21.7.2008 | 12:04
Mig langar að fara í Ikea að versla á útsölu!
Hæ, hæ
Aftur komin mánudagur og það er 21.júlí já sumarið líður fljótt. Við vorum í bústað um helgina og var ýsmislegt brallað. Ég gekk í gær uppá smá fjall með sindra í kerrunni og gerði æfingar á laugardagsmorguninn með sindra á mér. Og Farin að huga að matarræðinu takk fyrir sparkið sirrý mín og kristín. Nú verður hart barist með auka kílóin ekkert elsku mamma. Ég skal eins og hinar mömmurnar.
Á heimleið í gær þá gekk nú frekar brösulega að fá benzín ég ákvað að koma við í Víðihlíð en þá átti maðurinn ekkert inneignakort átti nú 956 kr svo ég dældi því á hann var um aðeins yfir strikinu 1/4 svo það var að keyra 40 km í blönduós og þar á N1 áttu þeir bara 10.000 kr inneign nei mín átti nú ekki svo háa fjárhæð svo ég keyrði á 1/4 á krókinn.
Já mig langar að fara í ikea að versla en það verður ekki leyft þetta sumarið, borga niður skuldir. En maður getur keypt Jólagjafir það er nú sparnaðar leið að vera á útsölum.
Þóra systir og co, Arndís með sinn mann og dóttir, Emma var nú ein skyldi mann og barn eftir heima meðan að hún naut sín í útilegu við skelltum okkur í bíltúr á Hvammstanga þar voru þetta fólk í útilegu og það var frekar kalt á þau á föstudagsnóttina fór í frostmark sagði einhver og þau skrifuðu á gluggana á bílunum mrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr..........en það var orðið steik 23 stig á laugardagsmorguninn við skelltum okkur í kaupfélagið á hvammstanga og margt keypt í svanginn. Svo var brugið sér á markaðinn og ég auðvitað gat eytt eða Þóra systir borgaði 100 kr fyrir mig. Það var lítil græn lukt með sprittkerti og eitthvað dót f/sindra bangsimon,tumi tígur og Gristlingur voða sniðugt. Við röltum svo á bryggjuna og þar sáum við margt flott í sjónum. Við vorum að stikna. Svo var farið á sela safnið og þaðan rölt í gallerý og safn uppá lofti. Rosalega flott . Þaðan var skellt sér í sund og þar var flatmagað í grunnri laug og þar naut sindri sýn í botn. Stóru krakkarnir fór í sundlaugina og er þetta með flottum sundlaugum sem ég hef farið í. Svo skruppum við uppá tjaldsvæði og drukkum nestið okkar og svo var brunað í bústaðinn og þar beið okkar vöfflur. Og svo var grillað um kvöldið . Það var spilað krikket og spilað sciuvens örugglega ekki skrifað rétt.
Davíð frændi frá Noregi er hér á landi með konu og barn það verður væntanlega hittingur yfir á hofsós annað kvöld. Hitti hann einmitt áðan.
Jæja ég ætla að láta þetta blaður mitt duga í bili og skella mér í mat í góða veðrið.
Þorgerður
Athugasemdir
hæ hæ þorgerður viltu vera blogg vinur minn. blogg síðan mín er bestilitli.blog.is. ég bið að heilsa sigrúnu þóru. kv kormákur
kormákur atli (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:56
Hæ Þorgerður
Voðalega var gaman að hitta þig um síðustu helgi , já og ég tek undir það að þetta var bara hin besta og flottasta sundlaug sem maður hefur farið í :-)
Bið að heilsa
Arndís
Arndís Berndsen (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.