26.9.2008 | 10:48
Föstudagur og helgi framundan.
Sæl verið þið.
Já þetta er fljótt að líða. Veðrið er nú ekki uppá marga fiska hér norðan heiða í dag. Mígandi rigning eins og í útlöndum. Einhver sagði hér sem var að fara út, regnhlífaveður. Þær eru nú nokkrar í vinnunni sem eru helvíti duglegar, þær eru að prjóna vettlinga, töskur og eru með hér til sýnis í vinnunni. Ég vildi að ég væri svona prjóna kelling. Hef þetta eiginlega ekki í mér ef ekki fengið það í fæðingu eins og amma mín heitin og mamma sem eru prjónakellingar.
Það á að skella sér á Laufskálaréttaball á laugardagskvöldið í reiðhöllinni, það verður örugglega margt um manninn. Og aldrei að vita hvað maður hittir margt fólk sem maður þekkir.
Læt þetta nú duga í bili og óska ykkur góðrar helgar.
kveðja!
Þorgerður
Athugasemdir
Góða skemmtun dúlla. Ég fór bara í réttina en ætla að taka það rólega í kvöld. Er að vísu boðið í partý svo kannski kíkir maður þangað en ég nenni ekki á ballið. Var líka að djamma með Dóru síðustu helgi svo ég er ekki illa haldin!
Kristín Guðbjörg Snæland, 27.9.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.