Helgarnar alltaf jafn fljótar að klárast...........

Hæ, hæ

Mánudagurinn 1.september.

 Og ein önnur helgin á enda. Það var nú gert ýmislegt við vorum nú samt bara heima við. Húsið var tekið í gegn . Já alveg rétt ég tók mér frí eftir vinnu á föstudeginum til að fara í berjamó með Sigrúnu Þóru. Það byrjaði nú ekki vel og  þessi hellirigning en svo kom sól og við skelltum okkur í berjamó og tyndum svona 2.lítra Sigrún týndi nú bara uppí sig, spurði svo mömmu sína hvort hún væri ekki til að týna í glas  gefa sér, ég helt nú ekki (vond mamma) og sagði að hún gæti bara gert það sjálf.   Náðum svo í Sindra og drifum okkur heim. Við fengum næturgest hana Ölmu dóttir Kristínar. Það var voða gaman að hafa hana og er hún alltaf velkomin ef mamma hennar þarf á að halda. Það var útbúin heimalöguð pizza og borðaðist hún rosavel. Við höfðum það nú bara koszý það var litað og horft á dvd myndir.

Sindri Snær er alltaf svo hress um helgar svo hann var vaknaður 6:30 og grýtti gsm mínum í vinstri vangan á mér og er búin að vera frekar aum alla helgina. Ekki veit ég nú afhverju hann gerði það en mín steig nú strax framúr. Við fórum nú fram úr og fengum okkur morgunmat. Sindri fékk að horfa á skrítlu og skoppu í dvd og ég var að hamast við að þrifa hann kom líka að hjálpa en það fóru nú eitthvað á hinn veginn, draslaði nú bara meira til..he,he...  Svo vöknuðu stelpurnar og eitt leiddi af öðru. Kristín kom svo með feitan morgunverð út bakaríinu. Við fórum svo röltandi í sund og í skaffó og keyptum smá afmælispakka og fórum við í stráka afmæli og vorum við þar nánast allan daginn. Við fórum svo pakk södd í matarboð til mömmu og fengum okkur smá bita fyrir kurteisis sakir. He.he svo var haldið heim á leið og allir sofnuðu snemma.

Sindri Snær var nú ekki eins morgunglaður á sunnudaginn heldur var vaknað kl.7.30 það er nú bara að sofa út um helgar. Ætli ég hafi ekki þvegið 3-4 vélar í gær morgun. Og tekið til. Maður er alltaf að taka til og þrífa. En stunum sést ekki högg á vatni. Við Sindri fórum svo út og vorum að týna rifsber hjá Orra og svo á skógargötunni. Sindra finnst þetta svo gott svo minn maður fer oft úti í garð og er þar að týna uppí sig. Við fórum uppá sjúkrahús til mömmu í hádegismat hmmmmmmmm það var rosagott. Svo fór litla fjölskyldan í míní golf og ekki byrjaði það vel, Sindri slóg kylfunni í vörinna hjá systur sinni og það blæddi svo við hættum. Sigrún Þóra fór svo að leika við Láru og Hallgerði og var hún nánast þar allan daginn. Við mamma fórum svo í golf og berjatínslu meðan Sindri var hjá Sólveigu frænku sinni.

Það er Sirkus að koma í bæinn í dag og er mikil eftirvætting.

Það fóru allir á sína staði í morgun, Sigrún fór í skólann og Sindri fór í leikskólann og eru aðrir krakkar að byrja í aðlögun og þar á meðal Gabríel og Klara sem Sindri þekkir vel. Það verður örugglega gaman í vetur. Og ég í vinnunna.

Jæja nú er það ræktin, og stefnan er að taka hálftíma í hádeginu í dag, svo sigrún á að hitta mig í þreksport í hádeginu. Ég fór í fitumælingu fyrir helgina. Stefnan verður að labba uppá Molduxa á laugard 6.sept.

Jæja ég ætla að láta þetta blaður mitt duga í bili.

Kveðja!

Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband