Þarf að fá spark í rassinn

Hæ, hæ

Þessi sjálfsægi sem ég á að eiga til er eitthvað týndur, en ég er eitthvað búin að vera löt þessa daganna en byrjaði nú aftur með  Ágústu Jhonsson spólunni í morgun. En það er greinileg að halda áfram annars gerist ekkert. Hún Dóra mín er nú að fá fjölþjálfan sinn úr viðgerð. Maður er of góður við sjálfan sig og finnur alltaf einhverja afsökun. Þarf sem sagt að fá spark í rassinn frá ykkur lesendur góðir.

Er að fara að setja upp gardínur í kvöld, og hann Orri ætlar að koma og skrúfa í vegginn til að ég geti hengt þetta upp. Mamma er snillingu við saumaskap, við keyptum einhverjar forljótar gardínur í rl.(rúmfatalagarnum.) Það verður bara að duga núna, annars er svo bjart. Og sindri og Sigrún halda að sé dagur alla nóttina.

Hér er ömurlegt veður rigning og aftur rigning Sigrún mín var að koma hér úr reiðnámskeiði og alveg hundvot. Hvar er eiginlega sumarið við erum búin að fá einn og einn dag þá fer hitinn uppúr öllu veldi.

Jæja ég ætla að fara að gefa sigrúnu heitt kakó og brauð  meðan að ég snæði mér af ferskum ananas og ávexti sem er í boði hér i vinnunni.

kveð að sinni Þorgerður og Sigrún.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Datt hérna inn hjá þér eftir ansi langan tíma já frá því þú varst í danmörku,og þú ert að  biðja  um spark í rassinn ! Halló ég skal gefa þér eitt lítið klamms í rassinn. Í dag já þá meina ég í dag skalt þú ákveða hvort þú ætlir að losa þig við eitthvað af þessum aukakílóum eða ekki,þú verður að gera það upp við sjálfan þig og leggja svo af stað með hnefana kreppta,þú verður að breita um lífsstíl og hugsunarhátt og stólaðu bara á sjálfa þig og engan annan,  ég mana þig!! Þú getur þetta alveg eins og fullt af öðru fólki,þú ert dugleg manneskja sem ert í vinnu frá átta til fjögur(fimm)ert einstæð móðir,ótrúlega dugleg að gera allt mögulegt með börnunum þínum AFHVERJU Í ÓSKÖPUNUM ÆTTIR ÞÚ EKKI AÐ GETA ÞETTA ,ÓJÚ ÞETTA ER SMÁMÁL FYRIR SVONA HARÐDUGLEGA NÚTÍMAKONUM EINS OG ÞIG HEI HEI.Byrjaður strax í dag fyrir alvöru, taktu matarræðið í gegn til að byrja með ,því ekkert gerist fyrr en við förum að brenna fleiri hitaeiningu með hreyfingu en þær hitaeiningar sem við setjum ofan í okkur þannig að við verðum að sneiða fram hjá hitaeiningaríkum mat og velja annað í staðinn þannig fara hlutirnir að gerast og gerast bara nokkuð hratt og þá er sko gaman að vera til hó hó , ÚT MEÐ HVÍTT (óholla kolvetnið sem breytist í þessa helv. fitu sem allir eru að berjast við)s.s. út með hvítthveiti (allt hvítt brauð já minnka brauðát sætt og ósætt ,pissubotna og annað þetta er oftast mesti óvinurinn (allt brauðið),út með sykur,út með hvítt pasta, út með hvít hrísgrjón(fáðu Þér brún híðishrísgrjón í staðinn).'ut með rjóma. FARÐU Í SKAFFÓ OG FÁÐU ÞÉR EITTHVAÐ GRÓFT HRÖKKBRAUÐ T.D. FRÁ BURGER SVO ER NÁTTÚRULEGA TIL SPELTBRAUÐ Í BAKARÍINU, KOTASÆLU Í STAÐINN FYRIR SMJÖR,TÚNFISK, TÓMATA,GÚRKUR OG ALLA ÞÁ ÁVEXTI OG GRÆNMETI SEM ÞÉR FINNST GÓÐIR,EIGÐU ALLTAF SKYR ÁN SÆTUREFNA  AB MJÓLK,SKYR ER FULLT AF PRÓTEINI GOTT AÐ NOTA RÚSÍNUR ÚT Á EF ÞÉR FINNST ÞAÐ SÚRT OG EIGÐUR ALLTAF HARÐFISK HANN ER EINNIG FULLUR AF PRÓTEINI,SVO ELDARU BARA AF ÞINNI EINSKÆRU LIST OG SNEIÐIR FRAM HJÁ ÞESSU HVÍTA HELV. ÚT MEРMAJONES , RJÓMA OG DRESSINGAR OG HELST EKKI UNNA MATVÖRU EINS OG KJÖTFARS BJÚGUR PYLSUR OG ALLT ÞETTA DRASL. KJÚKLINGABRINGUR LAX OG ANNAR FISKUR OG MAGURT KJÖT ER Í FÍNU LAGI. ÞARNA ERU ANSI MARGAR HITAEININGAR SEM ÞÚ LOSNAR VIÐ,EF ÞÚ GETUR HALDIÐ ÞIG Í ÞESSU HOLLA SEM ÞÚ VERÐUR SVO MEÐVITUÐ UM MEÐ TÍMANUM, OG FERÐ AÐ HREIFA ÞIG ÞÁ ERT ÞÚ SKO Í GÓÐUM MÁLUM OG ÁRANGURINN LÆTUR SKO EKKI Á SÉR STANDA MUNDU AÐ MATARRÆÐIÐ ER ALVEG 50% OG SVO HREYFING.EF ÉG MÁ RÁÐLEGGJA ÞÉR Í SAMBANDI VIÐ HREYFINGUNA ÞORGERÐUR ÞÁ MUNDI ÉG EINBEITA MÉR BARA TIL AÐ BYRJA MEÐ AÐ ÁGUSTU J. HÁMARKS ÁRANGUR SPÓLUNA SETTU ÞÉR ÞAÐ TAKMARK AÐ KOMAST Í GEGNUM HANA ALLA,ÞAÐ TEKUR ÞANNSKI NOKKRA DAGA EN ÞAÐ KEMUR TRÚÐU MÉR EF ÞÚ BYRJAR T.D. AÐ MORGNI OG FERÐ EITTHVAÐ INN Í SPÓLUNA ÞÁ SKALTU SETJA  ÞÉR ÞAÐ TAKMARK AÐ KLÁRA HANA ÞEGAR ÞÚ KEMUR HEIM ÚR VINNUNNI  EÐA SETJA Á PÁSU Í PÍNUSTUND OG HALDA SVO ÁFRAM OG KLÁRA HANA, EN LANG BEST ER AÐ KLÁRA HANA SVO BARA Í EINUM RIKK ,ÞEGAR ÞÚ GETUR ÞETTA ERTU SKO Í GÓÐUM MÁLUM SKAL ÉG SEGJA ÞÉR FRÖKEN FIX!!. ÉG VEIT AÐ SINDRI VERÐUR FARINN AÐ TAKA SPORIÐ MEÐ ÞÉR INNAN SKAMMS ÞETTA ER BARA SKEMMTILEGT! Reyndu svo að fá sem mest út úr hreyfingunni kannski ekki blóð, en svita og aftur svita og engin tár  ÞÚ ERT ALLTAF AÐ GRÆÐA ÞEGAR ÞÚ HREYFIR ÞIG (ÚT MEÐ HITAEININGAR) ÞVÍ ÖLL ÞESSI HREYFING SKIPTIR SVO MIKLU MÁLI ,ÞETTA ER ALLT SPURNING UM AР SETJA FÆRRI HITAEININGAR INN OG LOSA FLEIRI ÚT MEÐ HREYFINGU.Jæja haltu svo áfram að lesa líkami fyrir lífið ég mundi stúdera kafla 4. fram og til baka,gangi þér ógeðslega ógeðslega hrikalega vel og mundu að þegar þú tekur æfingu þá er það þinn tími og þú ert að gera þetta fyrir sjálfa þig alveg eins og þegar þú ferð í andlitsbað eða gott nudd, nema að þér líður helmingi betur eftir hraustlega æfingu þegar þú hefur tekið duglega á því,svo get ég lofað því að það verður ekki svo mikið sem eitt sokkapar í óhreinutauskörfunni hjá þér þegar þú verður komin á skrið því maður verður algjörlega ofvirkur sem er bara plús þega maður þarf að hugsa um börn og heimili , Mundu að setja matarræði og hreyfingu í fyrsta sæti þannig breytir þú þínum lífstíl alveg ósjálfrátt ! Fyrirgefðu letrið það var eitthvað rugl á því ,vonandi kemstu í gegnum alla þessa lesningu á einum og sama deginum en það er svona þegar maður hefur mikið að segja, vonandi tekurðu þessu ekki illa en það varst þú sem baðst um spark í rassinn! gangi þér vel, kv. Sirrý

Sigríður Sunneva Pálsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Eitt dúndur í rassgatið á þér ljúfan ........... . Gangi þér vel og lestu á hverjum degi það sem hún vinkona þín skrifaði hér fyrir ofan. Baráttukveðjur...

Kristín Guðbjörg Snæland, 17.7.2008 kl. 08:59

3 identicon

Fyrirgefðu mín kæra,bara ég hérnamegin !! (vonandi ekki orðin hrædd)

Svona af því ég byrjaði á þessum predikunum, þá gleymdi ég lykilatriðinu og það er okkar yndislega ókeypis íslenska vatn,fáðu þér hálfslíters flösku (og ég tala nú ekki um ef þú mátt hafa glas á fæti við hliðina á þér í vinnunni) þá reyndu að gúlla í þig 2 ltr. á dag,svo bara skálaru við vinnufélagana allan liðlangan daginn  !! Eintóm hamingja!!!

 By the way keypti geggjað gott hrökkbr. í Hlíðó 5korna frá kavlí skora á þig að prófa það með kotas. og epli ummm..... hrein snilld ábyggilega gott með banana líka..........tala nú ekki um túnfisk og asíum nammmi.......namm...............jæja,jæja

mundu svo að þetta er eitt alsherjar næringardekurspa.... fyrir líkama og sál 

gangi þér vel,  

Sigríður Sunneva Pálsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband