18.september 2008

Góðan daginn.

Ég auðvitað skelti mér í Body pump og það var fullur tími í gærdag. Þetta var bæði erfitt og skemmtilegt. Jú er ennþá með smá stengi núna í upphandlegg líður líka rosalega vel á eftir og nú erftitt með að sofna snemma. Full af orku.

Af Sigrúnu Þóru er allt gott að frétta. Núna er hún að æfa sund með Tindastól 3 x í viku og eru margir krakkar á hennar reki, hún er mikil sundkona kannski fetar hún í fótspor ömmu sinnar Ágústu hún vann til verðlauna þegar hún var yngri. Svo á hún líka frænku í kópav. Guðlaug Edda sem er mikil sundkona. Á morgun er starfsdagur í skóla og leikskóla og verður Sigrún í Árvist eitthvað svolíka hjá mömmu.

Af Sindra Snæ er líka allt gott að frétta. Það gengur rosalega vel í leikskólnum,glaður,ánægður og alltaf vel tekið á móti okkur þegar við komum á morgnanna. Það hefur verið að myndast alltaf ný orð þegar ég kem og sæki hann á daginn. svo sætt.....

Af Mér er allt gott að frétta. Er í vinnunni núna og það á að fara að setja upp annan skjá hjá okkur öllum, við vinnum þá á tvo skjái....spennó. Ég ætla að skella mér í ræktina í dag og hlaupa.

jæja kveð að sinni

Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Gott að allt gengur vel með börnin og í ræktinni. Ég hafði hinsvegar hugsað mér að innbyrða mikið af kaloríum um helgina dulbúnum í ostum, kexi, rauðvíni og ýmsu öðru :)

Kristín Guðbjörg Snæland, 18.9.2008 kl. 14:17

2 identicon

Hæ,held að ég hafi gleymt að þakka fyrir hádegissnarlið,en sem sagt takk fyrir mig og gangi þér vel með verkefni dagsins!! Stattu með sjálfri þér og þinni innri tilfinningu. kv. Sirrý

Sirrý Pálsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:19

3 identicon

Sæl frænka langaði að kvitta fyrir mig og líst vel á að Sigrún Þóra sé komin í sundið eins og Guðlaug Edda og Stefanía Ýr.  kv. Sigríður

Sigríður Gylfadóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Linda litla

Bestu kveðjur til ykkar á krókinn.

Linda litla, 19.9.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband