13.8.2008 | 13:53
Sindri Snær 2.ára á morgun 14.ágúst
Hæ,hæ
Til hamingju Þóra mín með 30.árin hringi í þig i kvöld.
Jæja þá er 2.ára afmælið hans Sindra að skella á. 14.ágúst. María dagmamma ætlar að baka köku og við ætlum að koma með ís. Sindri er svo að fara að byrja i aðlögun í leikskólanum eftir helgina. Var á fundi í morgun ásamt fl. foreldrum og leikskólastj ,deildarstj.. Það var farið yfir reglur og fengum sent með heim blöð sem við eigum að fylla út og skila. Þetta verður rosalegaskemmtilegt og breyting fyrir Sindra. Hann er nú búin að hafa að rosalega gott hjá Maríu dagmömmu við eigum nú eftir að sakna þeirra. En það koma flestir krakkarnir á leikskólann sem hafa verið á Sælukoti. ´Ég ætla nú að skella í eina margengs og brauðrétt til að eiga á morgun. Ef þið hafið áhuga að kíkja í afmæliskaffi.
Sigrún Þóra er í kveðjupartýi hjá Alexsöndru í Tröð. Hún er að flytja til Keflavíkur.
Jæja kveð að sinni!
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.