5.2.2009 | 13:09
Fimmtudagurinn 5.feb og -14 gráðu frost...mrr
Hæ,
Já það er kalt úti og verður það þannig næstu daga samkvæmt veður fréttum. Það er í lagi meðan er ekki vindur.
Allt gott að frétta af okkur á króknum, Sigrún mín er dugleg í sportinu í frostinu -13 var á sundæfingu í gær og ég spurði hvort hefði ekki verið kalt, nei það var bara þoka mamma (uppgufun).
Sindri Snær er bara frábær honum fer svo vel fram að tala og er algjör íþróttaálfur alltaf að gera æfingar. Ég fór á foreldrafund í síðustu viku og var Herdís fóstra ánægð með guttan. Hún sagði að hann væri með smitandi hlátur, oftast í góðu skapi, tekur þátt í öllu starfi finnst gaman að smakka mat. En ef hann væri í fílu þá væri það ekkert á milli mála.
Hann er að fara til pabba síns um helgina og ætlar Auður amma og Óli afi að taka hann með norður á morgun og kemur hann til baka á þriðjudag. Svo að verður löng helgi hjá okkur mæðgum við ætlum að fara norður á ak á laugardeginum skella okkur á skauta,bío eða eitthvað svo heim um kvöldið.
Jæja læt þetta duga í bili í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.