Þurfti að hringja í 112 á þveráfjalli seint í gærkveldi

Já góðan og blessaðan daginn.

Ég lenti nú ekki í skemmtulegu ferðalagi í gærkveldi/nótt var að koma úr rvk og gekk allt vel nema á þveráfjalli. Þurfti að hringja neyðarhringingu í 112 og þeir höfðu samband við lögregluna á blönduósi og þeir höfðu samband við björgunarsveitina á Blönduósi.  Það gerði brjálað veður og sá ekki milli stika hraðin var um 20 -30 km og svo keyrði áfram og þar lenti í ég í kófi og sá bara ekki neitt, fannst stundum að bílinn væri að fara afturábak en það var nú bara einhver ímyndun í mér svo byrjaði ég að keyra upp fjallið og gaf greinilega ekki nógu mikið upp brekkuna hjá þverá og sat þar föst í hálku og snjó og sá ekki neitt með hasarljósin og engin bíll á ferli í þessar 40 mín sem ég beið. Ég var búin að vera í sambandi við pabba á svona hálftima fresti og við komumst að niðurstöðu að hringja í 112. Þeir voru tveir frá björgunarsveitinni á blönduósi á stórum jeppa og ég fór uppí hann og annar þeirra keyrði bílinn minn og fylgdu þeir mig úr vonda veðrinu skildu mig eftir hjá skaga afleggjara og þar tok ég við ég þakka þeim kærlega fyrir aðstoðina, það er gott að eiga björgunarsveitir að. Pabbi trúði mér nú varla þegar ég sagði honum að ég sæti föst og sæi ekki á milli stika, vegna þess að það var ekkert á veðri á króknum.

Ég ristaði hnetur,fræ, rúsinur, og fór með í vinnuna og blandaði döðlum í skálar og fólki finnst þetta gott, uppskriftin er hér fyrir neðan í einhverju bloggi mínu heitir Hollustu nammi .

Fékk stórt knús og kossa frá dóttir minni í morgun þegar hún vaknaði og sagði að hún hefði farið að sakna mín. Sindri kemur vonandi heim í dag og hlakkar okkur mikið til að knúsa og kyssa hann.

kveð að þessu sinni.

Þorgerður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband