Jólin búin í gær

Hæ, hæ

í gær þegar heim var komið fóru allir út í gönguferð, kerran hans Sindra var sótt niðri í kj það var geggjað veður, búið aðeins að snjóa. Sigrún Þóra fór á körfuboltaæfingu og vorum við Sindri að leika okkur á barnaskólalóðinni og fórum við í heimsókn á meðan að sigrún var á æfingu, hún kom svo við löbbuðum svo heim í yndislegu veðri blankalogn. Sindri og Sigrún skemmtu sér vel á leiðinni við komum heim og rendum okkur niður skógargötuna á sleða og engin nennti inn. Nokkrir voru að skjóta upp flugeldum í gærkveldi. Við borðuðum nú engan hátíðsmat í gær það voru fiskibollur.

Í morgun þegar við fórum út var snjórinn farinn og komin 8 stiga hiti ótruglegt veðurfar.

Ætli verðum ekki að taka  niður jólin um helgina og farið í kj og tekið til.

Bið að heilsa í bili.

kveðja!

Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Sæl skvísa. Gott að það var gaman hjá ykkur á þrettándanum. Leó  keypti einhver stjörnuljós og rautt blys handa Ölmu sem hún fékk að vera með í gær en annars var dagurinn bara hundleiðinlegur þar sem ég var veik og er enn. Vona að heilsan hjá þér sé í góðu lagi og bið að heilsa.

Kristín Guðbjörg Snæland, 7.1.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband