Öskudagurinn 2009

Öskudagurinn 25.Feb 2009

 

Já það var vaknað á mínum bæ um 6:30 ég skellti mér fyrst fyrir framan spegilinn og gerði mig klára áður en ég vakti skvísuna mína. Það var sko mikil tilhlökkun hún dreif sig á fætur og fór í fötin sem við fundum í skápnum mínum fyrr um daginn. Hún varð pönkari, bleikar leggings,bleikar glimmer legghlífar, bol og silfurgrátt glimmer belti, og svartan bol innan undir, hún fékk svaka andlitmálingu í framan og svo vöfflur í hárið og spennur, Sindri vaknaði svo og var hann Siggi sæti úr Latabæ og fór hann í leikskolan í dag. Þau hittust svo um kl. 9 í skaffó allur fjöldin um 9 krakkar sem fóru um bæinn á tveim bílum  og þakka ég Ingurósu og Maríu f/aksturinn svo var  ball  í íþróttahúsinu.

Það er búið að vera svakafjör í vinnunni og allir mættu með hatta, slæður og gerðu sig sæta til að taka þátt í deginum með krökkunum. Ég var með svaka flott ananas sól gleraugu sem slógu í gegn og hatt og gaf ég krökkum mola. Fannst sumir leggja mikið í sönginn og hinir rauluðu bara til að fá nammi. Það voru tvær mömmur sem sungu fyrir mig og fengu nammi fyrir... Dóra og Kristín  takk fyrir sönginn. Það er mynd af mér hér inná mínu myndaalbúmi.

Ég skellti mér i gærkveldi í kaffistofuna hjá vörumiðlun í að læra að prjóna, Pabbi var heima og passaði...rosalega var gaman þarna voru konur bæði vanar og óvanar eins og ég og meiri segja konur vanar að prjóna en voru að vikta við hekl og fengu aðstoð...bara skemmtilegt og ætlar þessi hópur að mæta í hús frítímans á fimmtudagskvöldið hvet ykkur sem er hér á krók að skella ykkur.

jæja farin í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú voðalega gaman að sjá nokkrar myndir

Þóra Björk (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband