Sumardagurinn fyrsti er framundan...meiri segja frídagur

Hæ.hæ

Já það er langt síðan að ég bloggaði á ég ekki að hafa þá afsökun mikið að gera og sólarhringurinn ekki nógu langur.

Við fórum til Vestmannaeyja um páskanna til mömmu og áttum þar yndislega daga. Við gerðum margt á þessum dögum.Mjög gaman að koma og sjá þessa fegurð, ég skora sem flesta að koma þangað. Fórum í sund nokkrum sinnum í innilaugina og þar var hún heit og syndi Sindri mikið. Sigrún fannst rosalega gaman hún var mikið á stökkpallinum. Mikið af dóti. Skoðuðum flest allt: Stórhöfða, götuna sem fór undir eldgosið verið er að grafa upp,, keyrðum nokkra hringi um bæinn, sáum gæsir og endur í garði og gáfum brauð, löbbuðum í bænum, sáum sprangið, eyjarnar, Herjólfsdalinn, golfvöllinn, og margt fl.  held ég það sem hægt er að skoða í eyjum svona ekta túristi, mamma stóð sig vel. Við flugum og tók hver ferð um 20 mín og voru krakkarnir til fyrirmyndar eins og alltaf.

Við erum nokkar mömmur með börnin okkar sem hafa verið að hittast á íþróttavellinum okkar og ætlum við að halda því áfram. Þetta er gott svæði fyrir krakkana að leika sér og svo skokkum við mömmurnar nokkra hringi og förum í leiki. Hittumst nú fyrst á laugardaginn var kl.. 10 og gerðum ýmsar æfingar, teygðum á og gerðum styrktaræfingar og hittumst svo í dag í rigningunni.

Það á að stefna á að fara skemmtidag hjá sunddeildinni hjá Sæhestunum til Akureyrar núna á föstudaginn gista eina nótt. Vonandi fáum við gistingu v/þess að það er andrésar andarleikarnir eru þessa helgi. Það verður mikið af sundmótum í sumar og meira segja skorað á foreldra að keppa einu sinni, eins gott að fara að æfa sig..

Sindri er að hætta á bleyju og erum við í átaki, leikskólinn, Ægir og ég og gengur nú bara vel.

jæja hvernig væri nú að fara að sofa, vinnudagur á morgun.

Góða nótt

Þorgerður

Og börnin mín sem eru löngu sofnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GLEÐILEGT SUMAR

kveðja úr hellidembunni í Borginni..

Þóra

Þóra Björk (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 19:43

2 identicon

Gleðilegt sumur elsku vinkona.

Ásta Kristín (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband