Þriðji dagurinn í ræktina í hádeginu!

Hæ, hæ

Hér er blíðskaparveður allaveganna sýnist mér út um gluggann í vinnunni. Það er nú alveg að skella að ég komst i ræktina. Vonandi kemst ég á skíðin(fjölþjálfan) brennslan er meiri þar en á hjólinu finnst mér. Ég ætla að reyna að setja hér Lifstíllssíðu inná blogginu minu sem ég get fylgst meira með sjálfum mér hvað ég borða og svona og kannski gef upp einhverjar uppskriftir.

Það er allt gott að frétta af börnunum, orðaforðinn hjá Sindra Snæ er að aukast mikið. Honum líður vel í Leikskólanum. Sigrún Þóra er á sundnámskeiði nú á daginn og hún er að byrja i Árvist í dag og verður þar 3x í viku og verður vonandi gaman eins og hin árin. Þau eru æðisleg fólkið sem sér um Árvist.

Ég var að nudda í gærkveldi í kjallaranum. Ef þið hafið áhuga að vera tilraunadýr þá endilega látið mig vita. Þið vitið hvar mig er að finna.

Jæja nú ætla ég að drekka meira vatn

kveðja!

Þorgerður.

Sigrún Þóra og Sindri Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Helvítis dugnaður er þetta kona. Ég byrja í dag og þá er bara að styðja hvor aðra.

Kristín Guðbjörg Snæland, 3.9.2008 kl. 14:33

2 identicon

djö... ertu dugleg ég er alltaf á leiðinni að hundskast í ræktina en ekkert gerist, en frábært hjá þér og gangi þér rosa vel :)                kv.  Anna Kristín..

Anna Kristín (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:34

3 identicon

sko ef ég væri þarna nærri þér þá væri ég löngu búin að útvega mér 10 tilrauna nuddtíma hjá þér hehehe,en flott hjá þér að rækta sjálfa þig ...keep up the good work;)

Hrund (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband