14.10.2008 | 18:12
Hofsós city
Hæ,hæ
Nú erum við komin á Hofsós, keyrðum þangað eftir vinnu. Það er nú alltaf gott að komast í kyrrðina, hlusta á ánna og njóta útsýnisins. Það er verið að grilla lambasneiðar, ostasveppasósa og væntanlega brúnaðarkartölfur já það er bara þriðjudagur en þetta er svona helgarsteik,þau eru að fara til útlanda um helgina. Það er nú dýrt að kaupa evrur. Pabbi var að segja að þetta er eins og árið 1972 þá var skammtaður gjaldeyrir og fólk þyrti að sýna farseðla. Það er eins í dag það þarf að sýna farseðla og ekki hægt að kaupa hvar sem er. Þú þarft að vera í viðskiptum og launin þín að leggjast inn þar sem þú getur keypt gjaldeyri. Þetta er nú mikil afturför hjá íslendingum það finnst mér. Ég er samt alveg andlaus eftir daginn i vinnunni. Það styttist í helgina og fer Sindri til pabba síns. Við sigrún reynum að finna okkur eitthvað að gera.
Heyrumst síðar.
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Athugasemdir
HÆ hæ ég var eh að vafra um á netinu langaði svo að fara á eh nuddnámskeið og þá kom síðan þín upp. Hvar var nuddnámskeiðið sem þú fórst á ???
vona að ég sé ekki að trufla þig með þessari forvitni minni
bestu kveðjur
Gunna
Gunna (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.