11.7.2008 | 13:58
Púsldagurin í dag
Hæ, hæ
Komin föstudagur 11.júlí já þetta sumar flýgur í burtu. Ég var í fríi 9 og 10 júlí það var nú ýmislegt afrekað í gær sást nú til sólar svo það var drifið sig í að mála grunninn á húsinu í blíðskaparveðri. Við Sigga nágranna kona kom með málingu og við ekki lengi að mála. Nú er húsið allt annað, en það á eftir að mála gluggana og þakið. Við enduðum svo í grilli hjá múttu í gærkveldi.
Já það er púsldagur í dag hjá Sindra Snæ, dagmamman er í frí svo mamma var með hann frá 8-10 þá kom Jón Oddur bróðir og tók hann og þeir fóru í fjöruferð, sáu fugla og sáu ketti og hunda og meiri segja skeltu þeir sér á róló. Og svo kom ég og sótti hann og við fengum okkur að borða og Sindra skellt í kerruna og ég rölti með hann á skagfirðingabrautinni og hann ekki lengi að sofna, fyrirmyndarbarn. Mamma er nefnilega í klippingu hjá Ernu svo hann sefur f/framan og ég að vinna til 16 við ætlum svo að skella okkur í bústað um helgina til Kærastans.
Jæja góða helgi!
Þorgerður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.