29.9.2008 | 10:00
Mánudagurinn 29.september
Góðan daginn.
Já er nú frekar þreytt í dag. Mín fór á réttarball og var mikið dansað og hitt margt fólk. Maður er að heyra tölur allt frá 2500 uppí 5000 manns já það getur alveg passað, það var rosalega margt fólk. Mánuðurinn er á enda ....rosalega er líður þetta fljótt það verður komin jól áður en við vitum af. Það er mjög fallegt að horfa uppí í tindastól hann er að skarta sýnu fegustu haustlitum. Ég eldaði mér rosalega góða súpu í gærkveldi.
Uppskriftin af tómatsúpu.
1/2 sæt kartafla smátt skorin
1/2 rauðlaukur gróft skorin.
4-6 gulrætur skornar í sneiðar
2-4 lauf af hvítlauk saxaður
4-6 rósakál,frosin sem ég skar niður í 1/2
Þetta setti ég í djúpan pott. Létt steikti með smá olíu
kryddaði með herbal salti og tímjan og fersku tímjan. 1/2 nautakraft eða grænmetiskraft
1.dós af niðurskorum tómötum með hvítlauk
1.dós af tómatsúpu.
setti svo vatn til að þynna, það fer eftir því hvað súpan á að vera þykk.
sem ég setti úti pottin og látin malla á vægum hita í 20.mín.
Svo setti ég afgang í box í frysti.
svo er hægt að setja pasta, fisk, egg úti eftir þörfum.
Athugasemdir
umm ekkert smá gyrnó :-) kannski að maður prófi þessa súpu í kvöld
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 29.9.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.