26.11.2008 | 09:17
Fyrsti sunnudagurinn í aðventu um helgina¨!!!!
Góðan dag eða Góða nótt það er dimmt úti og kl er 9:04 Sigrún Þóra sagði þegar við komum út í morgun......mamma sjáðu það eru stjörnur úti.
Um síðustu helgi var mikið gert og auðvitað leið helgin fljótt. Við bökuðum, Hallgerður vinkona Sigrúnar gisti á laugardagskvöldið. Fórum í Varmahlíð í skóginn með annari mömmu og ásamt krökkunum okkar og auka barni. Við fórum að týna köngla f/jólin og þetta var eins að koma í aðra veröld við löbbuðum einhvern stíg héldum nú að við værum týnd um tíma en við löbbuðum stíginn á enda og enduðum niðri við bíl og krakkarnir voru svo ánægð. Holl og góð útivist.
Það er svo föndur hér í vinnunni á fimmtudagskvöldið eitthvað að fara að búa til hurðakrans og kertaskreytingu. Fæ Jón Odd bróðir til að kíkja eftir krökknum í smá stund.
Svo kemur bara aftur helgi og það er fyrstu sunnudagurinn í aðventu.
Sindri Snær er að fara til pabba síns um helgina en það er nú spáð brjáluðu veðri.
Af Sigrúnu Þóru þá eru Þema dagar í skólanum og friðarganga á föstudagsmorguninn og það á að kveikja á krossinum okkar uppá nöfunum og ætla ég að fjölmenna í skrúðgöguna ég hef nú aldrei farið með henni og hún er nú orðin 8.ára. Fæ bara að koma aðeins seinna til vinnu.
Jæja nú ætla ég að halda áfram.
Kveðja!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Athugasemdir
Friðargangan var flott í dag og pizzan og bjórinn áðan ennþá betri!!! Takk fyrir heimsóknina :) Nú verður Dóra abbó að hafa ekki verið með okkur :)
Kristín Guðbjörg Snæland, 28.11.2008 kl. 20:57
Sæl frænka gaman að fá að fylgjast með ykkur. Ertu eitthvað á leið í bæinn? kv. Suðursalagengið
Sigríður (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.