30.3.2009 | 21:07
Allt í snjó, hvar er vorið!!!!!!!!!!!!!
Hæ, hæ
Við buðum Þóreyju hans Dadda heitins í mat í gærkveldi og spiluðum við ólsen ólsen og svo skilaði ég henni heim í vonda veðrinu. Það var voða gaman að fá hana.
Það byrjaði nú ekki vel í morgun, það var búið að snjóa mikið í gærkveldi og nótt. Ég tók mér skóflu í hendi og mokaði okkur út og var mikil ófræð í skógargötunni eins og alltaf þegar kemur vont veður en við komumst þetta á léttan leik en sátu nú samt nokkrir bílar fastir.
Sigrún þóra og Ég fórum og sáum Emil í kattholti sem 10.bekkingar eru að sýna þessa daganna við skemmtun okkur rosalega vel og mega þau vera ánægð. Sindri var hjá Auði ömmu í pössun og þegar við komun var verið að skylmast með pönnuköku spöðum, sindri er alltaf að leika sjóræning kann næstum alla taktana rosalega gaman að fylgjast með honum.
Við heyrðum í rosalega miklum flugeldasprengjum og það nú frekar óvenjulegt rétt áðan.????
Jæja best er fara að koma börnunum í háttinn og taka af borðinu og klára skattaskýrluna og svo er ég að fara að æfa mig í nuddi. Er að fara að nudda í vinnunni í vikunni. og má hvert nudd taka 10-15 mín.
kveð að þessu sinni.
Skógargata 3
Athugasemdir
Hann verður flottur sjóræningi. Sé hann alveg fyrir mér. Það er sem sé sjóræningjadót á óskalistanum.
En gott að vita að þig eruð ekki snjóuð inni.
kv. úr firðinum.
Ásta Kristín (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.