10.11.2008 | 10:54
Brjáluð vika framundan margt þarf að gera.
Hæ.
Já ég verð að leggja í sápur i vikunni til að þær nái að þroskast fyrir jólin. Héðan er allt gott að frétta við vorum á hofsósi um helgina og komum heim á sunnudagsmorguninn fórum í sund í innilauginni upp á sjúkrahúsi og buðum vinkonum sigrúnar með ásamt einni mömmunni. Þær komu svo heim með okkur og var málað á piparkökur , borðarðar kleinur frá Ómari sem hann var búin að steikja rosalega góðar.
Sindri er nú alveg að fara á kostum orðaforðinn er orðin svo mikill. Hann segist vera íþróttaálfurinn í latabæ og gerir armbeyjur á gólfinu og hoppar út um allt.
Við létum pabba/afa smíða búr handa Maju kanínu. Svo það fer vel um hana í kj. Ég var að fá gamalt saumavélaborð sem eg setti í stofuna undir Sjónvarpið. Svo fékk ég líka gamlan síma eins og var notað í gamla, gamla daga ein löng ein stutt. Ég ætla að finna góðan stað.
Ég byrjaði að gera mósíak með speglum rosalega skemmtilegt.
jæja læt þetta duga í bili.
kveðja!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.