Mánudagurinn 18. mai

Góðan daginn og ein önnur helgin búin það var frekar erfitt að vakna í morgun og mættum við aðeins seint á okkar staði í morgun.

Sindri Snær fór til pabba síns um helgina og fór hann með Auði ömmu og Óla í húsbílnum á föstudeginum og kom svo með þeim til baka í gær.

Sigrún Þóra fékk að fara aðeins fyrr i sveitina og náði pabbi í hana um hádegi á föstudeginum.

Ég varð sem sagt ein heima í nokkra tíma eftir vinnu og ætlaði ég að fara uppá golfvöll eins og ég gerði en þá var kúluvélin biluð svo ekki voru slegnar kúlur í þetta skiptið.

Svo mín fór heim og tók sig til f/helgardvöl á hofsósi. Þetta var yndislega helgi og gerðum  við bara þónokkuð.

Fórum 2-3 á sjóinn og veiddum fiska, fórum í sveitina hittum þar ömmu og afa og fullt af fólki. . Laugardagurinn var sofið aðeins út, legið í sólbaði,afi var út á túni og röltum við sigrún til hans í blíðskaparveðri, afi er nú orðin gamall. Amma var inni eins og konur á hennar aldri gera, alltaf að gera í eldhúsinu handa sínu fólki,  vatnslagur seinna um daginn við Sigrúnu og hun fékk að sprauta aðeins á mig..fórum í sveitina og þar var legið í sólbaði og svo var skellt sér á sjóinn og veiddum nú bara 5 fiska þennan dag. klukkan var svo alveg að verða 19 og Eurovison byrjaði og borðuðum við útá palli í góðu veðri og sjónvarpið var stillt frekar hátt. Eftir það fór pabbi og sigrún með fólk á sjóinn og ég labbaði mér til Dagmars og co...og horfði þar á úrslitin og var mikið hrópað þegar iceland fékk stig.

 Fórum við Dagmar uppá Þrastastaði síðar um kvöldið og áttum þar yndislegastund sólin var að setjast, lömbin hoppuðu og skoppuðu og foldaldið líka og hlustað á kyrrðina. Fórum við svo heim til hennar og þar var fólk að týna sig út á lífið, Ég bauðst til að passa Völu Rakel meðan mamma hennar kíkti út..ég endaði svo um nóttina að keyra Rúnari og Helga í fjótin það var bara gaman og komum við heim um 6 á sunnudagsmorgun og ég svaf til 9:30 og þá hentist ég á lappir og drifum við okkur á sjó og lentum í smá fiskerý í blíðskaparveðri. Og svo var legið í sólbaði á pallinum og svo fór ég og roðfletti fiskanna og beinhreinsaði. Sindri kom svo í sveitina og fórum við í gær uppá Þrastastaði og endaði helgin á því að Sindri datt í lækinn og varð því votur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband