snjór, snjór allt á kafi......

Hæ, hæ

Nú er veturkonungur kominn á krókinn. Þegar ég leit út um gluggann var allt á kafi. Ég fór niður í kjallara og næstum því á brókinni  leitaði að skóflunni . Ég auðvitað klæddi mig og vakti krakkana og fór út að moka. Snjórinn var uppá miðja hurð hjá mér og þurfti ég að moka okkur út....bílinn minn var á kafi svo það var mikið verk fyrir höndum í morgunsárið, ég var nú svo sem ekki lengi af þessu .....heldur engin venjuleg kona hér á ferð....... Finnst þetta svo sem ekkert leiðinlegt að veturinn sé kominn. Finnst æðislegt að vera heima og kveikja á kertaljósum og hafa það notalegt,föndra,baka,lesa og vera með börnunum mínum. Fara út á snjóþotu....

Við vorum heima í gærdag. Sindri var með hita síðan um helgina hann varð nú samt orðinn hitalaus í gær. En betra að vera einn dag lengur heima. Við skelltum okkur í gerbakstur og fékk Sigrún að spreyta sig í listinni. Við gerðum rosalega góða snúða fylltum þá með beikonsmurosti og kryddaði með smá timjan og ost. Kanilsnúðar voru líka gerðir og allskonar brauð komu í ljós.

Langaði nú samt að deila með ykkur skrítnu atviki. Var á leiðinni frá króknum á laugardagskvöldið komin hjá Sleitustöðum, þar uppi á fjallinu sprakk skært ljós. Ef nú sé nokkur stjörnuhröp gegnum tíðina en ekki svona. Þetta gaf frá sér mjög skært ljóss en svo hvarf það.

kveð í bili.

Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær og Maja kanína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

panta uppskriftina hérna inn takk ;) hehe

Rún (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband