28.4.2009 | 09:49
Sundmót á morgun á króknum
Hæ,hæ
Rétt að blogga smá.
Sigrún Þóra er að fara að keppa á sundmóti á morgun sem verður haldið á króknum. Hún keppir í skrið-bringu og bak í skriði og hafa þau verið að æfa mikið. Það var farið síðasta föstudag í smá skemmtiferð með krakkana sem hafa æft í vetur. Við fórum nokkrar mömmur með, gistum í þelamörk sem er frábær staður. Flott sundlaug og leiktæki og fengu krakkarnir að fara inná Ak. út að borða á Greifanum og svo í Keilu. Allir ánægðir held ég.
Við erum búin að vera í sveitinni i tvær nætur og höfum við keyrt á milli. Það er farið að bera uppá Þrastastöðum hjá afa og ömmu. Sigrún finnst rosa gaman. Sindri komst í drullu og var næstum því límdur við drulluna en þá kom systirin til bjargar og þurfti að skola stígvélin til að sindri kæmist í bílinn.
Sigrún er búin að vera að æfa körfubolta í vetur hjá Hrafnhildi Sonju og ætlar hún að bjóða krökknum heim til sín í pizzu í dag eftir æfingu. Hún er frábær og áhugasöm þrátt kannski fyrir slæma mætingu hjá krökknum í vetur hefur hún staðið sig vel sem þjálfari.
kveð að sinni.
þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Athugasemdir
Gaman að heyra hvað Sigrún Þóra er dugleg í íþróttunum. Gangi ykkur vel á mótinu á morgun :)
Þóra Björk (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.