Komin nýr fjölskyldumeðlimur á heimilið!!!!!!!!!!

Hæ,hæ

Já það er komin lítil dvergkanína sem heitir Maja hún er 8.vikna gömul og er rosalega sæt. Hún kom í gærkveldi frá Akureyri með Sindra, Ægi og Auði k. Sindri var hjá pabba sínum um helgina og komu þau með kanínuna á krókinn. Hún er grá á lit með hvíta blesu á nefinu og smá hvítan blett á bringunni. Hún borðar allskonar grænmeti,ávexti og svo keyptum við smá fóður handa henni, hún borðar líka gras svo við erum förum eftir vinnu og skóla út að týna gras.

Já þá er helgin búin og mánudagurinn tekin við. Við gerðum nú margt um helgina fórum suður á föstudaginn og fórum til Ástu og co. Ég fór til augnlæknis og var búin að velja mér umgjörð hér heima. Auðvitað var eitthvað eytt smá peningum en samt ekkert of mikið. Við höfðum það voða kozý um kvöldið hjá Ástu, Guðrúnu og Hrannari. Krakkarnir sofnuðu snemma og við vinkonurnar horfðum á myndina beðmál í borginni og fengum okkar smá rauðvínsglas og svo smá hrotur með annað slagið. Laugardagurinn gekk í garð og ég á fætur kl.9 og á námskeið í nuddi. Það var rosalega gaman. Það voru 6 konur. Við lærðum fyrst um Indverkt höfuðnudd og yfir föt, sjálfs punktanudd og siðast lærðum við um andlitsnudd. Það eru komnar strax nokkrar á listann ef þið viljið vera tilraunadýr endilega látið mig vita. Við elduðum svo lambahrygg um kvöldið og fórum í bío og sáum myndina Mamma Mia hún var bara snilld. Sigrún fékk að bjóða Alexsöndru vinkonu sinni sem býr í Keflavík og svo fengum við okkur rúnt um kvöldið í keflavík. Svo átti Ásta mín að fá dekur hjá mér í andlitsnuddi þegar heim var komið en ég kom ekkert úr herberginu það kvöldið..zzzzzzzzzzzzzzz Við fórum svo að stað um tvö í gær og komum á krókinn í gærkveldi.

Kveðja!

 

Þorgerður, Sigrún Þóra, Sindri Snær og Maja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Til hamingju með kanínuna. Hlakka til að sjá hana.

Kristín Guðbjörg Snæland, 6.10.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband