4.11.2008 | 12:47
Þriðjudagurinn 4.nóv 2008
Já vá hvað tímin flýgur áfram.
Fór á Akureyri í gærdag og sótti Sindra til pabba síns. Sindri er komin á asmalyf . Við brunuðum svo heim eða á hofsós til pabba i gærkveldi í SV 20 m á sek það var nú hvasst en lét það nú ekkert á mig fá heldur en ofurkona hér á ferð.
Ég lenti nú í því á sunnudagskvöldinu að ég fékk hita um nóttina og skalf með dúnsæng, teppi,náttbuxum,ullarsokkum og flíspeysu og dúndur hausverk en vaknaði svo á mánudagsmorgun eins og ný kona.
Nú var ég að koma úr hádegismat en hafði nú ekki tíma til að borða. Er að fá mér herbalsjek ég endurnýjaði kortið í hreyfingu. Svo engin miskun þorgerður ég skal-ætla-alla leið ég ætla að vera komin niður í fatastærð 38 eftir tvö ár.
Jæja kveð í bili.
Þorgerður
Athugasemdir
Hef fulla trú á að þú náir settu markmiði eins og þú segir þá ertu kjarnakona og rúllar þessu upp. Baráttukveðjur Ragnheiður
Ragnheiður (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:31
Hæ hæ! Mér líst vel á markmiðin þín og hve ákveðin þú ert í að láta þau ganga! Flott hjá þér! Sé þig vonandi fljótlega:)
Kveðja Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.