Það er skítaveður...

Hæ, hæ langt síðan að það var bloggað.

Ég er búin að fara í hádeginu mínu í ræktina núna tvo síðustu daga. Já þarf að vera skipulögð hef bara 45 mín. Hleyp í 15.mín og geri svo 50 magaæfingar og 40 armbeyjur hleyp svo í sturtu og kem alveg endurnærð til vinnu alveg rjóð í framan.

Það er skítaveður úti og maður hleypur eiginlega á milli húsa og bíla. Það er skafrenningur og rok. Þá er nú gott að vera að vinna inni. Ekki myndi ég nenna að vera að skjóta rjúpur í svona veðri það er örugglega ekki hægt.

Þegar heim var komið í gær fór öll fjölskyldan niðri í kj til að athuga með seríur og snjókarlinn var settur út á pall. Það er svo dimmt úti og við ákváðum að stinga honum í samband ...vonandi er hann ekki fokinn í veðrinu sem er hjá okkur núna.

Ég lofaði lofaði Sigrúnu að baka um helgina og var að fara yfir uppskriftir.Ætlum að baka Randalínu og smákökur. Ætlum nú að redda okkur jóladiskum til að hlusta.

kveð í bili!

Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband