23.12.2008 | 15:44
Þá eru jólin að koma bara 1.dagur
Langaði til að óska ykkur Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Takk kærlega fyrir að fylgjast með okkur á blogginu og vona að þú lesandi fylgist með okkur á nýju ári.
Ég á bara hálftíma eftir í vinnunni þá er ég komin í jólafrí. Ég smakkaði smá skötu í hádeginu hjá henni Maríu og var um 30 manns í mat. Það er nú líka skötuveisla hjá Mömmu í kvöld. Við ætlum svo í bæinn ég og Sigrún til að fá svona smá jólastemningu. Sindri er hjá pabba sínum og söknum við hans sárt. En hann kemur annan dag jóla og þá verður smá jól hjá okkur. Ég er samt eitthvað voða andlaus að skrifa. Jólasveinarnir kíkja vonandi til okkar í fyrramáli og færa okkur smá gjafir það er aðfangadagur á morgun ótruglegt en satt og ennþá ekki alveg búin að ákveða fötin en allt orðið hreint og fínt hjá okkur. Kannski að maður geri smá jólate í kvöld ef einhverjir reka inn nefið..
Jæja hafið það sem allra best um jólin.
kveðjur Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær, Mæja kanína.
Athugasemdir
Gleðileg jól kæra vinkona. Hlakka til að gera fleira skemmtilegt eftir jól. Láttu þér líða vel.
Kristín Guðbjörg Snæland, 24.12.2008 kl. 11:11
Gleðilegt árið :)
Sigrún (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.