11.12.2008 | 11:02
Vinavika í vinnunni
hæ ,hæ
Ég er búið að vera fjör í vinnunni hjá okkur þessa vikuna, það er svona vinavika og allir voru dregnir út á báðum stöðum. Allir að hamast við að gera eitthvað leynilegt við vin sinn...þetta er stundum erfitt en samt gaman að finna út hvað verður í næsta pakka. Fólk auðvitað ræður hvort það gefur ljóð, fallega sögu, snókommu á skjáinn, kerti, nammi og hvað eina sem fólki dettur í hug að gleðja. Og auðvitað á þetta ekki að kosta mikið eitthvað sem kemur frá hjartanu. Ég hélt að ég ætti engan vin en ég fékk fullt af pökkum í morgun þegar ég mætti til vinnu og eitt bréf sem stóð opnist fyrst og þar var bréf í því stóð þetta.
Kæri vinur
Það er ég viss um að þú varst farin að halda að einkavinurinn þinn þessa vikuna hefði alveg gleymt þér. En svo er nú aldeilis ekki. Við jólasveinarnir höfum bara alltaf svo annríkt um þetta leiti árs við undirbúning þess að koma til byggða. Og nú er þeim undirbúningi lokið og við á leiðinni til byggða eins og þú sérð af því að nú færð þú smá pakka frá mér. einn fyrir hvern dag vinavikunnar. sem bróður mínir og nánustu skyldmenni færa þér um leið og þeir láta í skóinn hjá börnunum. Þinn Einkavinur.
Svo voru þessir pakkar dagur 1. stóð á litlum miða. Einhverstaðar stendur skrifað að ljósið sé upphaf alls. Þar af leiðandi er kertaljós tilvalið ti að hefja vinavikuna. Fallegur kertasjaki gulur að lit með kerti í .
Dagur 2. En eitt kertaljós veitir ekki mikla birtu, þannig að hér færðu annað. Og auðvitað aukakerti í hitt ljósið. fékk brúnan glerkertastjaka.
Dagur 3. Sagt er að það rignir ekki bara. heldur er skýfall. Þess vegna ákvað ég að senda þér enn eitt kertaljósið til að lýsa hjá þér, enda er það hlutverk vina að vera ljós í myrkri. Og auðvitað fylgja svo aukakerti í ljósin sem þú ert þegar búin að fá. Þar var flott lítil hvitt glimmer kjertalukt.
Dagur 4 .var að berast með vörumiðlun greinilega að vinurinn minn er í rvk. þar stóð á litlum miða. Og þar sem er ljós þar þarf að vera skraut, þannig að í dag sendi ég þér glerskraut til að hafa með ljósinu. Og eins og áður líka aukakerti í ljósin í dag.
Svo er spuring hvað verður á morgun degi . 5 og svo verður tilkynnt seinnipartinn á morgun hver var vinurinn. Við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt.
Vildi deila þessu með ykkur kæru vinir sem ég á .
kveðja!
Þorgerður
Athugasemdir
Gaman af þessu ;)
Guðbjörg (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.