10.9.2008 | 10:16
Köttur fastur uppá þaki
Hæ,hæ
Við Sindri fórum í gönguferð eftir vinnu í gær, komum við hjá Bjarna Har alltaf gaman að koma inní þá verslun, það var keyptur harðfiskur af vestan og fengum við okkur smá bita á leiðinni, við komum við hjá Þóreyju konu Dadda frænda. Stoppuðum í þó nokkra stund og gáfum við henni harðfisk. Það voru ræddir gamlir tímar og þar á meðal laun hún hafði 1500 í mánaðalaun og ekki er það miklir peningar í dag. Við ræddum svo um antík grænt sófasett sem var keypt fyrir 50.árum á 5.000 -kr. Og hvað voru margar verslanir í gamlabænum búð við búð eins og hún orðaði það.
Við lentum nú í að bjarga ketti niður af húsþaki í gærdag. Sigrún Þóra var hjá vinkonu sinni uppí Laugatúni þetta eru tveggjahæða húsin(hlöðurnar sem eru kallaðar). Kötturinn var búin að vera þarna lengi , Sigrún var búin að príla uppá skjólvegg en þurfti að hverfa niður, kötturinn vildi ekki koma með henni niður. Hann náðist nú niður eftir að stigi fór upp að húsinu og eigandinn náði í hann. Það var svo helli rigning sem kom þegar kötturinn bjargaðist.
Við fórum svo heim og þar var eldaður steiktur þorskur og borðu allir með mestu lyst, Sigrún las í lestrabókinni og það var farið snemma í háttinn.
Það var svo hjólað í 12.stiga hita í skóla, leikskóla og vinnu. Það verður svo farið í ræktina í dag Body Pump ég get nú alveg viðurkennt að ég er með strengi.
Jæja nú læt ég þetta blaður mitt duga í bili.
kveðja Þorgerður , Sigrún Þóra og Sindri Snær
Athugasemdir
Gott að kötturinn bjargaðist en verra með gleraugun þín. Vona að það bjargist nú samt sem fyrst. Búðin hjá Bjarna Har ætti að fara á minjaskrá Sameinuðu þjóðanna (ja svona næstum því..... he he he). Það er alltaf gaman að koma þangað inn. Eins og að detta inn í gamla daga. Maður man eftir svona búðum síðan í æsku en þetta sést ekki lengur... nema hjá Bjarna Har!!!!!!!!
Kristín Guðbjörg Snæland, 10.9.2008 kl. 11:06
hæ hæ
Kvitti kvitt
sigrún heiða (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 16:52
Verslun Bjarna Har.... hún er snilld, það ættu að vera svona verlsanir út um allt land he he he
Frábært að það gengur vel í ræktinni, keep on going.
Linda litla, 11.9.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.