín aðeins ætla að fegra umhverfið í kjallaranum með kertum,og punterý fór svo í matarboð til Sigríðar og Hannesar um kvöldið og þar fékk ég rosalega góðan mat. Fékk meiri segja uppskrift af hollu nammi...ætla ég að prufa þegar heim er komið.. Takk fyrir mig..

Á föstudeginum eftir vinnu fórum við Ásta vinkona í kringluna þar sáum við einn mann sem var frekar hall ó. Hann hefur ætla að vera rosa töffari en skyrtan sem hann var í var bara of lítið og tölurnar..þið getið eflaust ímyndað ykkur restina, við vorum nú ekki lengi að líta hvora og aðra og við auðvitað sprungum úr hlátri...Við grilluðum svínahnakka og fengum okkur rauðvín..höfuðum það mjög næs.

kveðja! Þorgerður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband