23.7.2008 | 13:43
Bóngó blíða framm yfir helgi!!!
Já loksins kom sumarið þetta er nú búið að vera þoka og blautt sumar og kalt. Það er allaveganna góð spá í kortunum. Vonandi að veðurguðarnir standi sig. Kannski að skreppi í sólbað um helgina...
Allt gott að frétta:
Sigrún Þóra er að klára reiðnámskeiðið á föstudaginn og eru þau að vera í svaka reiðtúr á morgun eitthvað upp eftir sagði Ingimar mér áðan. Hún er búin að vera í tvær vikur og svo ætlar mín að skella sér í nokkra daga til pabba síns sem byr í hafnarfirði.
Sindri Snær er nú bara sprækur, það eru að koma fleiri og fleiri orð hjá honum. nýjasta er yes,hús,trré, og mörg fleiri orð að myndast.
Við skruppum yfir á hofsós í gær og þar var smá veisla í sólvík Davíð frændi var með konu sína og dóttir þau búa í noregi. það var matreitt lambahryggur,hesta kjöt(hrossakjot) saltað lambakjöt, og bauna súpa sem heitir nú saltkjöt og baunir . Dídí var nú svo elskuleg að töfra þennan mat og bauð. Og rosa flottur eftirréttur mmmmmmmmm.
Já já það er allt gott að frétta af mér. Ég er alveg farin að breyta mataræðinu og svo að finna sér meiri tíma í að hreyfa sig. Þetta kemur með kalta vatninu.
Jæja læt þetta duga í bili.
kveðja Þorgerður
Athugasemdir
Gott að gengur vel. Veðrið er sko bara snilld. Flott að koma úr sólinni í útlöndum í sólina á Íslandi :)
Kristín Guðbjörg Snæland, 23.7.2008 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.