Mánudagurinn 26.jan.2009

Hæ,hæ

Jæja nú er helgin búin við vorum heima.

Bauð Jóni bróði á bóndadaginn í mat og fékk hann svínalund fyllta með gráðuosti setti svo beikonsneiðar til að loka lundinni þetta var svo sett inní ofn í smá tíma. Steikti svo sveppi á pönnu og setti mína sveppi líka sem ég týndi í haust restin af gráðuostinum úti og matreiðslurjóma útá og smá nautatening og lét þetta malla. Var með forsoðnar kartöflur sem ég var búin að grantínera í potti með smá timjan og salti.

Sigrún Þóra gisti hjá vinkonu sinni á föstudagsnóttina og fékk píppandi niðurgang um nóttina, en var nú orðin hress á laugardaginn. Ég kom svo um hádegið og ætlaði að taka þær stöllur í sund í Varmahlíð en við hættum nú við þá ferð. Fórum og gáfum hestum brauð uppá nafir og endaði sú ferð ekki alveg nógu vel, sindri var að gefa hestum gras og nartaði einn hesturinn í puttan á sindra og fékk smá skrámu á einn puttann eins gott að passa börnin, aldrei of varlega farið.

Ég og Sindri fórum svo í göngutúr á laugardeginum og minn maður sofnaði í vagninum og stelpurnar urðu eftir á skógargötunni á tóma róluvellinum og léku þar við Verónikku og svo kom Atli dagur. Við fórum svo á shell sport og tókum við okkur dvd og poppuðum um kvöldið og höfðum það voða kosý.

Á sunnudeginum var tekið eitthvað til og breytt inní herberginu hennar Sigrúnar. Fórum við sindri í langan göngutúr og sofnaði minn maður aftur í vagninum, það var rosalega gott veður og löbbuðum við alveg uppí hverfi og fórum við í heimsókn til Kristínar sem býr í Grenihlíð og svo til baka aftur. Svo kíktum við á Sigurlaug og Kjartan sem eru ný búin að eignast litla prinsessu.

kveð að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Takk fyrir innlitið krúttið mitt :)

Kristín Guðbjörg Snæland, 28.1.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband