14.8.2008 | 11:35
Til hamingju með afmælið 2.ára afmælið Sindri Snær
Hæ, hæ
Nú er 14.ágúst og Sindri Snær 2.ára í dag. Hann fékk vetrarúlpu og dót frá okkur Sigrúnu í morgun, svo fékk hann líka að opna pakka frá Auði ömmu og Óla afa það var Mu bók sem var skoðuð fram og til baka og rosalega flott bænir í ramma sem við munum hengja í herberginu. takk fyrir guttan Auður og Óli.
Sindri vaknaði eldsprækur í morgun sagði við mömmu sína þegar hann knúsaði mig daginn og halló. Þetta er nú voða notalegt. Svo vildi hann komst strax úr rúminu og fram. Við náðum í pakkana og það var hafist handa að taka upp. Sigrún hjálpaði bróðir sínum.
Við fórum svo með stórann pakka af ís til Maríu dagmömmu og Sindri var alltaf að segja égáattta vildi nú ekki missa af því að fá ekki ís. Hann hélt fast um pakkann í bílnum og vildi nú ekki láta Maríu fá pakkann um stund en svo röltu þá með ísinn í frystirnn vegna þess að það átti eftir að borða morgunmatinn. María ætlar svo að baka vöfflur í dag að tilefni afmælisins og við ætlum að skella okkur í Hofsós í dag til pabba.
Mamma hringdi í morgun og var hún auðvitað vöknuð snemma til að fylgjast með handboltanum en ísland tapaði með einu stigi. Hún talaði við Sindra og talaði hann heil mikið,daginn, hæ og bæ . he,he
Jæja læt þetta blaður mitt duga í bili.
kveðja!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Athugasemdir
Til hamingju með guttann!!! Við Alma kíkjum kannski við seinnipartinn
Kristín Guðbjörg Snæland, 14.8.2008 kl. 11:37
Til hamingju með strákinn.
Vonandi verður þetta góður dagur hjá ykkur 
Linda litla, 14.8.2008 kl. 13:57
Takk fyrir kveðjuna í gær og til hamingju með litla kút.
Það var voðalega gaman að spjalla við hann í gær í símanum. Hann er svo mikið krútt. Stórt knús úr borginni
Þóra Björk (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 01:27
Til hamngju með strákinn ;O)
Knús
Guðbjörg og co.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.