Vetrarlegt úti og helgin búinn.

Hæ,hæ

Þá er ein önnur helgin á enda. Við gerðum nú margt skemmtilegt.........aðeins  að hugsa...Já alveg rétt fórum til mömmu í mat ég og Sindri. Sigrún ættleittist til Sirrýjar og Co þennan dag. Hún var búin að vera þar frá hádegi og framm til 21:30 það var afmæli hjá Hauki.

 Það var nú farið að vesna veðrið um kvöldið. Ég var búin að taka dvd til að horfa um kvöldið það var ekkert í imbanum á föstdagskvöldið. Á laugardeginum var vaknað og allir á fætur...auðvitað snemma að því að það var helgi....Mér var litið út um forstofugluggann það var sko búið að snjóa mikið  í sundið hjá okkur og út um allt. Það var snjór uppá miðja hurð. Og getið ímyndað ykkur rest, það er langt síðan að séu svona stórir skaplar út um allt. Ég nennti nú ekki að fara út að moka strax, það var farið í húsverkin og svo barst mín út í mokstur. Díses hvað var mikill snjór. Svo fór öll fjölskylan út í snjóinn við gerðum snjóhús sem Sindri náði nú að skemma. Hann var nú ekki sáttur við að fá alltaf snjó í andlitið og stóð hann og grét...ég kom og dustaði eða strauk með þurrum vettlingum og aftur hélt hann að skvetta snjónum í andlitið. Pabbi kom svo seinna um daginn og elduðum við góða steik. Lambaprime með lerkisveppa og höfðingjasósu..hún var æði. Ég skal reyna að gefa ykkur uppskriftina á eftir. Það var farið snemma að sofa á laugardagskvöldið líka búið að afreka mikið um daginn.

Á Sunnudeginum var farið í sund í innilaugina uppá sjúkrahúsi, Sigrún Þóra fékk að bjóða nokkrum vinkonum og Dísa og Maríanna komu líka. Það var svaka fjör. Ég bauð svo stelpunum uppá vöfflukaffi á skógargötunni og svo fór liðið í leikhús og sá Pétur Pan meðan ég var að moka göngustíga í skaplanna. Mokaði meiri segja frá tröppunum hjá Sillu nágranna konu. Og leitaði að ruslatunninni sem var á kafi.

uppskrift af sveppa/gráðostasósu með lambakjöti.

 1.bolli sneiddir sveppir(ég notaði lerkisveppi sem ég týndi í haust)

1.dl vatn í pott og 1/2 lambakraft í pott sveppirnir úti og látið krauma í 5-10 mín

þar úti setti ég 120 gr af höfðingja og bræddi. Setti smá skvettu af léttmjólk 1-3 dl. til að þynna. Verður kannski að meta hvað þú vilt hafa sósuna þunna.

og sýrðan rjóma 2-3 msk. lét þetta aðeins malla saman (átti ekki rjóma). Bragðmætti með smá af Herbalsalti og smá rifsberjasultu 1.tsk.

Kveðja!

Þorgerður

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég sem var með lambalæri í gærkveldi,hefði sko verið til í þessa sósu hún hljómar girnilega,en er búin að skrifa hana niður þannig að ég nota hana bara næst þegar það verður lamb á borðum hér meee.... meðan ég man takk fyrir Heru í gær hún var svakalega ánægð með daginn.

kv.Sirrý

Sirrý Pálsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:09

2 identicon

kem í snjóinn um helgina. Sjáumst þá

Þóra Björk (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:37

3 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Namm hvað þessi sósa virkar girnilega!!!! Mig langar verulega í steik til þín og þessa sósu..... :)

Kristín Guðbjörg Snæland, 28.10.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband