Mánudagurinn 25.ágúst

Jæja þá er ein helgin búin og vikan að byrja.

Það var mikið gert um helgina. Tiltekt, hreinsun í kjallaranum mikið hent og farið með í rauða krossinn og gefin föt. Ég ætla að reyna að gera hann kosý fyrir nýjasta áhugamálið. Ef þið eigið gervilauf í haustlitum þarf að vera svona hangandi saman, má líka vera grænt á litin ef þið viljið losna við endilega látið mig vita.

Við fórum og náðum okkur í rabbabara yfir á Vatnsleysu til Arndísar vinkonu, fórum svo heim og skárum niður í bita settum í poka og í frysti. Voða gott að eiga í pæ. Svo var farið og náð í smá rifsber og svo var farið uppí skógræktina hér fyrir ofan vatnshúsið og náð í ber það var allt blátt svo það verður farið aftur þangað.  Svo var nú bara gert það venjulega brotið saman þvott, og tillekt en við enduðum daginn og fengum okkur pizzu. (löt að elda) og svo var farið snemma í háttinn.

Það var vaknað frekar seint í morgun. Það er svo típískt þegar er virkir dagar þá getur Sindri sofið út en svo þegar er helgin þá er hann vaknaður fyrir allar aldir kl:6 svo við vorum frekar seint á fótaferð en við vorum nú komin út um 8 og allir fóru á sýna staði. Sigrún í skólann, Sindri Snær á leikskólann og ég í vinnunna. Það er skíta veður úti. Rigning.

jæja nú læt ég þetta duga í dag.

kveðja!

Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló kæra fjölskylda. Ég fylgist með héðan frá Osló. Karin og co biðja voðalega vel að heilsa.

Kveðja

Þóra Björk

Þóra Björk (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Ég mæti þegar þú gerir pæið næst :)

Kristín Guðbjörg Snæland, 27.8.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband