19.12.2008 | 09:24
Jól,jól, jól
Bráðum koma blessuð jólin................
Hæ,hæ nú eru bara 5.dagar til jóla.
Það var rosalega flott jólakaffi í vinnunni hjá okkur í gær, svona ekta jóla bröns, Séra Sigríður kom og las upp ljóð eftir Halldór Pétursson og svo stóðu nokkrir upp og byrjuðu að syngja jólalag sem þau voru búin að æfa í tvo daga rosalega flott hjá þeim. Svo voru færðar jólagjafir frá starfsmannafélaginu, fyrst kom umslag og þar var mynd af þeim þremur konum og svo kom pakki frá þeim og máttum við opna og þar var fallegur jólakonfekt diskur, seldist upp í skaffó. Íbúðalánasjóður gaf svo pakka sem verður bara opnaður á aðfangadagskvöld.
Það er svona verið að klára að föndra síðustu jólagjafirnar. Sindri Snær fer á sunnudaginn til pabba síns og kemur aftur til okkar á annan dag jóla. Það hefði verið gaman að hafa hann á aðfangadag en hann verður hjá pabba sínum og systkynum og Ástu en hjá okkur um áramótin. Þetta skiptist svo á næsta ári.
Ég og Sigrún Þóra ætlum að vera hjá mömmu og borða rjúpur. Þóra systir, Orri og Jón Oddur verða líka á Aðfangadag svo það verða svona róglega heita jól þetta árið. Sigrún fær alla athygli frá okkur.
Ég á nú eftir að baka smá og verður það vonandi gert um helgina.
Jæja nú ætla ég að fara að gera eitthvað í vinnunni
Góða helgi!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Sigrún Þóra var í jólaklippingu í gær og er að fara á jólaball í skólanum og svo á að vera líka litlujól.
Athugasemdir
Takk fyrir baðsaltið. Ég prófaði það nú ekki í gær en plana að skella mér í fótabað í kvöld :) Bið kærlega að heilsa og hafðu það nú gott um jólin.
Kristín Guðbjörg Snæland, 22.12.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.