23.2.2009 | 09:37
Bollur,bollur, bollur
Bolludagurinn 23. feb.2009
Jæja þá er helgin búin það gekk nú á ýmsu. Við fórum aðeins á rúntinn á laugardaginn og ekki frá sögu færandi þá var ég að keyra götuna hjá barnaskólanum þar sem þrenging er kemur smá hraðahindrun ég var svo blind og keyrði uppá og það sprakk á báðum dekkjum hægra megin. Það kom góður Frændi til bjargar sem bjargaði mér öðru auka dekki. Takk enn og aftur Halldór. Það var snjór og engin aðvörun, ég lét Lögregluna koma og kærði v/ engar merkingar nú fer ég í bæinn og krefst bóta og vona þeir setja upp merki.
Við erum búin að vera heima síðan á miðvikudaginn, Sindri var með háan hita og Sigrún ældi það kvöld og vorum við heima um helgina. Sigrún fékk nú að fara í sveitina á laugard með vinkonu sinni Önnu M og gisti hún þar. Þar var margt að sjá hænur, kýr,kisur,kindur og hestar og fékk hún að fara í bío á Bolt í gær. Við kíktum svo í smá afmæliskaffi til Dóru í gær. hún á afmæli í dag. Til hamingju.
Það á að skella sér í spinning í dag og svo í mat til Kristínar í fiskibollur.
Jæja læt þetta blaður mitt duga.
kveðja!
Þorgerður
Athugasemdir
Sjáumst á eftir í bollunum... vertu nú dugleg í spinningtímanum.... he he
Kristín Guðbjörg Snæland, 23.2.2009 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.