Allt í snjó á króknum og 3 dagar í samkaupsmótið í keflavík

Hæ,hæ

Einhver bloggleti í mér en vonandi fer það að skána með vorinu..he,he

Síðasta helgi var bara geggjuð það byrjaði á föstudagskvöldið með skrúðgöngu frá íþróttahúsinu en við löbbuðum á móti og mættum þeim hjá kaupþing og Sindri var í kerrunni og við Sigrún fótgangandi ekki voru nú allir bæjarbúar ætlaði það hafi ekki verið um 50-80 manns og fór fólkið til kirkju og þar fór séra Sigríður með sálm. Sindri var nú ekki ánægður að fara inní kirkjuna í öllum skrúðanum sem ég var búin að dúða hann í. Við fórum sem sagt út úr kirkjunni með það sama og setti Sindra í kerruna og þar var hann sáttur. Ég horfði sem sagt frá gangastéttinni inní kirkjuna og hlustaði á söngva. Svo fóru allir út á kirkjutorgið og þar kveikt bál í tveim tunnum og hópaðist fólkið í kringum og svo var sungið rosalega gaman og krakkarnir skemmtu sér svo vel það var logn þetta kvöld.

Við vöknuðum svo snemma á laugardagsmorguninn kl. 8 og það var byrjað að smyrja nesti og græja liðið f/fjallið. Við buðum Hallgerði og Ingurósu með og var farið að græja bílinn, sumir nágrannar eins og hún Sirrý vissu nú ekki hvað á hvað stóð veðrið þegar Þorgerður, ég var að fylla bílinn af ýmsu og þessu dóti. Já það fylgir oft mikið dót með manni..eins og þið kannist örugglega við þegar börn eru hins vegar. bílinn var sem sagt pakk hlaðinn. Meiri segja þurftum við að koma sleðanum hennar Sigrúnar f/ í bílnum hjá Maríu Björk.

Uppí fjall var farið í blíðskapar veðri, fólk streymdi að og var rosalega gaman. Sigrún fór á skíði fram á hádegi og fór hún margar ferðir. Hallgerður fór í hóp og fór hún t.d í slöngu,báta og skreytti snjóinn með kóki. Og við Sindri rendum okkur á sleða og lékum okkur með skóflu og fötu. Svo kom að hádegi og alls staðar var fullt á borðum og stólum svo við fórum í pikk nikk hjá Maríu, hún breyddi út teppi við hliðina á bílnum og þar var fullt setið af okkur. Fólk sem fór fram hjá fannst þetta sniðugt og voru teknar myndir til heimildar. Eftir hádegi fór Sigrún og Hallgerður upp með sleða og rendu sér á sleða og slöngu og svo enduðum við kvöldið með að fara í reiðhöllina á kvöldvöku. Sigrún vann gjafabréf kók og pylsa hjá shell sport.

Á sunnudeginum fórum við í sund og buðum Hallgerði með og bakaði ég svo  spelt vöfflur um kaffileitið.

Næstu helgi erum við að fara á samkaupsmót í körfubolta eða Sigrún að fara með liðinu sinu á sitt fyrsta mót og ætlum við að fara á föstudaginn suður eftir vinnu. Orri frændi var að hafa samband og sonur hans Ásgeir verður að spila með Breiðablik vonandi hittum við þá.

Jæja nú ætla ég með stelpuna til tannlæknis.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið hefur verið gaman hjá ykkur. Hefði verið gaman að vera með ykkur en kannksi bara næst.

 knús og kossar úr firðinum. 

Ásta Kristín (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband