Þá er þetta síðasti alvöru dagurinn hjá Dagmömmunni.

Hæ,hæ

 Í gær eftir vinnu þá hófst mín við að búa til eitthvað gotterí fyrir afmælisveisluna, setti í fat marengs og smá beylis yfir til að bleyta og britjaði þetta í fatið. Svo setti ég ný týnd ber og jarðaber og þeyttan rjóma og smá kókosbollur yfir og skreytti með bláberjum. Hitt fatið reif ég niður brauð , var búin að blanda í skál, rækjum,blaðlauk sem ég skar niður, vinberjum í tvennt, paprikku í smá bita, sýrðurrjómi og smá létt majones og skvettu að aramati, þessu spurði ég á brauðið og skreyti með vinberjum og tómatum og ný týndu steinselju úr glugganum. Dögg og Sveinbjörn Luckas 4.mán  komu með pakka í gær og ég hitaði gamla góða brauðréttinn frá mömmu. Við fórum yfir á hofsós í gærkveldi með kökufat og kaldan brauðrétt.  Afi og amma(langafi og langamma krakkana)Helgi hennar Völu kom, Rúnar hennar Valdísar, og Dúi komu í kvöldkaffi og svo koma Valdís í smá kaffi rétt síðar. Frétti svo að Dídi hafi rekið inn nefið seint í gærkveldi. Þau voru að hjálpa Völu og Helga að flytja í Varmahlíð.

Takk fyrir sindra.

Svo er þetta síðasti alvöru dagurinn hjá Maríu Dagmömmu. Í næstu viku byrjar hann á Leikskólanum Glaðheima. Og byrjar aðlögun strax á mánudaginn og fer hann svo til Maríu fyrir og eftir aðlögun. Ég fæ bara að skreppa úr vinnunni.

Sigrún Þóra mín er svo að fara á skólasettingu á fimmtudaginn 21.ágúst já skólarnir eru að byrja. Hún var að leika við Ríkarð bekkjarbróður sinn í gær og fóru þau í sund með frænku Ríkarðs. Rosa mikið fjör hjá þeim. Sigrún er núna hjá afa sínum og ég í vinnunni.

kveð að sinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband